Var réttarvenjunni „að njóta vafans“ snúið á haus?

Oft er talað um það í dómteknum álitamálum að þar sem vafi leiki á sekt ákærða skuli hinn ákærði njóta vafans og skuli því sýknaður.

Þar sem Jón Steinar hefur staðfest að enginn viti hvort ágallarnir á kosningunni hafi haft áhrif á útslit kosninganna, það blasir það við að einmitt það, er með öllu ósannað.

Bar þá ekki Hæstarétti að sýkna lýðræðið, hið ákærða, og láta það að réttarvenju njóta vafans í stað þess að snúa réttarvenjunni á haus og láta kærendurna njóta vafans, sem ekki höfðu annað til að vinna en að þjóna meinfýsni sinni og pólitískri illgirni.


mbl.is Enginn veit um áhrif ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Getur einhver sannað það, að kosningin sé lögleg og að allt hafi farið heiðarlega fram.

Ég tel það að ef hinn minnsti vafi leiki á því, að hægt hafi verið eða hugsanlega eða hvað sem er, að þá sé þessi kosning ólögleg og fáránleg aðför að lýðræði Íslands að láta þessa kosningu standa.

Stjórnvöld ættu að læra af þessu og gera þetta rétt.

GAZZI11, 1.2.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Engin kosning er algerlega ágallalaus og upp koma ótal álitamál, en hafi ágallarnir ekki áhrif á niðurstöðuna hefur venjan verið að láta þar við sitja. Það hefur ekki verið venjan á Íslandi að sakleysi beri að sanna, en þú ert kannski að leggja það til GAZZI11?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2011 kl. 20:52

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Vinir og hagsmunaaðilar skuli ávalt njóta vafans

hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 20:53

4 identicon

Sæll Axel.

Hefur þú ekki lesið dóminn?  Ég skil þetta þannig að dómurinn fjallar um þau lögbrot sem voru framin.  Hitt hvort það hefði breytt niðurstöðu kosninganna er erfitt að dæma um.

Fyrir kosningar var fyrirkomulag kosninga kynnt og sýndar myndir í sjónvarpi frá kjörstöðum.  Ég fyrir mitt leyti fór ekki á kjörstað því mér fannst þetta skipulag skrípaleikur og vissi að það var ekki samkvæmt kosningalöggjöf.  Það er nokkuð víst að fleiri en ég fóru ekki á kjörstað vegna þessa. En hvort það hefði breytt niðurstöðu kosninganna, ef þeir sem sátu heima (nærri 70% kosningabærra)  og vildu ekki vera þátttakendur í leik sem gæti verið ólöglegur, er ekki hæstaréttar að dæma um.

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 20:56

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki þungamiðja allra kosninga að þær fari heiðarlega fram og að ekki sé haft rangt við Bjarni?

Það hefur ekki verið sýnt fram á að rangt hafi verið haft við, aðeins að margt hefði betur mátt fara í framkvæmdinni. Sú gagnrýni var réttmæt, ekki vafi á því, en það réttlætir ekki að henda kosningunum í heild sinni.

Þú fórst ekki á kjörstað, þú reyndir því ekki á eigin skinni þessa ágalla sem tíundaðir voru í álitsgerð Hæstaréttar. Ég efast raunar um að dómarnir hafi sjálfir sannreynt ágallana á kjörstað.

Ég fór hinsvegar á kjörstað og var ekki þjakaður af umræddum ágöllum og því síður að ég hefði viljað hafa það á samviskunni að verða þess valdandi að 300 milljónir og stærsta lýðræðisskref stigið á lýðveldistímanum færi út um gluggann til þess eins að þjóna pólitískri illgirni minni.

En kærendurnir, sjálfstæðishetjurnar þrjár, hljóta að lifa sáttir við sitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2011 kl. 21:14

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þarna snýrð þú sjálfur, Axel, hlutunum á haus. Það á að vera hafið allan vafa, að framkvæmd kosninganna hafi ekki haft áhrif á úrslitin. Ef það er vafi á því að kosningaúrslitin hafi verið réttmæt, þá á að dæma lýðræðinu í hag, þ.e. að dæma kosninguna ólöglega.

Hins vegar var þetta atriði í sjálfu sér ekki ástæða ógildingarinnar, heldur var hún einfaldlega sú, að framkvæmdin var ekki samkvæmt lögum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 21:15

7 identicon

Eftir þennan dóm ber ég ekkert traust til Hæstaréttar.

Virðist vera að tenging LÍÚ beint inn í Sjálfstæðisflokk hafi bein áhrif á Hæstarétt.

Skemmtilegt.

Stríðið um auðlindir Íslands er á fullu og lýðræðið er bara fallbyssufóður.

Símon (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:35

8 identicon

sýkna lýðræðið ???????

Hvaða þvæla er þetta, það er einmitt verið að úrskurða í þágu lýðræðiðsins og einn af hornsteinum þess eru leynilegar kosningar.

stebbi (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:35

9 identicon

Hverning getur það verið í þágu lýðræðis að dómsvald dæmi lýðræðislegar kosningar ólögmætar vegna formgalla.

Hvort skiptir þig meira máli Stebbi. Lýðræði eða formið.

Formið vann í þetta skipti vegna þess að það þjónaði hagsmunum útvaldra.

Lýðræðið tapaði því að kosningar sem ég og 1/3 þjóðar tóku þátt í var dæmt ólöglegt vegna smá formgalla sem sökuðu engan.

Símon (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:44

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sókn er besta vörnin, takk fyrir þetta Símon.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2011 kl. 22:48

11 Smámynd: GAZZI11

"Getur einhver sannað það, að kosningin sé lögleg og að allt hafi farið heiðarlega fram."

Framkvæmdin er röng og kosningin er því ólögleg. Þú og aðrir geta galað um þetta en svona er þetta.

Það þarf bara að endurtaka kosninguna og gera þetta rétt.

Sorry þú ættir frekar að beina spjótum þínum að framkvæmdaraðilum, en ekki að þeim sem vilja að þetta sé gert rétt, og hafið yfir allan vafa þ.e stærsta lýðræðisskref sem stigið er á lýðveldistímanum ...

GAZZI11, 1.2.2011 kl. 22:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu ekki að vitna í sjálfan þig, máli þínu til stuðnings, með þessari tilvitnun GAZZI ?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2011 kl. 23:21

13 identicon

Gaman væri ef þú Gazzi gætir sannað það eða bend á einhverja kosningu í veröldinni sem sé með öllu lögleg og algerlega án neins formgallla.

En bendu mér á hæstarétt sem hefur ógild lýðræðiskosningar í öðru hálfsiðuðu samfélagi

Símon (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 00:11

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Símon, bentu á einhver stjórnvöld í vestrænu nútíma þjóðfélagi, sem hefur klúðrað kosningu svona herfilega og þessi hreina tæra vinstristjórn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 01:08

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það sannar ekki að það hafi ekki margsinnis gerst Gunnar án þess að hátt hafi farið, af þeirri ástæðu að dómsstólar viðkomandi ríkja héldu sig á sinni mottu og létu pólitík eiga sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2011 kl. 01:41

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta klúður er þegar orðið okkur að athlægi á alþjóta vettvangi. Svona klúðri væri e.t.v. hægt að halda leyndu í einræðisríkjum, en ekki í lýðræðisríkjum Vesturlanda.

Ekkert nálægt því þessu líkt, hefur gerst nema hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 02:33

17 identicon

Símon..

Vegna þess að kosningin var gölluð. þá er það auðvitað í þágu lýðræðisins að hún sé dæmd ógild. Ógildar kosnignar eru EKKI lýðræðislegar. það felst bara í orðanna hljóðan.

stebbi (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 09:10

18 identicon

Gunnar það hefur nú verið bent á þingkosningar í Þýskalandi þar sem gallar voru svo miklir að þeir stóðust ekki stjórnarskrá,  Ekki voru þær kosningar dæmdar ólöglegar.

 Og Stebbi þú þarft að gera upp við þig með hverjum þú stendur.

Ef allir formgallar verði til þess að lýðræði fái ekki fram að ganga þá hefur það hingað til kallast "lögregluríki"

Það er nákvæmlega ekkert sem hæstiréttur getur sagt til að verja sig nema að það sé svo mikið að gera hjá þeim.

Símon (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 10:44

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Símon, í hverju voru gallar þingkosninga í Þýskalndi, fólgnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 11:08

20 identicon

http://www.bverfg.de/entscheidungen/cs20080703_2bvc000107.html

Lestu bara sjálfur:)

 Sendu þetta svo á Hannes Hólmstein

Símon (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 14:11

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Gunnar...? Ekkert svar ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 19:39

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kann ekki þýsku

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband