Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er Ólafur ekki búinn að undirrita lögin?
21.4.2011 | 15:37
Hægt gengur þessi undirskriftasöfnun gegn fjölmiðlalögunum eðlilega, enda málið rýrt, lítið og léttvægt. Undirskrifta söfnun þessi snýst aðallega um þá staðreynd að útvarpsstjóra Útvarps Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur, finnst það ósvífni að hún, sem eigandi og stjórnandi útvarpstöðvar, eigi samkvæmt lögunum að bera ábyrgð á því efni sem sent er út á stöðinni. (Hennar eigin orð!)
Fáir, ef nokkrir, hafa andskotast af meiri ákefð gegn ESB og EES en einmitt Útvarp Saga. Þar er engu tækifæri úr hendi sleppt að ausa öllum tiltækum óþverra í þágu málstaðarins og tilgangurinn látinn helga meðulin.
Það er því býsna broslegt, svo ekki sé meira sagt, að "aðal röksemdin" gegn lögunum, eins og segir í textanum á fjölmiðlalög.is, sé að þau brjóti gegn EES samningnum!
Við skulum vona að við berum gæfu til þess að loka ekki þeim glugga, sem forsetinn opnaði með því að virkja 26.gr. stjórnarskrárinnar, með því að fara í tíma og ótíma af stað með undirskriftasöfnun um jafn ómerkilegt mál og þetta.
3.700 undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 1027595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Samkvæmt tilkynningu í Stjórnartíðindum undirritaði forsetinn þessi lög um fjölmiðla í fyrradag, fimm dögum eftir samþykki Alþingis. Til samanburðar voru IceSave lögin send með hraðsendli til undirritunar innan klukkutíma frá því að þau voru samþykkt á Alþingi. "Flóttin mikli" hefur það verið kallað.
En er það broslegt að minna á að virða skuli lög og gerða samninga? Ein stærsta röksemdin gegn ríkisábyrgð á IceSave var að hún hefði brotið gegn EES-samningnum. Hefði það verið fullframið var fólk bíðandi í röðum eftir að kæra brotið og senda málið dómstólaleiðina, en með stuðningi 60% þjóðarinnar tókst að forðast þessa gildru.
Vonandi er ekki verið að álpast í nýja gildru með fjölmiðlalögum.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2011 kl. 16:13
Takk fyrir þetta innlegg Guðmundur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2011 kl. 16:19
Þar sem undirskriftasöfnunin er enn í gangi, þrátt fyrir að forsetinn hafi skrifað undir þau 20. apríl og ekki ólíklegt að söfnunin standi fram yfir páska úr því sem komið er. Það verður fróðlegt að sjá hvort aðstandendaendur söfnuninnar birti fjöldann sem þá verður uppi sem lokatölu eða töluna eins og hún var þegar forsetinn skrifaði undir. Söfnun undirskrifta eftir undirskrift forsetans er marklaus og beinlínis fölsun.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2011 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.