Bull og blaður útvegsmanna

Það væri fróðlegt ef Útvegsmannafélag Vestfjarða tæki líka saman tölur um þá skerðingu á aflaheimildum Vestfjarða, sem þeir hafa sjálfir staðið fyrir frá því kvótinn kom til sögunnar.

Félagsmenn í Útvegsmannafélaginu þar vestra hafa selt frá sér bæði skip og kvóta í massavís, af hverju birta þeir ekki þær skerðingartölur? Hvað varð um hagnaðinn af sölunni, skiluðu þeir honum til samfélagsins, sem færði þeim aflaheimildirnar upphaflega?

Notuðu þeir arðinn af kvótasölunni til að skapa ný störf í stað þeirra sem þeir rændu frá fólkinu þegar þeir pökkuðu saman eða fóru þeir með allt sitt og skildu fólkið í þorpunum eftir atvinnu- og eignalaust?

Svo bítur Útvegsmannafélagið  hattinn af skömminni og kallar það kaldar kveðjur á Sjómannadaginn þegar stjórnvöld reyna að spyrna við fótum og stoppa ruglið, það hefði, vestfirðinga vegna, betur gerst fyrr.


mbl.is Segja aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3700 lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru merkilegir reikningar. Á Austfjörðum , í Eyjum og á Vestfjörðum verður um mikla skerðingu að ræða. Stendur þá í frumvarpinu að flytja eigi aflaheimildir til Norðurlands og Vesturlands? Eða á eftir að koma í ljós að þar er líka skerðing? Hvað verður þá um fiskinn ef heildarafli er óbreyttur eða verður aukinn(sem er líklegt)?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 15:12

2 identicon

Er ekki aðalatriðið að arður af fiskveiðum renni til þjóðarinnar? Heimildir til þess að veiða fisk verði boðnar upp til skamms tíma og ríkið fá arðinn af fiskveiðunum en ekki einhverjir gróðapungar?

Bang & Olufsen (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband