Kalla landtökur Ísraela og mannfyrirlitning ekki á loftferðabann yfir Ísrael?

Ég skrifaði í  pistil í gær  að margt líkt væri með því sem væri að gerast í Líbýu og Palestínu, en viðbrögð heimsins við þessu tvennu eru samt giska ólík. Heimurinn hefur látið vandamál Palestínu reka á reiðanum í áratugi, en er tilbúinn að grípa nær strax í taumana í Líbýu.

Ástæðan er augljós, Palestínumenn hafa enga olíulindir til að laða að sér samúð og samkennd heimsins á því ranglæti sem þeir beittir þegar þeir eru hægt og bítandi eru rændir landi sínu og það lagt undir Stór-Ísrael.

Bandaríkin hljóta, sem helsta baráttuland fyrir frelsi, mannréttindum og jafnrétti í heiminum, að beita sér, í ljósi framferðis Ísraelsstjórnar, fyrir því að samskonar loftferðabann verði sett yfir Ísrael og Líbýu.

Nema auðvitað, þegar olían er frátalin, að augljós munur sé á mannfyrirlitningu ríkisstjórnar Ísraels og Gaddafi Líbýueiganda eða líf Palestínumanna sé léttvægara talið en bræðra þeirra í Líbýu.


mbl.is Ísraelar leyfa nýjar framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband