Nýjar stjórnlagaþingkosningar fást þá nánast frítt!

Það er sjálfgefið að kjósa aftur til stjórnlagaþingsins, jafnhliða kosningunni um Icesave. Þá fást þær kosningar nánast frítt og það ætti að gleðja þá sem töldu fjármunum illa varið í kosningar um „slíkt fánýti“.

Þá er bara að vanda til verka, rasa ekki um ráð fram og framkvæma báðar kosningarnar rétt og óaðfinnanlega og taka þann tíma í þetta sem þarf svo ekki komi aftur til inngrips pólitíkusana í Hæstarétti.

Eðlilegast er að kosið verði aftur á milli þeirra 522 voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningunum. Framboðin sem slík voru ekki ógild aðeins framkvæmd kosninganna sjálfra.  Einfalda þarf þó kosninguna, nóg er að þrjú til fjögur nöfn, eða númer, verði rituð á hvern kjörseðil, því það er í raun aðeins efsta nafnið sem atkvæðið fær. Nöfnin sem á eftir koma hafa lítið eða ekkert vægi og því minna sem neðar dregur.

Þetta fyrirkomulag gæti, þó ekki væri annað, örvað þátttöku í stjórnlagaþingkosningunum, því ekki þarf að efa að kosningaþátttakan í Icesave verður örugglega með því sem best gerist. 


mbl.is Tvöfaldar kosningar hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvers vegna að halda stjórnlagaþing? Sláum þá vitleysu af og setjum það fé frekar í heilbrigðiskerfið.

Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband