Liggur fyrir blessun ritstjórans í Hádegismóum?

Vonandi hefur Bjarni tryggt sér blessun ritstjóra Moggans í málinu. Það væri síst til þess fallið að styrkja þegar ótrygga stöðu hans á formannsstóli, reki ritstjórinn þetta öfugt ofan í hann.


mbl.is Óánægja kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Klárlega nei Axel. Þess vegna leyfa þessir plebbar sér að rífa kjaft.

Þora varla ennþá á wc án þess að spyrja Davíð um leyfi.

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er að segja: Nöldurhirðin á blogginu.

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nöldurhirð, náhirð?  Réttnefnið er fjórflokkshirð!   Við kjósendur, bloggarar og tuðarar teljum okkur trú um að það sé einhver raunverulegur innbyrðis munur á fjórflokknum og því erum VIÐ miklu agressívari og dónalegri okkar á milli en nokkurn tíma  fjórflokksfulltrúarnir sín á milli, hvort sem er innan eða utan alþingis.  Minnir mig oft á ófarir foreldranna þegar börnin þeirra rífast og slást; það tekur börnin 5 mínútur að sættast en foreldrana hálfa ævina!

En nú hlýtur fljótlega að skýrast hvað er í gangi; er XD að fara í eina sæng með XS eða XV?

Kolbrún Hilmars, 2.2.2011 kl. 20:16

4 identicon

Í hvaða veröld lifir þú Hilmar? Icesave er skuld Björgólfs Thors og Kjartans Gunnarssonar.

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/kjartan-maettur-a-landsfund

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:26

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Komon Kolbrún. Auðvitað er himinn og haf á milli viðhorfa hægri og vinstri flokkanna í grunvalla málum.

XD að fara í eina sæng með SF eða VG finnst þér það nú í alvöru líklegt ?

Fyrir nú utan, ekkert er líklegra en að XD sé að klofna..

Láttu mig endilega vita ef þú veist um eitthvað betra stjórnkerfi en flokkana, og slepptu þessu með persónukjörið, þó að vissulega væri jákvætt að geta þrengt valkostina í kosningum.

Persónukjör eitt og sér myndi smátt og smátt mynda flokkakerfi á bak við sig

þannig að ekki myndi líða á löngu þar til við sætum uppi með sama kerfi og nú er.

Eitthvað annað ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 20:30

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Elín : Og hver er í ábyrgð fyrir því ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 20:31

7 identicon

Ef svo fer sem horfir - þeir sem ekki komast héðan.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:46

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ríkisábyrgð sem sagt. Kanntu leið til undankomu aðra en að flýja land ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 20:51

9 identicon

Við verðum aldrei samferða Hilmar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:59

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Var ekkert sérstaklega að falast eftir því að fá að verða þér samferða Elín, eða hvað áttu annars við ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 21:02

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, það eru nú ekki nema rétt ríflega 2 ár síðan XD og XS voru bestu vinir. XD og XV saman væri vissulega frumlegri hugmynd - fyrrnefnda blandan reyndist illa, vægast sagt!

En það er langt síðan ég hætti að draga taum eins flokks á kostnað annars. Læt mér nægja að gagnrýna það sem ég er ósammála og hæla því sem vel er gert. Reyndar er orðið allt of langt síðan eitthvað hólsvert tækifæri hefur gefist. Líklega ekki síðan XD og XS settu neyðarlögin...

Kolbrún Hilmars, 2.2.2011 kl. 21:05

12 identicon

Það sést langar leiðir á þessum "manni", að hann er ekki maður, heldur bara lítill drengur, sem hefur með góðri leiðsögn og í krafti einhvers annars en sjálfs síns komist þangað sem hann er. Það er sorglegt að einhver hefur greinilega sleppt af honum hendinni, eða litli drengurinn heldur virkilega hann að hann sé orðinn fullorðinn, því nú rasar hann um ráð fram í stjórnleysi og tekur heimskulegar og óupplýstar ákvarðanir eins og óupplýstur skrýll.

Þetta er sorglegt Bjarni minn. Þeir sem halda of fljótt þeir séu orðnir eitthvað sem þeir eru ekki, þeir verða aldrei það sem þeir vilja verða. Og nú ert þú dæmdur til að vera alltaf lítill drengur, nema þú látir af þessari heimskulegu og and-mannúðlegu ákvörðun þinni. Afríka er að deyja út af þjóðarskuldum! Þú ert orðinn samábyrgur gömlu nýlendunum og hefur brugðist deyjandi börnum! Icesave var ætlað að verða fordæmisgefandi máli sem myndi leiða Afríku út úr skuldum sínum líka. Þið hafið svikið allt mannkynið. Ég kýs ykkur ekki meir. Guð blessi Afríku!

Bæ bæ Sjálfstæðisflokkur! (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:54

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég spái því að spurningu blogghöfundar verði svarað í leiðara málgagnsins á morgun...

Haraldur Rafn Ingvason, 2.2.2011 kl. 23:51

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já trúlega geta margir varla beðið næsta eintaks af "Orði Davíðs". Ég yrði ekki hissa þótt þar yrði hreinlega "boðað" til neyðaraukalandsfundar flokksins til svo hægt verði að framkvæma bráða hundahreinsun á forystuliði flokksins. 

Ætli ritstjórinn geti fengið sig lausann af Mogganum fyrirvara lítið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.2.2011 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband