Enn og aftur á að hengja boðbera „válegra“ tíðinda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir geta kannski lítið að því gert hvernig þær eru „af guði“ gerðar, en af hverju á Þráinn Bertelsson að biðjast afsökunar á því?

Sagði Þráinn nokkuð annað en það sem flestir hafa hugsað fram að þessu?

Það er svo álitamál hvort það breyti nokkru þó Þingvallanefndin sem slík verði í klakaböndum einhverja hríð. Þingvellir voru á sínum stað fyrir tíma þessarar snobbnefndar og verða það eflaust áfram löngu efir að nefndin verður öllum gleymd og grafin.

 

mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvað veldur því að fólk grípi til svona orða eins og Þráinn gerði....

Ekkert annað en vanmáttur og vanþroski...

Hann situr í Ríkisstjórn  og á að gæta orða sinna sem fyrirmynd út í Þjóðfélagið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 08:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér vitanlega Ingibjörg, hefur Þráinn Bertelsson hvergi setið í ríkisstjórn, hvorki hér á landi eða annarsstaðar. Það er ekkert nýtt að stóryrði séu notuð í pólitískum hita hér á landi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 09:19

3 identicon

"Sagði Þráinn nokkuð annað en það sem flestir hafa hugsað fram að þessu?"

Ég myndi ekki flíka því að ef ég væri með sömu sýn og Þráinn Bertelsson á menn og málefni. En þegar menn ganga ekki alveg heilir til skógar hvað varðar eigið ágæti og skoðanir, fá þeir oft þá rangsýn að allir séu sammála þeim.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 10:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú telur það sem sagt merki þess Sveinn, að Þráinn gangi ekki heill til skógar að hann telji að Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans ættu að biðja þjóðina afsökunar á sínum gjörðum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 10:21

5 identicon

Eitt af því sem er að á íslandi og víða um heim er að fólk má ekki segja hlutina eins og þeir eru... Td Þráinn er fáviti... við vitum öll að þetta er satt, en það má ekki segja það... Þorgerður Katrín & karlinn hennar eru gjörspilt, afætur á íslensku samfélagi.. aular.. þá má ekki segja þetta.. en ég geri það samt;

Rétttrúnaður getur bara endað með ósköpum, stöðnun og fáránleika.

Farið bæði heim, Þráinn og Þorgerður; Plís ekki vera að bögga okkur... farið og böggið hvort annað

doctore (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:19

6 identicon

Það finnst mér nú ekki aðaleinkennið, það skaðar engann að biðjast afsökunar, finni menn til sektar og má hann hafa sína skoðun á því.

Hitt finnst mér benda til andlegs ójafnvægis að kalla samverkafólk sitt fasista og íhaldspakk eða beljur og ekki sæmandi fólki sem á að halda höfðinu köldu við störf á Alþingi Íslendinga, sama hvar í flokki það stendur.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:29

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur þú eitthvað meira fyrir þér í því Sveinn að Þráinn sé sjúkur, en hann hefur fyrir sér varðandi umrædd ummæli?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 11:37

8 identicon

Ég hef nú ekki lýst þeirri skoðun að ÞB sé "sjúkur maður" öllu frekar tel ég að hann sé ekki í andlegu jafnvægi ef tekið er mið af reiðiköstum og sleggjudómum um fólk á Alþingi. það er ýfirsnúningur á mótornum hjá honum svo ég noti tæknimál.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 12:38

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Og hvers eiga blessaðar beljurnar að gjalda, að vera líkt við svona fólk,,,,,,,

saklaus DÝRINN ?????????

Sigurður Helgason, 9.5.2011 kl. 13:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þráinn ætti kannski að biðja kýrnar afsökunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 13:25

11 Smámynd: Sigurður Helgason

Það myndi ég gera ef ég væri hann

Sigurður Helgason, 9.5.2011 kl. 13:42

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er búinn að biðja kýrnar afsökunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 14:42

13 Smámynd: Pétur Harðarson

Þráinn þarf að fara að ákveða sig. Ætlar hann að mjólka ríkiskassann sem útbrunninn rithöfundur eða vita gagnslaus alþingismaður? Ef Þráinn Bertels er óskabarn þessa "Nýja Íslands" sem átti að koma út úr búsáhalda"byltingunni" þá erum við öll í vondum málum. Við hljótum að gera þá einföldu kröfu að einstaklingur sem þiggur bæði laun sem listamaður og alþingismaður geti komið með eitthvað frumlegra en fasistapakk og íhaldsbeljur. Þetta er fyrir neðan hans virðingu og þá er mikið sagt.

Pétur Harðarson, 9.5.2011 kl. 14:56

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Þráinn telji sig ekki hafa verið frumlegan í þessu máli, heldur þvert á móti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 15:18

15 identicon

Ég saknaði þess þegar Þráinn flutti og hætti að koma í sund þar sem ég var að vinna. Hann var skemmtilegur í viðkynningu. Hann var lunkinn að gera  grínmyndir. Nú ætti hann að snúa sér að því að gera nýjan farsa um starfið á Alþingi ef til vill dýralísmynd

Olgeir Engilb. (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 18:25

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér hefur alltaf fundist Þráinn skemmtilegur Olgeir, en hann hefur samt að hluta til brugðist vonum mínum.

En langt í frá jafn illa og konurnar sem nú krefja hann um afsökunarbeiðni og hafa sjálfar látið undir höfuð leggjast að biðja þjóðina afsökunar á sínum þætti í ástandinu.

Önnur þeirra taldi m.a.s. eðlilegt að senda persónulegu skuldir þeirra hjóna, sem stofnað var til vegna þeirra eigin græðgi, til þjóðarinnar til greiðslu.

Hún var tilbúin að taka við gróðanum kindin sú arna, en tapið skal þjóðnýta.

Svo gerir rýjan þá kröfu að henni sé sýnd virðing!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 21:01

17 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fyrirgefðu mér Axel situr á Alþingi er það... En það breytir því ekki að hann lét orð frá sér sem áttu ekkert heima í málefnum Þingvallanefndar...

Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að hann er fastur í skotgröf þess sem gerðist og þar af leiðandi ekki með hugann við það málefni sem ætti að vera, störf Þingvallanefndar. Að hann skuli haga sér svona er honum til skammar, en það er það sem mér finnst....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 23:52

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, Þráinn sagði þetta eftir fund nefndarinnar og það kom þeim fundi í sjálfu sér ekkert við. Það er skilmerkilega sagt frá þessu í fréttinni, en auðvitað last þú hana ekki áður en þú stökkst af stað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2011 kl. 01:02

19 identicon

Ég sé ekki vandamálið með að segja að þessi eða hann sé spillingar eitthvað, íhaldsbelja and whatnot
Td er mbl með reglur sem segja að ef einhver hefur einhverntíman sagt eitthvað ljótt um einhvern, þá mega allir segja samskonar ljótt um viðkomandi; ...
Eins og JVJ kallaði Steingrím J gungu og druslu.. á sama tíma var ég rekin af blogginu hér fyrir að segja að miðill væri geðveik eða glæpamanneskja, eða bæði.
JVJ fékk að halda áfram að blogga vegna þess að Steingrímur sagði þetta fyrst, mér var hent út vegna þess að miðilinn ógurlegi hafði víst ekki sagt neinn vera geðveikan eða glæpamann :)

Þorgerður er spillingarbelja.. það fóru ógurlegar upphæðir í hana og karlinn hennar... upphæðir sem myndu duga fyrir tannlækningum allra barna á íslandi í ... hvað áratug eða meira
Segjum hlutina eins og þeir eru: Þorgerður er spillingarbelja, Þráinn er fáviti.. alþingishúsið er fáfræðishæði með spillingar ívafi.

doctore (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 09:20

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Axel. Þessi ummæli voru ekki viðhöfð á fundinum og það breytir allnokkru..

hilmar jónsson, 10.5.2011 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband