Hvað skal við þennan vandræðamann gjöra? Frammi fyrir þeim vanda stendur verkalýðshreyfingin.

Enn og aftur kemur Gylfi Arnbjörnsson, þessi maður  sem verkalýðshreyfingin af einhverjum óskiljanlegum ástæðum valdi  sem sinn helsta forsvarsmann, og verður sér og umbjóðendum sínum til skammar.

Þessari undarlegu tilraun verkalýðshreyfingarinnar að leiða hagfræðinga til æðstu valda í hreyfingunni hefur mistekist og hlýtur að teljast vera fullreynd.

Æðstu foringja sína á verklýðshreyfingin að sækja í sínar eigin raðir en ekki inn í hagfræðideild Háskólans.

Ég tel framtíðarleiðtoga verkalýðshreyfingarinnar vera Aðalstein Baldursson á Húsavík, því fyrr sem því verður til leiðar komið, því betra.

  


mbl.is „Verðum að byrja upp á nýtt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Það þarf að fá annan Gvend Jaka fram á sjónarsviðið - mæli með manninum frá Akranesi..............

Eyþór Örn Óskarsson, 10.4.2011 kl. 00:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef áður sagt að tvö verkalýðsfélög á landinu hafi  staðið upp í hárinu á ASÍ klíkunni í hagsmunagæslu fyrir sína umbjóðendur, félagið á Akranesi og Húsavík. Ég hef haft kynni af Aðalsteini og treysti honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2011 kl. 01:20

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir með Eyþóri. Akurnesingnum er treystandi. Sá maður þekkir stritið af eigin reynslu.

 Þekki ekki til reynslu Húsavíkur-náungans til að geta tjáð mig um hann.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2011 kl. 03:04

4 identicon

Akranes gaurinn er flottur í dæmið. Hefur sannað það í gegnum árin.

TEk þín orð fyrir Húsavíkur náungans líka. Það þarf fólk sem elskar að berjast

fyrir réttlæti. En klíkurnar ríghalda í stjórnarstólana í öllum valdastofnunum á landinu.

Már (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 03:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar fólk talar um Húsavíkur náungann eða Akranes gaurinn sem þá aðila sem það er tilbúið að leggja allt sitt traust á, hvort  er mér eða þeim að förlast í notkun íslenskrar tungu?

Vonandi mér, segi ég!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2011 kl. 03:28

6 identicon

tungan er kanski ekki allt, þeir hafa verið sleipir á alþ, það er samstæða sem vantar og góðan foringja ekki peninga gráðuga ligara.

gisli (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.