Hannaðar niðurstöður

Skoðanakönnun á Facebook, Útvarpi Sögu og öðrum miðlum sem setja fram skoðanakannanir þar sem þátttakendur taka sjálfir ákvörðun um þátttöku í viðkomandi könnun eru fráleitt marktækar kannanir. 

Morgunblaðið á að skammast sín fyrir að setja svona „könnun“ fram sem einhvern sannleik, slíkt er  ekkert annað en ósvífinn og svartur áróður, ef ekki beinlínis fölsun á staðreyndum.

Svo ekkert fari á milli mála, þá vil ég taka það fram að ég mun segja Nei á morgun, en ég get samt ekki sætt mig við slík vinnubrögð, þar sem menn láta tilganginn helga meðulin í lágkúrulegum áróðrinum.

Þeir sem kalla á heiðarleg vinnubrögð verða að gera betur en þetta.

   


mbl.is 72% segja nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við verðum að taka þessu sem slíku og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur, góða helgi.

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Óskar, hvernig eiga skoðanakannannir að vera, og ég vitna í þig: "þátttakendur taka sjálfir ákvörðun um þátttöku í viðkomandi könnun"

Taka ekki allir ákvörðun sjálfir um og hvort þeir taki þátt í skoðannakönnunum og hverju þeir svara? Eiga einhverjir aðrir að taka ákvörðun fyrir þá??

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara kæri vin. 

Guðmundur Júlíusson, 8.4.2011 kl. 23:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðmundur minn, ertu í glasi vinur? Hvaða Óskar ertu að tala um?

Það er ólíku saman að jafna hvort þú ferð inn á heimasíðu hjá einhverjum fjölmiðli eins og t.d. Útvarpi Sögu sem er alltaf með spurningu dagsins og svarar henni þar eða hvort þú lendir í slembiúrtaki úr þjóðskrá og hringt er í þig.

Í báðum tilvikum ræður þú auðvitað hvort þú svarar og hverju þú svarar. En það er ekki tilviljun og slembilukka sem ræður því á Útvarpi Sögu hverjir svara, eða heldur þú það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrigefðu Axel minn, var úti að aka, meinti ekkert annað en "Axel" var að blogga áður til eins Óskars  sorrý

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2011 kl. 00:29

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þetta er hárrétt hjá þér, Axel. Mogginn hefði átt að sjá sóma sinn í því að gera vandaða skoðanakönnun svona a la DV í gamla daga á meðan það var marktækt blað. Það er skortur á slíkum vinnubrögðum í dag. Skoðanakönnun þar sem spurningin liggur fyrir og þátttakendur koma og svara að eigin frumkvæði eru algjörlega marklausar. Frægasta dæmið um marklausa skoðanakönnun er upphafið að Gallup. Þeir sem vita eitthvað um Gallup (manninn) þekkja þá sögu, en hún verður ekki sögð hér. Gúgglið bara!

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.4.2011 kl. 01:31

6 identicon

Þú ert "hannaður" sjálfur væni minn. Löngu búinn að taka úr þér heilan og sturta honum niður í klósettið og setja í staðinn forrit frá Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrími, og gengur nú um sem heilaþvegið vélmenni sem getur ekki hugsað þínar eigin hugsanir, né talað þín eigin orð...upp úr þínum munni kemur aldrei neitt framar en "Sieg heil Steingrímur! Amen Jóhanna!" Sorglegt. Það er ekkert skárra að vera í Samfylkingar sértrúarsöfnuðinum en neinum öðrum...né virðulegra......mannapar verða aldrei virðulegir, aðeins menn. Einu sinni varstu lítið barn með sjálfstæða hugsun og lifandi ímyndunarafl. Nú ertu nokkurs konar uppvakningur. Þú mátt þó eiga það að vera nokkuð vel taminn api og ágætlega talandi páfagaukur. Ég vona þó þú finnir sjálfan þig og þann part af þér sem þú hentir fyrst alls á haugana endur fyrir löngu...samvisku þína.

Think Boy! (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 05:49

7 identicon

Sorrý...þetta átt þú nú ekki skilið! Er í vondu skapi og ruglaðist á þínu bloggi og öðru og var að tala við annan mann. Afsakið innilega.

Think ! (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 05:54

8 Smámynd: ThoR-E

Það er ekki farandi inn á mbl.is þessa dagana. Hræðsluáróður, ýkjur og frasar í þessu icesave máli.

ThoR-E, 9.4.2011 kl. 09:30

9 identicon

Þetta er reyndar það sem er kallað marktækt úrtak í könnun. Mjög marktækt þar sem er komið hátt í 6000 svör frá fólki af öllum aldri sem er á facebook, kannski meira af unga fólkinu.

Ljótt þykir mér að hjóla í einfalda skoðanakönnun sem býður einfalda kosti. Enginn sem neyðir þig þar til að ýta á neinn kost í þessari könnun.

Held að niðurstöður kosninganna verði ekki langt frá þessari könnun kannski 60% nei hlutfall sem betur fer.

Frekar læt ég hengja mig eftir dómsmeðferð og vita að ég sé sekur en að kvitta undir og taka á mig ábyrgð annara og hengja mig fyrir þá sem ekki þurfa að hengja sig

Viktor Alex Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 18:39

10 identicon

Ótrúlega ófagleg vinnubrögð skeinipappírsins í Hádegismóum.

Allt fyrir málstaðinn og þá sem kosta baráttuna.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.