Ræningja mafían forherðist

Ræningjagengi SA hefur enn og aftur, grímulaust afhjúpað sitt eðli og tilgang. Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum SA – Samtökum arðræningja- og ASÍ,  eftir að þeir síðastnefndu höfnuðu því alfarið að vera aðilar að stríðsyfirlýsingu SA á hendur ríkisstjórninni um sjávarútvegsmálin.

Yfirlýsingin undarlega, sem var gefin í gær og aftur í dag,  að undir samninga yrði skrifað í dag, var beinlínis hlægileg. Þeir sem þekkja til samningamála vita að útilokað er að ákveða fyrir fram hvenær samningar náist.

En vilji –Samtök arðræningjanna- stríð þá verður því fagnað af stjórnarliðum. Því ef eitthvað getur orðið til þess að þjappa veiku stjórnarliðinu saman og þjóðinni að baki hennar, þá er það óforskömmuð krafa LÍÚ mafíunnar um óskorað og óverðskuldað eignarhald þeirra á helstu auðlind Íslensku þjóðarinnar.

Stríðsyfirlýsing SA er ekki á hendur ríkisstjórninni, hún er á hendur þjóðinni, en þeir sjá það ekki fyrir græðginni og hrokanum.

Ég neyðist til að gefa Gylfa prik, þó mér sé bölvanlega við það.


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrir hvað fær hann prikið Axel?

Guðmundur Júlíusson, 16.4.2011 kl. 01:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir að labba út, Guðmundur.

Ef helv....labbaði endanlega út úr lífi launafólks fengi hann fullt hús prika frá mér.

En það er víst lítil von til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.4.2011 kl. 01:30

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, einmitt !

Guðmundur Júlíusson, 16.4.2011 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.