Lýðsskrum og gjammandi smáhundar

Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nái  ekki meirihluta á Alþingi samkvæmt þessari könnun. Það sem kemur á óvart er að Icesace virðist ekki hafa teljandi áhrif á fylgi flokkana.

Afstöðu stjórnarflokkana til Icesave þarf ekki að útskýra.

Sjallarnir ólmuðust hvað þeir gátu gegn Icesave, en 11 þingmenn  þeirra studdu það að lokum og mæla með samþykkt þess, en 75% kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja ekki Icesave,  sú afstaða virðist ekki skila sér ekki í þessari könnun.

Allir smáhundar Framsóknar hafa gjammað hvað þeir geta gegn Icesave og njóta þess einungis með minnkandi fylgi. Útþurrkun af þingi eru verðlaun Hreyfingarinnar fyrir hennar baráttu.

Athyglisvert er í ljósi gagnrýni á fjórflokkinn undanfarið að ekki skuli koma fram í þessari könnun fylgi við önnur eða ný framboð.

Í ljósi allra þeirra erfiðu og óvinsælu aðgerða sem ríkisstjórnin hefur þurft að beita sér fyrir síðustu tvö ár er fylgi hennar með ólíkindum mikið. Það er undrunarefni að stjórnarandstaðan skuli ekki ríða feitari hesti frá þessari könnun, því aldrei í sögunni hefur verið jafn auðvelt að vera í stjórnarandstöðu á Íslandi.

Könnunin segir okkur að innihaldslaust lýðsskrum gangi illa í landann og því hlýtur Framsókn að leggjast undir feld með útkomuna og hugsa sinn gang.  

„Ég verð að segja það!“


mbl.is Fylgi eykst við Sjálfstæðisflokk og VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband