Ósvífinn og skítlegur málflutningur

Þeir tala þessir útgerðamenn eins og enginn sé morgundagurinn ef „eignarhald“  þeirra á fiskinum í sjónum verði afnumin.

Þeir tala eins og fiskurinn verði tekin af þeim fyrir fullt og fast og á haug kastað og útgerð leggist alfarið af á Íslandi.

Ef skilningur LÍÚ og boðskapur þeirra verður ekki gáfulegri en þetta þá vaknar óhjákvæmilega  sú spurning hvort þeim sé yfir höfuð treystandi til að gera út og þá hvað ekki síst í ljósi þess að öll hagræðingin sem kvótakerfið á að hafa skapað, virðist ekki hafa skilað af sér öðru en verstu skuldastöðu útgerðarinnar í sögunni.

Svo ekki sé talað um þau ósköp að stöðugur niðurskurður á aflaheimildum síðustu tuttugu og fimm árin til að takmarka sóknina og byggja upp fiskistofnana hefur engu skilað.  


mbl.is Mikil skerðing á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bulla um það sem þu hefur ekki vit á.

við viljum ekki alla firði fulla af skipum og alir á hausnum eins og þetta var hér áður fyrr.

Kvótakerfið er það besta fiskistjórnunar tæki sem vitað er um til verndar fiskistofnunum, má laga galla en við erum með uppgang í flestum stofnum þökk sé kvótakerfinu.

Ólína og hennar meðreiðarsveinar skilja ekki einföldustu hluti og bulla óheyrilega.

Óskar (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 18:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Talandi um bull Óskar (hvaða?) þá hefðir þú getað sleppt þessari færslu, enda eru nafnlaus skrif haldlaus.

Ef kerfið er svona gott til verndar fiskistofnunum af hverju hafa þeir þá  ekki stækkað og þanist út frá það var innleitt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2011 kl. 19:30

3 identicon

Er ekki verið að tala um að auka þorsk kvótann?? þá hlítur hann að vera á uppleið nema þú hafir meira vit á þessu en fræðingarnir.

Óskar (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:18

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er með eindæmum hvernig útgerðamenn tala og fullyrða Axel. Eins og þú segir það er eins og hætta eigi veiðum. Hótandi fólki atvinnuleysi og launalækkunum. Hversu margir sjómenn hafa misst vinnuna þegar þeir eru búnir að fækka skipum úr 120 niður í 57 togara? Það var allt í lagi.

Hversu margir gætu komist í vinnslu ef allur fiskur færi á markað?

En að sjálfsögðu á störfum eftir að fjölga í greininni. 

Varðandi það að enginn aukning hefur orðið á úthlutuðum aflheimildum til hagsbóta fyrir þjóðfélagið þá hefur ekki mátt auka veiðina út af því að þá fellur verð á kvótanum og veðin hrynja. Þannig höfum við misst af 5 náttúrulegum uppsveiflum síðan þetta kerfi var sett á og það sjötta er nú að synda framhjá af sömu ástæðu og ekki má úthluta aukningu. 

Til hvers er búið að vernda hrygningu og loka á smælki, setja smá fiskahólf á karfa, þorsk og ýsu ef má svo ekki veiða afraksturinn af því ekki má mynda sveiflur í verði á kvótum? þjóðarbúið er búið að tapa milljörðum á þessu. Hver hefur ekki vit á því sem hann er að "bulla" ÓSKAR?

Ólafur Örn Jónsson, 3.6.2011 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband