Já, já auðvitað erum við búin að sigra!

Núna, eins og í öll hin skiptin fer Eurovision umræðan inn á þá braut að við höfum fyrirfram landað sigri og keppnin sjálf sé nánast formsatriði.

Það skiptir ekki máli í hvaða sæti Íslenska lagið lendir, aðalatriðið er að fulltrúar Íslands hafa verið sér og landi sínu til sóma.

Til hamingju með það Ísland!

  


mbl.is Sjáumst í Reykjavík 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Í Egillshöll eða Hörpu ?

hilmar jónsson, 13.5.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef þau sigra sem ég vona svo sannarlega, er það ekkert annað en Harpan.  Mér líkar hressileikinn og einfaldleiki þeirra í öllum glamúrnum, fyrir utan að flestallir hinna eru meira eða minna falskir. Skrítið að enginn minnist á það. 

Áfram til sigurs Vinir Sjonna! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað myndi ég ærast yfir sigri, en það er alltaf betra að halda sig við jörðina, loftkastalabyggingar hafa sjaldnast framkallað annað en sárari vonbrigði en tilefni var til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:11

4 identicon

Það er ekki hægt að halda stórtónleika eins og Eurovision í Hörpunni. Það þarf að vera mikið opið rými og hægt að breyta salnum meira.

Eurovision yrði liklega haldið í Egilshöllinni ef það yrði haldið hér á landi.

Ömurlegt að hafa eytt svona miklum pening í tónlistarhús og það er ekki einu sinni hægt að halda stórtónleika þar.

Geiri (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 23:16

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er sama upp á  teningnum í ár  eins og undanfarin ár, alltaf á Ísland að vinna bara af því að það komst upp úr undanriðli, en gætið að því gott fólk að þó svo að það liggji fylgi á bak vð lagið erlendis, er það ekki nándar nægilegt til sigur í ár, við sættum okkur við topp tíu

Guðmundur Júlíusson, 13.5.2011 kl. 23:30

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Við verðum klárlega að stækka Hörpuna, eða byggja auka álmu við fyrir svona stóran viðburð. ..Við höfum aðeins eitt ár..

Nú þurfa allir að hjálpast að..

hilmar jónsson, 13.5.2011 kl. 23:40

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því Guðmundur. Lagið er að mínu mati ekki sigurlag og óvíst að það hefði orðið okkar framlag í ár ef sagan á bakvið lagið hefði ekki verið slík sem hún var.

Svo var áfram vitandi vits keyrt á því þema erlendis, frekar en laginu sjálfu, það fellur fullkomlega að starfsanda keppninnar.

Tónistin er orðin aukaatriðið, sigurinn ræðst fyrst og fremst á glysinu, baktjaldamakkinu og pólitík!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:47

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Og landlegu.....

hilmar jónsson, 13.5.2011 kl. 23:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Hilmar ekki spurning, fyllum upp helv. höfnina og byggjum yfir hana. Stefnum öllum atvinnuleysingjum landsins í þetta verkefni, ég mæti!

Af hverju er ekki hægt að byggja tónlistar- eða leikhús í dag nema það sé gert út í miðjum höfnum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:54

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki  taka orð mín þannig að ég telji að lagið sé ekki nógu gott til að sigra, öðru nær, ég tel lagið alveg frábært og tel það með þremur bestu lögum keppninnar ásamt lagi Frakklands, Ítalíu og Danmerkur, (ef það verður ekki dæmt úr leik vegna þess að það er  hreinlega stolið! )

Guðmundur Júlíusson, 13.5.2011 kl. 23:58

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, landlegan það er hluti af pólitíkinni. Þeir sem lýst hafa keppnunum hafa óskapast yfir Austur Evrópu fyrirkomulaginu, þú klórar mér og ég klóra þér, en um leið ætlast til þess að norðurlöndin skili okkur fullu húsi stiga, því auðvitað kjósum við þau.

En grínlaust - Danmörk sigrar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.5.2011 kl. 23:59

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sástu grein mína Axel áðan um danska lagið?

http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/ 

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2011 kl. 00:03

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar ég lít til baka koma alltaf fyrst upp í hugann tvö lög, lag  Austurríkis 2003, ég ætla ekki að útskíra af hverju.

Og svo framlag Frakka 1990 -White and Black Blues- það heillaði mig og gerir enn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 00:10

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Guðmundur ég var ekki búinn að lesa greinina, en er búinn að því núna.

Ég veit ekki, það er ákveðin líking þarna, en.....ég get ekki um það dæmt. 

Það er erfitt að semja lag, þar sem ekki er hægt að finna einhverja samsvörun við fyrri lagasmíðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 00:16

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvers vegna stækkum við Hörpuna ekki á einu ári, það er auðvelt ef við hættum þessu rugli í Landeyjahöfn og notum peningana í aðra vitleysu. Sammála?

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.5.2011 kl. 00:18

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eða fullkomnum tónlistarhafnarhugmyndafræðina og breytum Landeyjarhöfn í tónlistarhöll, það þarf aðeins að byggja yfir hana, hafið sér um að fylla "grunninn".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 00:35

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Underwater Concerthall......Hefur það nokkuð verið reynt áður ?

hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 00:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Klárlega nýr flötur Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 00:49

19 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, gott fólk! Er ekki bara fínt að fá nokkur atkvæði á morgun? Ekki þurfum við að sigra. Það yrði þokkalegur Pyrrhosar sigur!

Björn Birgisson, 14.5.2011 kl. 01:05

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að sjálfsögðu eru öll atkvæði vel þegin Björn, í þessum kosningum, sem öðrum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 01:13

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Í hverju ætlarðu að vera annað kvöld Björn ?

hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 01:17

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg ótrúlega lík lög, eiginlega alveg eins Guðmundur.

Annars skildist mér á vinum Sjonna og ekkju að tilgangnum væri náð að hafa komist í sjálfa keppnina. Ég myndi samt ekki útiloka að lagið myndi vinna.  Það myndi þá vinna á einlægninni og samúðinni, kærleikanum sem smitar út frá sér.  Og það væri bara góður boðskapur út í samfélag heimsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 01:25

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veit ekki með Björn, Hilmar, en annað kvöld ég verð í góðu skapi, nýbúinn að éta hrefnukjöt með sveppasósu og rabbabarasultu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 01:27

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég fæ ekki einu sinni að fylgjast með, verð í áttræðisafmæli uppáhalds frænku minnar

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.5.2011 kl. 01:28

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála því Ásthildur að hópurinn, sem skíkur, hefur staðið sig afar vel, þeim sem þjóðinni til sóma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 01:29

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri bara gott ef svo væri, þetta er allt á hógværum nótum sem ekki hefur verið til staðar áður.  En ég mun fylgjast með á morgun og óska okkar fólki góðs gengis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 01:32

27 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrefnan klikkar aldrei lungamjúk og bragðgóð Axel.

En svo var ég að spá í þetta með klæðnað fyrir kvöldið.

Við erum búin að vera að jagast soldið með þetta ég og konan. Hún vill að ég breyti til frá fyrri júrókvöldum, en ég á ekki von á öðru en að halda mínu striki, þ.e. ljósgráu buxurnar og dökkblái blaser jakkinn, eða og þó....

hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 01:38

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það fylgjast allir með á morgun ásthildur, líka þeir sem ekkert vilja við það kannast.

Bergljót, ertu að segja að uppáhalds frænkan ætli að sóa kvöldinu og eyða því í annað en -Júró-?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 01:39

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Blaserinn er algert töfraflík, Hilmar. Einn miðaldra sveitungi minn brá sér alltaf í blaserinn þegar hann ætlaði á "veiðar". Brást aldrei sagði hann.

Hvort það dugar til atkvæðaveiða annað kvöld að Íslendingar verði almennt á blaserjökkum, veit ég ekki.

Það þarf að fara fram almenn umræða um klæðnað almennings meðan á keppninni stendur, ekki spurning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 01:49

30 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er löngu kominn tími á að opna þá umræðu Axel.

Það fyllast fleiri valkvíða en við höldum..

hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 01:54

31 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Burtséð frá áhuga Hilmars á klæðnaði fólks annað kvöld, þá hef ég ákveðið að vera  á náttbuxunum einum og lýsa þannig stuðningi mínum við íslensku flytjendurna, vera léttur í klæðnaði í stíl við léttan og frábærann flutning á laugardagskvöld.

Eftir langa yfirsetu á þessum lögum verður staðan svona:

  1. Danmörk, (þrátt fyrir að lagið sé stolið)
  2. Írland
  3. Austurríki
  4. Frakkland
  5. Ítalía
  6. Úkraína
  7. Ísland
  8. Finnland
  9. Slóvenía
  10. Svíðþjóð

Guðmundur Júlíusson, 14.5.2011 kl. 02:14

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fellst á tvö efstu sætin Guðmundur, en ég tel að þú ofmetir til muna  Frakkland, Austurríki og Ítalíu.  Svíþjóð gæti orðið í 3. sæti.

Hin löndin verða þarna einhverstaðar á sveimi.

Ég held að Ítalir fari aftur í langt fýlufrí.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 02:21

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einhvernveginn svo að þau lög sem taka þátt í undanúrslitunum eru þekktari og eiga oft meiri hljómgrunn en lögin sem fara sjálfkrafa inn í keppnina.  Sennilega vegna þess að fólk er búið að horfa á undankeppnina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 10:56

34 Smámynd: Björn Birgisson

Ég verð í gömlum Maó jakka í kvöld. Spái okkar lagi ekkert sérstöku gengi. Endar líklega um miðjan hópinn. Góða skemmtun!

Björn Birgisson, 14.5.2011 kl. 16:59

35 Smámynd: Óli minn

Ég ætla að vera á nærunum. En ykkur hefur kannski ekkert langað til að vita það?

Spái líka Dönum sigri þrátt fyrir stuldinn. Vona að Svíar lendi aftarlega, það er svo einstaklega leiðinlegt og tilgerðarlegt lag - að mínu mati. Ísland í 15 sæti. Gleðst við hvert sæti sem okkar menn fara upp frá því. Fæ mér humar ef þeir vinna.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 19:45

36 Smámynd: Óli minn

Eða ... nei ... held núna að Azerbajan, eða hvernig sem það er skrifað, muni sigra. Frakkar eiga ekki séns. Moldova lendir í síðasta sæti.

Óli minn, 14.5.2011 kl. 20:30

37 Smámynd: Óli minn

Eru einhver verðlaun?

Óli minn, 14.5.2011 kl. 22:20

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verðlaunin eru fjallhár kostnaður að ári, eitt Icesave!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2011 kl. 22:27

39 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er bara kommakeppni. Allir kommar elska nærliggjandi komma. Það kom í ljós í kvöld.

Björn Birgisson, 14.5.2011 kl. 23:54

40 Smámynd: hilmar  jónsson

Veit ekki með þig Björn, en ég grýtti dökkbláa blaserjakkanum mínum út í horn að lokinni keppni og sór þess eið að eyða ekki framar tíma mínum í þessa ..omma keppni.

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 00:11

41 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hrefnan var ljúf!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 00:23

42 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég hef verið að nota Hrefnuna í sushi Axel. Alger snilld.

En auðvitað er hún frábær líka á pönnuna og grillið.

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 00:27

43 Smámynd: Björn Birgisson

Þið eruð bara góðir strákar! Afsakið mig og mín orð!

Björn Birgisson, 15.5.2011 kl. 00:36

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þarf að prófa  hana í sushi Hilmar. Því miður hefur heil kynslóð, sem nú er að vaxa upp,  farið á mis við þennan dýrindismat.

Aðeins folaldakjöt er betra, að mínu mati.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 00:37

45 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert að afsaka Björn, kommar þurfa auðvitað sínar pissukeppnir eins og aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 00:39

46 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er snillinngur í að elda sel, og hval, elska súrsað hvalrengi af stærri hvölum, en Hrefnu get ég ekki hugsað mér, hvorki sem sushi eða annað því dóttir mín heitir Hrefna , og svo skrítið sem það er get ég ekki með nokkru lifandis móti borðað Hrefnukjöt í neinu formi síðan hún fæddist fyrir 50 árum síðan.

Áttræðisafmælið sem ég var í í kvöld, tók þessu öllu með jafnaðargeði, þ.e. Eurovision, en ég verð víst að viðurkenna að ég er enginn spámaður í þeim efnum, því ég var í fyrsta og eina skiptið alveg eldklár á því að við myndum vinna, og það með glans.

En þetta er víst allt satt og rétt sem þeir segja um spádómsgáfuna og föðurlandið. You just can´t  win them all.

Elsku Björn minn, kommar og kommar, ég hélt að þú værir mesti kommi sem ég hef fyrirhitt á blogginu, og alveg rosalega hrifin og sátt við þig. Nú komum við okkur bara upp íslenskri "kommaelítu" og vinnum næst, til er ég. En hygg þó að við ættum e.t.v.að snúa okkur að þjóþrifamálum áður en það verður.  

Fyrirgefðu orðbragðið, en mér skilst að að orðið "elita" sé orðið skammaryrði, notað í  dag um þá sem aðhyllast hámenningu á Íslandi. Þess vegna er ég svolítið stolt að geta fellt mig undir þann hatt.

Ef þið kærið ykkur um Axel og Hilmar get ég grafið upp alveg frábæra uppskrift af grafinni Hrefnu, em hefur slegið í gegn í fjöskyldunni í gegnum tíðina.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 01:41

47 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Grafin Hrefna hljómar ekki illa Bergljót.

Súrt rengi er sælgæti, þorrablótin stóðu vart undir nafni meðan sá frábæri matur var ófáanlegur. En selkjöt hef ég aldrei lært að meta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 02:01

48 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót mín, þakka þér góð orð til mín. Geymd verða þau, en aldrei gleymd.

Björn Birgisson, 15.5.2011 kl. 02:23

49 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svo margt er sinnið sem skinnið, ég eldaði selkjöt þegar ég dvaldist í Flatey á Breiðafirði forðum daga, en það var ekkert sérlega auðvelt að finna nógu fitusnauða bita til að elda, en með góðum vilja tókst það og var alveg æði.

Ég skal finna uppskriftina af Hrefnunni og senda þér, hún er virrrkilega góð. Nú sérðu tvískinnunginn, auðvitað varð ég að smakka þó ég borði mig ekki sadda.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 02:23

50 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn  !

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 02:25

51 Smámynd: Björn Birgisson

Þökk!

Björn Birgisson, 15.5.2011 kl. 02:43

52 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilega innilegt orðið hérna það er gott, vantar heilmikið af svoleiðis í heiminn.   Mér finnst hrefnukjöt með því besta sem fæst.  Og betra en nautakjöt.  Ég hef steikt hana að hætti Magga Hauks, heilmikinn lauk, svo er hún snöggsteikt upp úr smjöri og borðuð með kartöflum og sultu.  Hún má bara ekki vera of lengi í steikingunni, þarf að vera blóðug.  Nammi namm. Guð sé lof fyrir að minn strákur heitir Úlfur, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af Úlfakjöti

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 10:10

53 Smámynd: hilmar  jónsson

Skelltu uppskriftinni inn Bergljót...

Ég hef líka verið með Hrefnuna kryddlegna yfir nótt  í lög. (rósmarín, timmian maldon salt, papriku og pipar ) og snöggsteikta á pönnu þannig að hún sé vel rauð í miðjunni.

Hvítlaukur finnst mér alls ekki eiga við Hrefnuna,,

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 10:56

54 Smámynd: Óli minn

Borðaði nokkrum sinnum selkjöt þegar ég var í sveit á Hítarnesi. Fannst það ágætt alveg.

Óli minn, 15.5.2011 kl. 11:04

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég var að tala um venjulegan lauk.  Ætla að prófa kryddlögin þinn Hilmar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 14:04

56 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður ekki að nota timjanið og rósmarínið í hófi, í blönduna Hilmar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 14:12

57 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú, þó aðalega rósmarímnið Axel, það er alltaf soldið dómerandi.

Já Áshildur.. Láttu mig vita hvernig til tekst..

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 16:39

58 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Hilmar geri það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 17:16

59 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hrefnukjöt, grafið.

Best er að hafa Hrenukjötið ekki í þykkari bitum en ca 5cm. lengd er bara optional. Saltað og piprað með hvítum pipar, velt upp úr blöndu af gróft steittum koriander fræjum og timian, helst fersku má vera töluvert af báðu. Þessu er þrýst vel inn í kjötið. Síðan er þetta steikt á alveg sjóðandi heitri , helst grillpönnu, eða jafnvel útigrilli, engin feiti notuð.

 Látið brúnast aðeins, ca. 5 mín. Þetta er síðan sett í álpappír  ca. sólarhring, og þá skorið svo örþunnt að það sést nánast í gegnum það. Meðlæti er sýrður rjómi með piparrót  hrærðri samanvið, rifnum parmesan eða cheddar osti og smá koriander laufi. Gróft brauð og gott hrásalat.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 18:05

60 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta átti að vera rósmarin, sorry, ég var að kaupa mér timian rétt áðan og það hefur eitthvað haft áhrif á þetta. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 18:07

61 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hljómar rosalega vel Bergljót.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 18:39

62 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

A...ha! Skoðum þetta!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 18:43

63 Smámynd: hilmar  jónsson

Hljómar vel...

hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 18:44

64 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að copy/peista báðar þessar uppskriftir og ætla svo sannarlega að prófa. Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 18:45

65 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst þetta Eurovision tap okkar hafa tekið alveg yndislega stefnu!

Númer hvað urðum við annars?

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 19:07

66 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er gaman. Eigum við ekki að stofna einhverskonar matarklúbb?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 19:10

67 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahah svona erum við Íslendingar byrjum á júróvisjón og endum á gourmemataruppskriftum.  Ég held að engin þjóð í heimi geti sagt það sama

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 19:20

68 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Endilega?

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 19:21

69 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En hvað annað varðar, þá var veðrið hér í Grindavík hið besta í dag.

Einhver umskipti virðast hafa orðið, því sólin var mun "heitari" í dag  en hún hefur verið fram að þessu. Þetta var eiginlega fyrsti fyrsti sanni sólskynsdagur sumarsins sem slíkur.

Mikið eigum við gott að eiga sumarið framundan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.5.2011 kl. 19:43

70 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Minnstu ekki á það nema skellihlæjandi

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 19:48

71 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Krakkar besta kjöt sem þið fáið er af Höfrug,hreit lostæti.Selkjöt má ekki vera fitusnautt og helst af útselskóp sem er en á spena og ekki er farinn að borða fisk.Alt er gott sem úr Hfinu kemur....Ég var að  jéta Æðarfugl í gær hreit lostæti,við drápum mikið af Æðarfugli þegar ég var að alast upp inn í Djúpi,enda afbragðs matur......

Vilhjálmur Stefánsson, 15.5.2011 kl. 20:23

72 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er hann ekki friðaður (pokaönd)?

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 20:49

73 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bergljót,en hún er ljúfeng reitt og sviðin stekt í ofni með gráðostsósu.En maður verður helst að skjóta ungfulinn á haustin,hrein lostæti. þó ég sé Matreislumaður þá fynst mér Æðurinn slá öllum steikum út að meðtöldu Höfrungakjöti.......

Vilhjálmur Stefánsson, 15.5.2011 kl. 21:43

74 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Maður fær vatn í munninn

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 21:49

75 Smámynd: Björn Birgisson

Þið eruð dásamleg!

Björn Birgisson, 15.5.2011 kl. 23:05

76 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo er það lundinn og svartfuglinn...nammi namm..

hilmar jónsson, 16.5.2011 kl. 17:52

77 Smámynd: hilmar  jónsson

Furðulegt hvað flest sem hefur vængi smakkast vel..

Hef reyndar ekki ennþá smakkað engla..

hilmar jónsson, 16.5.2011 kl. 17:54

78 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Maður væri nærri til í að skera af sér eins  og fingur eða svo, bara til að gleðja þig! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.5.2011 kl. 22:31

79 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehe..góð..

hilmar jónsson, 16.5.2011 kl. 22:42

80 Smámynd: Óli minn

Aha! Hilmar trúir á ENGLA!!!!

Vantrúarmenn, vantrúarmenn ... Hilmar trúir á ENGLA. Mætið strax á svæðið og segið honum hvað ykkur finnst um það!

Doktor? Hvar ertu maður? Hilmar trúir á ENGLA. Hann sagði það. Óbeint a.m.k. Hann hlýtur að vera trúaður. Drífðu þig hingað strax og segðu honum í þvílíkum blekkingarheimi hann lifir. Við verðum ÖLL að fá að heyra það einu sinni enn.

Óli minn, 17.5.2011 kl. 12:33

81 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er á englaveiðum annarsstaðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2011 kl. 13:28

82 Smámynd: hilmar  jónsson

Allt þarft þú að þefa uppi Óli..

hilmar jónsson, 17.5.2011 kl. 14:00

83 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hamflettir og grillaðir englar með himneskri sósu og skýjuðu grænmeti!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2011 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband