Keyptar og falsaðar skoðanakannanir

Ofur- og guðsóttabloggari nokkur fer mikinn í baráttu sinni fyrir sínum hugðarefnum og sparar ekki „óvönduðum“ kveðjurnar og skeytin.  Skoðanakannanir eru honum sérstaklega hugleiknar. Ýmist eru þær guðs eini sannleikur vandaðra manna eða lygi og blekkingar andskotans og þá keyptar af syndugum satans lýð.

Nýleg Gallup könnun um afstöðu fólks til Icesave-samningsins þar sem 63 % segjast ætla að styðja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni var að mati guðsóttabloggarans borguð og lítt marktæk.

Capasent könnun - sama fyrirtækis -um aftöðu fólks til ESB aðildar þar sem 50,5% segjast andvígir aðild að ESB er hinsvegar að mati guðsóttabloggarans hvorki keypt eða gerð fyrir óvandaða aðila og giska marktæk. Hér er skoðanakönnunarfyrirtækið í góðu lagi sem hann hafði deginum áður sakað um múturþægni fyrir „rétta“ könnun.

Til sönnunar um rangfærslur eða sannindi kannana vísar guðsótta- og ofurbloggarinn ýmist í eigin bloggfærslur eða skoðanakannanir útvarps Sögu og innhringi þætti á þeirri stöð þar sem hatursáróður allskonar er ræktaður í áður óþekktum stærðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kvitta.

Björn Birgisson, 11.3.2011 kl. 22:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband