Er einstefnuloki á „jafnréttinu“?

Er ekki Femínistafélagið sjálft,  hvað mest á skjön við jafnrétti kynjanna, með kröfu sinni um klárt misrétti kynjanna og kalla það svo jákvæða mismunum. Verður mismunun eitthvað annað en mismunun, þótt hún sé klædd í sparifötin.

Það virðist skoðun Femínistafélagsins að hafi kona á annað borð tekið að sér starf eða embætti , megi karl undir engum kringumstæðum leysa hana af eða taka við hennar hlutverki.  


mbl.is Á skjön við jafnréttisstefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta rugl er með ólíkindum. Maður skildi ætla að hlutir geti breyst töluvert á þeim tíma sem Guðfríður hefur verið frá, og að heppilegra sé að einhver af þeim sökum sem betri yfirsýn taki við. Það er ekki eins og verið sé að reka hana úr þingflokknum.

Maður er um það bil að fá upp í kok af þessu rugli Guðfríðar, Lilju Mós, Ásmundar og Ögmundar. Fattar þetta fólk ekki að það er annað og mikilvægara í gangi en að finna fyrstu og ómerkilegustu ástæðu til þess að leyfa sér að flippa undan álagi.

Vissulega er þetta stjórn sem starfa þarf undir erfiðustu aðstæðum frá lýðveldisstofnun, og skítmennska forsetanns hjálpar ekki til, en drottinn minn.. Þetta fólk getur drullað sér í burt við næstu kosningar, en þangað til skal það lufsast til þess að vinna saman í stað þess að splundra.

Við þurfum ekki á því að halda nú..

hilmar jónsson, 12.4.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Reyndar er Lilja Mós, hin bitra góðu heilli farin og sakna hennar fáir.

hilmar jónsson, 12.4.2011 kl. 00:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, hefði þetta fjaðrafok orðið ef þessi þingflokkformannaskipti hefðu orðið í stjórnarandstöðuflokkunum? Nei örugglega ekki. Stjórnarandstaðan blæs þetta upp undir þungum taktslætti haturshjúanna á Útvarpi Sögu.

Svo koma fréttasnáparnir til Guðfríðar, Ásmundar, Lilju, Atla, eða hvað þetta lið heitir alltsaman. Sömu viðbrögðin allstaðar.

-Ha, er ég í mynd núna? Ha, jú auðvitað er þetta alveg ótækt!- Var þetta nógu gott hjá mér? Ok, fínt!

Og púkinn á fjósbitanum fitnar og fitnar og ......glottir við tönn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Sorglegt en rétt....

hilmar jónsson, 12.4.2011 kl. 00:40

5 identicon

Auðvitað má gagnrýna VG fyrir að framfylgja ekki stefnu flokksins á sama hátt og gagnrýna má Eimreiðarafæturnar fyrir að framfyljga ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.