Er það brot á sæmdarrétti höfunda að merkja sér bækur?

Ef ég kaupi þessa bók, eða einhverjar aðrar, má ég þá ekki fara með þær sem mér best líkar.

Ég kannast ekki við að kvaðir hafi fylgt bókum fram að þessu, hvernig með þær skuli farið þannig að  andlegri velferð höfunda verði ekki raskað né sæmdarréttur þeirra fótum troðin.

Ég hef merkt mér allar þær bækur sem  í mína eigu hafa komið, ég velti því fyrir mér núna, hvort til þess þurfi leyfi höfundar, því bókinni hefur óneytanlega verið breytt!

Litlar hendur með blýant fóru höndum um bók eina í minni eigu fyrir margt löngu, allmargar síður voru umritaðar og textanum breytt og við hann bætt. Sem betur fer barst höfundinum  ekki þetta „níðingsverk“ barnshandanna til eyrna, það er aldrei að vita hvaða áhrif það hefði getað haft á viðkvæma listamannssálina.


mbl.is Segir níðingsverk hafa verið unnið á bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Má ég brenna bók sem ég á og sýna öskuhrúguna á sýningu án þessa að vera kærður?

Það sem viðkomandi gjörningamaður á sennilega við með þessu brasi, er að öll matvæli eiga uppruna sinn í plöntum hverskonar, er það ekki málið?

Allavega komst ég að því þegar ég fór að lesa flóruna að þá eru margar plöntutegundir með nafni einhverrar fæðu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.4.2011 kl. 21:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar stórt er spurt Þorsteinn verður oft fátt um svör!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2011 kl. 22:08

3 identicon

Það er mikill munur á því að merkja bók með nafninu sínu eða taka virt leyfi ég mér að kalla stórvirki, ata það matarleifum og sýna á listsýningu.

Þú ert vætnanlega ekki að halda sýningu á merkingu þinni í bókinni.

Eina merkingin sem kemur mér í hug með þessu verki er að gera lítið úr einhverju sem aðrir hafa miklar mætur á.

Sólveig (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 22:17

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það hefði verið hægt að leggja 1 sterlingspund á síðurnar þar sem Peningagras og Lokasjóður voru til að minna á að Icesave væri lokið af okkar hálfu með atkvæðagreiðslu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.4.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Höfundarréttur er furðulegt fyrirbrigði. Ég hef t.d. smíðað innréttingar frá grunni og hannað sjálfur án þess að vera tryggður höfundarréttur að lögum. En ef arkitekt hefði teiknað sömu innréttingar væru þær varðar höfundarrétti úti yfir gröf og dauða til helvítis og til baka aftur. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2011 kl. 22:48

6 identicon

Var það ekki hérna um árið að húseigandi hér við Skerjafjörðin í Reykjavík mátti ekki gera smá endurbætur á gömlu húsi vegna höfundarréttar arkitektsins, sem var látinn.  Hins vegar mátti húseigandinn rífa húsið, höfundarrétturinn náði víst ekki yfir það.  Þetta endaði víst þannig að húseigandinn lét rífa húsið og byggja nýtt enda hafði sá vel efni á því.

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 15:52

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öldungis rétt Jóhannes! Eigandi hússins vildi breyta þakinu, ef ég man rétt, vegna viðvarandi leka vandamála. Erfingjar arkitektsins, neituðu húseigandanum um leyfi til að breyta hugverki föðurins. En höfðu ekki vald til að meina eigandanum að fjarlægja húsið, sem hann gerði. Þar fór hugverk "pabba" fyrir lítið.

Höfundarréttur fellur ekki niður fyrr en 70 árum eftir lát höfundar. Höfundarréttur kemur ekki til skipta í skilnaði og hann er ekki aðfararhæfur eins og aðrar eignir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband