Spákonuhofiđ á Skagaströnd
23.6.2011 | 16:45
Arnţrúđur Karlsdóttir, á útvarpi Sögu, hefur síđustu tvo morgna fariđ hamförum út af styrkjum sem Alţingi hefur veitt til Spákonuhofs á Skagaströnd.
Ţetta er dćmigerđ sleggjudómaumfjöllun Útvarps Sögu. Fullyrđingum skellt fram án ţess ađ hafa fyrir ţví ađ rannsaka máliđ, hafa samband viđ hlutađeigandi til ađ sannreyna söguna eđa til ađ fá fleiri fleti og önnur sjónarmiđ á máliđ.
Frú Arnţrúđur hefur látiđ í ţađ skína ađ styrkirnir til Skagasrandar hafi veriđ til einnar tiltekinnar spákonu, en ţví fer fjarri, ţví nokkur störf eru tengd ţessu verkefni, atvinnustarfsemi sem teldist heldur betur gild á höfuđborgarmćlikvarđa, vćri höfđatalan tekinn inn í myndina.
Frú Arnţrúđur lćtur alveg hjá líđa ađ greina frá nokkru er varđar, Ţórdísi spákonu, landnámskonu á Skagaströnd, fóstru Ţorvaldar víđförla. Saga Ţórdísar er grunnurinn ađ ţessari starfsemi, sem er umfram allt söguleg kynning og frásögn, ţó inn í ţađ sé fléttađ dulúđ og öđru ţessháttar.
Svo blandar frú Arnţrúđur smá dassi af pólitík í samsćriskenninguna, gefur svo hitt og ţetta til kynna til ađ krydda og styrkja blönduna. Og sértrúarhópurinn, sem myndast hefur utan um ţessa útvarpsstöđ, sem útvarpar fátt öđru en neikvćđni andskotans, tekur andköf og hrópar hólí maaama!
En svo mikiđ veit ég um ađstandendur ţessarar starfsemi á Skagaströnd, ađ styrkirnir, sem veittir hafa veriđ ţessari starfsemi, í tíđ núverandi ríkisstjórnar, hafa ekki veriđ út á pólitík, nema síđur sé.
Ég óska Spákonuhofi á Skagaströnd og sjálfstćđiskonunum sem ţar ráđa ríkjum velfarnađar, svo og annarri sprotastarfsemi á landsbyggđinni, sem á undir högg ađ sćkja, ekki hvađ síst vegna fordóma og sleggjudóma ţéttbýlisins fyrir sunnan sem heldur ađ ţađ geti lifađ af án landsbyggđarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2011 kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Ég hlusta aldei á úrvarp Sögu svo ég hef ekkert heyrt um ţetta, vissi reyndar ekkert um ţetta spákonuhof en ćtla mér ađ kíkja á ţađ núna, mér finnst frábćrt ađ heyra af svona fyrirtćki, all for it. Gangi ţeim allt í haginn.
Ásdís Sigurđardóttir, 23.6.2011 kl. 17:47
Takk fyrir ţetta Ásdís. Ég ćtla ađ kíkja sjálfur viđ hjá "vinkonum mínum" nćst ţegar ég fer norđur. Ţetta er spennandi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.6.2011 kl. 17:53
Mjög spennandi, örugglega gaman ađ skođa ţetta.
Ásdís Sigurđardóttir, 23.6.2011 kl. 17:58
Umfjöllun Arnţrúđar er alveg í takt viđ annađ á Útvarpi (Kjafta-)Sögu. Ţar er sannleikurinn yfirleitt ekki látinn flćkjast fyrir góđum samsćriskenningum og allra síst hefur Arnţrúđur fyrir ţví ađ afla sér upplýsinga áđur en hún fellir sleggjudóma sína um menn og málefni.
Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2011 kl. 18:25
Svo vonum viđ ađ menn láti spá fyrir sér og fái sér svo borgara hjá Hallbirni.
Stundum sér fólk ekki samhengiđ. Ţađ er frábćrt ef styrkir lenda á landsbyggđinni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 23.6.2011 kl. 19:11
Hún er bara eitthvađ pirruđ yfir ţví ađ einhver landsbyggđaspákona fékk styrk, en ekki höfuđborgar- og útvarpsnornin, Arnţrúđur Karlsdóttir.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.6.2011 kl. 21:02
Takk fyrir innlitin og ykkar innlegg.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2011 kl. 09:50
:)
Ásdís Sigurđardóttir, 24.6.2011 kl. 10:38
Er ekki mikilvćgara ađ setja upp álfa-varnir ţarna í Bolungarvík ;)
DoctorE (IP-tala skráđ) 24.6.2011 kl. 20:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.