Iðrast ekki verkalýðurinn núna, sem kaus gunguna Gylfa yfir sig?

Eftir hverju eru menn að bíða hjá ASÍ með aðgerðir, er eitthvað sem bíður sér til batnaðar í þessum bjána sirkus?  Ef menn eru að bíða þar eftir því að jólin verði framvegis í júlí, er það eflaust tímasóun.

Það eru ekkert annað en verkfallsaðgerðir, og það strax, sem duga á þetta bölvaða SA pakk.  Þeir komu vísvitandi fram með kröfur sem viðsemjendur þeirra geta á engan hátt orðið við eða kemur þeim yfir höfuð við.

Hvað ætli aðal asna höfuðið hjá  ASÍ, þurfi langan tíma til að velta því fyrir sér, komi SA með þá kröfu að samningar geti aðeins tekist ef ríkisstjórnin snúi bakhlið tunglsins að Jörðu? Ætli hann þurfi dag, viku eða eina Gylfa ævi?

En Gylfi er ekki mesti bjáninn í þessu dæmi, það eru þeir sem kusu hann yfir sig og verkalýðinn í þessu landi.

Þeirra skömm mun uppi meðan land byggist!


mbl.is Undirbúa verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.