Kastljós og Jóhannes Kristjánsson, takk fyrir umfjöllun ykkar um læknadópið!

Lágkúran á Útvarpi Sögu náði nýjum hæðum í morgun. Útvarpsstjórinn sjálfur Arnþrúður Karlsdóttir varði morgninum til þess að gagnrýna umfjöllun Kastljóss á læknadópsvandanum. 

Ekkert jákvætt sá frú Arnþrúður við umfjöllun sjónvarpsins en passaði sig samt á að taka annað slagið andköf af hryllingi yfir afleiðingum dóp- og eiturlyfjaneyslu í takt við innhringendur.

Johannes-Kr-KristjanssonHún gerði hvað hún gat til að gera lítið úr Jóhannesi Kristjánssyni sem hafði m.a.  umsjón með þessari þáttagerð. Arnþrúði var mjög í mun að koma því á framfæri að Jóhannes hefði með umfjölluninni ásakað læknastéttina í heild sinni fyrir dópsölu. Þeir eru örugglega ekki margir sem deila þeirri túlkun með frú Arnþrúði. Hún ýjaði m.a.s. að því að Jóhannes væri ekki vandur að meðulunum.

Frú Arnþrúður lokaði á einn innhringandann sem gagnrýndi starfsemi SÁÁ, hún kvaðst ekki líða órökstuddar dylgjur á sinni útvarpsstöð!  Stórmerkilegt satt að segja, því þættir frú Arnþrúðar ganga út á fátt annað en dylgjur og hálfkveðnar vísur, sama hvert umfjöllunarefnið er.

Frú Arnþrúður taldi t.a.m. ekki eftir sér að gefa í skyn að Jóhannesarnþrúður Kristjánsson eða Kastljós hefðu keypt og skaffað ungri konu sem fram kom í þættinum dóp til að þeir gætu myndað hana sprauta sig!

Ég kann Kastljósi og Jóhannesi Kristjánssyni bestu þakkir fyrir góða og ítarlega umfjöllun þeirra um læknadópið og afleiðingar þess, sem undirritaður hefur því miður fengið að kynnast á eigin skinni, sem aðstandandi.

Frú Arnþrúður og Útvarp Saga – hafið skömm fyrir ykkar aðkomu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var sláandi. Ekki heyrði ég meðferð Arnþrúðar á málinu en það kom mér verulega á óvart að uppgötva hversu risastórt þetta vandamál er.

Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gos og önnur harðindi eru smá mál miðað við þessi ósköp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2011 kl. 21:15

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Átakanlegur veruleiki því miður.

Um Sögukelluna þarf ekki að ræða, hún er löngu búin að dæma sig sjálf..

hilmar jónsson, 25.5.2011 kl. 23:56

4 identicon

Það eru svo margir sem eru svona stúpid; Vilja bara bann á eitthvað X, og hugsa svo ekkert meira um málið.

Persónulega langar mig að gera svona "Herdeild", fara út og hreinlega ná í þá sem selja krökkum dóp, berja þá í klessu hreinlega.

Arnþrúður var líka að ræða við prest um daginn, presturinn hreinlega ógnaði landi og þjóð, ef þjóðin vogaði sér að hætta að borga til ríkistrúarmafíunnar, þá sko muni kirkjan taka jarðir og alles.. .við þyrftum sko að borga.

doctore (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 08:06

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Frú Arnþrúður varð sér til háborinnar skammar eins og svo oft áður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.5.2011 kl. 08:32

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef það prinsipp að hlusta aldrei á Sögu svo ég tek orð þín trúanleg, Kstljós þættina hef ég séð og finnst þeir frábærir, þessi ungi maður er að gera þarfa hluti.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2011 kl. 12:47

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það sem kemur mér mest á óvart er það að fólk virtist ekki vita af þessu. Eða öllu heldur vildi ekki vita af þessu.

Þegar ég var unglingur var þetta viðvarandi vandamál og hafði verið í langan tíma. Það var ekkert nýtt á nálinni þá. Man vel eftir því t.d. að yngri bróðir vinkonu minnar var stöðvaður af eldri bekkingum í skólanum sínum og hann beðinn um að selja þeim töflurnar sínar. En þá hafði það spurst út að hann væri að taka rítalín, og endaði það með því að móðir þeirra taldi nauðsyn að útvega sér læstan lyfjaskáp svo þetta færi ekki út í eitthvað rugl.

Það eru núna 12 eða 13 ár síðan, og virðist þetta fyrst núna að vera að koma almennilega í umræðu. Og það, eins og ég sagði, kemur mér mest á óvart.

Ég hef tekið eftir því á undanförnum árum, að hugsunarháttur íslendinga varðandi svona mál og önnur er almennt, "Nei heyrðu nú mig. Svona gerist ekki á Íslandi!" Afneitunin virðist vera alveg í hámarki, að það virðist ekki einu sinni mega ræða hlutina, án þess að fólk sé hreinlega útskúfað. En það er einmitt þar sem drullusokkar og annars flokks hyski eins og Arnþrúður Karlsdóttir koma til sögunnar.

Mér þykir leiðinlegt að uppnefna kerlinguna, en hálfpartinn þykir mér hún eiga það inni, enda kemst ég líklega ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum.

Þetta er þörf umræða í þjóðfélaginu, og er ég því algerlega sammála að efla þarf eftirlit, og draga lækna til ábyrgðar. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu stórt vandamálið er. Það var stórt fyrir áratug síðan, og er ég handviss um að það hefur ekkert minnkað síðan.

Það er ekki annað hægt en að taka ofan af fyrir Jóhannesi Kristjánssyni fyrir þetta framtak sitt.  Og ég vona að hann haldi áfram og að hann sé hlustað.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.5.2011 kl. 14:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innleggin kæru vinir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband