Neyðarleg samkennd

Samstaða og samhugur þjóða heims virðist ekki vera neitt vandamál ef á reynir og auðveldlega má setja til hliðar ríg og kíf þjóða á milli, sé þörfin brýn.  Það er yndislegt að horfa upp á slíka samstöðu í sinni bestu mynd og hvers hún er megnug.

En hart er til þess að hugsa að til þess að kalla fram slíka samstöðu þjóða heims, virðist þurfa til slíkar hörmungar og riðu yfir Japan.  Þegar frá líður og um hægist þá hverfa allir aftur til síns heima, skríða ofan í skotgrafirnar og taka aftur upp gömlu sérhagsmunagæsluna og bíða eftir næsta tækifæri til að sýna hve góðir karlar þeir geta verið á neyðarstund.

  


mbl.is Björgunarlið streyma til Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.