Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Góð landkynning
9.7.2011 | 15:33
Svona uppákomur eru hreinn hvalreki fyrir land og þjóð sem landkynning. Þessir frönsku ferðalangar munu, þegar heim er komið, standa á öndinni þegar þeir lýsa ævintýrum sínum úr Íslandsferðinni.
Þó forsvarsmenn Íslenska ferðaiðnaðarins hafi grátið úr sér augun, æmt, skræmt, volað og veinað þegar Fimmvörðuhálsgosið, Æjafjalajógúltgosið og Grímsvatnagosið gengu yfir þá voru þessir atburðir einhver besta landkynning seinni ára.
Þessir viðburðir munu skila sér í stór auknum ferðamannastraumi til landsins, til lengri tíma litið, þó eitthvert bakslag kunni að hafa orðið rétt á meðan á mesta hamaganginum stóð.
Meðan á þessum eldgosum stóð voru þau og Ísland fyrsta frétt í öllum fréttum um heim allan, dögum saman. Að auki voru heilu þættirnir á erlendum sjónvarpsstöðvum lagðir undir umfjöllun um eldgosin. T.a.m. var mikið spáð í það hvernig ætti að bera fram nafnið Eyjafjallajökull.
Enginn landkynningarherferð getur toppað slíka umfjöllun, hversu vönduð og vel hún er unnin og miklu fé í hana varið. Ekkert auglýsir Ísland betur en landið sjálft og lífið í iðrum þess.
Óvæntur endir á Íslandsferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
SAF, ferðamálaráðuneytið og fleiri stóðu sig vel í því að segja frá eldgosunnum.
Þeir pössuðu upp á það að fréttir um gosið væru "réttar" og ekki í hamfarastíl eins og oft gerist þegar um eldgos er að ræða. Það sjáum við í fréttum um eldgos víða um heim.
Ég fékk að lesa skýrslu um "Inspired by Iceland". Ég var mjög gagnrýninn þangað til að ég las þá skýrslu og sá þá frábæru vinnu sem unnin var.
Með þannig starfi er hægt að gera eldgos að einhverju jákvæðu fyrir ferðamenn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:08
Takk fyrir þetta innlegg Stefán, já ríkisstjórnin og fleiri lögðu töluvert í í umfjöllun um málið og ég er sannfærður um að umfjöllunin í heild hafi verið jákvæð fyrir Ísland og skili fleiri ferðamönnum í framtíðinni.
En forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hafa að mínu mati verið of uppteknir við að gagnrýna og tala niður aðra atvinnustarfsemi og starfstéttir ef þau sitja og standa ekki eins og ferðaþjónustunni best hentar.
Það er eins og allt landið og miðin eigi að halda niðri í sér andanum á háannatíma ferðamanna, enginn má að mati ferðaiðnaðarins huga að sínum eigin hagsmunum á meðan.
Með væli sínu og voli hitta þeir enga fyrir nema sig sjálfa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 16:24
Sjáið - vælið er þegar byrjað!
Hættið þessu væli og notið orkuna í að gera ykkur pening úr þessu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 16:35
Vissulega er þetta stórgóð landkynning og margir sem koma til með að þekkja til Íslands sökum þessa.
Ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að fyrirtæki sem vilja halda ráðstefnur og fundi hugsi sig tvisvar um þegar hætt er við að stór hluti starfsfólks og jafnvel viðskiptavina verði strandaglópar á landinu. En þessi hópur eyðir hvað mestum peningum hérlendis. Þe
Vissulega eykst straumur "ævintýraferðalanga" en það eru ekki þeir sem koma með stóru peningana inn í landið. Þeir koma hingað með allt sem til þarf til ferðarinnar. Kaupa sér ódýrann og léttan mat í Bónus og fara upp á fjall og gista þar.
Hinsvegar er nokkuð til í því hjá þér að þeir sem væla hæst eru einmitt þeir sem sýna náttúrufegurð og bjóða upp á ævintýraferðir... þeir sem hljóta hvað mesta tjón af þessu...hótel og stærri veitingastaðir láta hinsvegar lítið í sér heyra.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 16:54
Arnar Geir þakkir fyrir þitt ágæta innlegg.
Það þarf að bæta úrvinnslu og ákvörðunartöku varðandi flugskilyrði til og frá landinu.
Ákvörðunartakan hefur meira stjórnast af hugarástandi en staðreyndum, t.d. var ákvörðun tekin ekki alls fyrir löngu út í London að Keflavíkurflugvöllur væri ófær vegan ösku og misturs í lofti.
Þann dag var eitthvert besta veður og skyggni hér á Reykjanesinu!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.