Hér segir af kvígum og fleira fólki.

Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Þingvallanefndar- og þingmanns eru hún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mjög ósáttar með vinnubrögð formanns Þingvallanefndar.

Formaðurinn vann sér það til óhelgis í augum þessara vammlausu kvenna  að kanna það fyrst hvort þeir einstaklingar sem hugmyndin var að skipa í dómnefnd um uppbyggingu Þingvallasvæðisins væru tilbúnir að taka þann starfa að sér áður en stungið væri upp á þeim og um þá greidd atkvæði á fundi Þingvallanefndar.

ihaldsbeljaTil að fylgja máli sínu eftir stungu þær stöllur síðan upp á ýmsum einstaklingum, en fóru síðan í magnaða fýlu þegar ætlan þeirra að troða mönnum í nefndina, að þeim forspurðum, mistókst.

Það var eftir þennan átakafund sem Þráinn Bertelsson móðgaði alla sjálfstæðislínuna þegar honum varð það á að blanda íslenska kúastofninum að ósekju við persónur kvennanna. Þráinn hefur að sjálfsögðu beðið kýrnar afsökunar á þessu frumhlaupi sínu.

Líklegt má telja að Björn Bjarnason skrifi pistil um þennan vindmillubardaga flokkssystra hans, Björn hefur rétt nýverið fengið, öllum að óvörum, ákafann áhuga á vandaðri og opinni stjórnsýslu.


mbl.is Vilja hugmyndir almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Veistu hvort þessi nýkviknaði áhugi Björns snýr líka að ráðningum í dómaraembætti?

Árni Gunnarsson, 11.5.2011 kl. 08:54

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Siðspilltar íhaldskvígur eins og þær stöllur eru alveg nauðsynlegar í mannflórunni og mér finnst ljótt af Þránni að uppnefna þær fasistabeljur.

Guðmundur Pétursson, 11.5.2011 kl. 09:04

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Andri Snær er öfgaumhverfisverndarsinni og skipan hans í nefndina mun gera það að verkum að þjóðgarðurinn verður ekki fyrir fólk heldur aðeins til að horfa á úr fjarlægð.Hugsun þín er lík og Þráins.Það hefur löngum verið máltæki að nautið sé heimskt og tuddalegt.Það á við ykkur báða.Sem betur fer verður Þráinn ekki lengi á þingi.

Sigurgeir Jónsson, 11.5.2011 kl. 09:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur ekki komið fram Árni, en verðum við ekki að trúa því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2011 kl. 09:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er tilhneiging til þess Guðmundur að vernda tegundir sem eru í útrýmingarhættu, en ekki er víst að það sé í öllum tilfellum skynsamlegt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2011 kl. 09:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð seint Sigurgeir, talinn aðdáandi Andra Snæs og hans hugmyndafræði, en er hún ekki ágætt innlegg í púkkið, svona í bland við annað?

Sú helstefna, sem rekin hefur verið að Þingvallavatn og umhverfi þess verði sérstakt útivistarsvæði nýríka aðalsins, hefur gott af smá andlitslyftingu. Heldurðu það ekki?

Það er rangt hjá þér Sigurgeir að ég sé naut, ég er krabbi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2011 kl. 09:30

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Góður , Axel !

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.5.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.