Er ekki best að fá Kötlugosið sem fyrst?

Katla 1918Gos í Kötlu er óhjá- kvæmilegt, það er aðeins spurning um tíma, það kemur hvort sem það gerist á næstu dögum eða árum. Það væri raunar best fyrir alla að það kæmi fyrr en síðar.

Katla kerling bíður sér ekki til batnaðar, hætt er við að því lengur sem hún nær að safna í sarpinn því illvígari verði hún þegar hún loks rumskar.

Hennar fótaferðatími er í raun löngu kominn.

Ekki er ólíklegt að þegar vatnið og þungi þess er farin úr kötlunum, þá dugi það til að vekja kerlinguna, vonandi vaknar hún ekki við vondan draum.

   


mbl.is Engin merki um gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er það betra að það komi fyrr en síðar?

Siggi (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ég er voða lítið spennt fyrir þessu öllu, en þú segir satt, það er sjálfsagt ekkert betra að bíða.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2011 kl. 11:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt að ég hefði Siggi, gert grein fyrir því í færslunni. Því lengur sem hún bíður með gosið, því meira gosefni hefur hún úr að moða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Ásdís, í þessu, sem öðru, er illu best aflokið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 11:49

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

En, Kötlugos er samt ekkert fagnaðarefni, það verður ekki gaman meðan á því stendur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 11:51

6 identicon

Gallinn er hinsvegar sá að Katla getur gosið á morgun, eða/og á næsta ári og á hverju ári í áratugi. Eða látið okkur bíða í þúsund ár. Eitt gos útilokar ekki annað og langt hlé gerir næsta eldgos ekkert stærra. Það er ekki alveg þannig að safnað sé í sarpinn hann síðan tæmdur og byrjað að safna aftur. Eldgos kunna ekkert á dagatal og undir eldfjöllum er stöðugt flæði sem getur brotist út hvenær sem er. Að telja sig hafa fundið einhvern takt eftir nokkur eldgos á þúsund ára tímabili í nokkurra milljón ára sögu svæðisins er bara grín.

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 13:16

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Saga Kötlu frá landnámi er þekkt Nilli, hún hefur gosið að jafnaði á 40 til 80 ára fresti. Stysta goshlé er 13 ár. Núna eru liðin 93 ár frá síðasta gosi.

Saga Kötlu

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 13:27

8 identicon

Saga Kötlu frá landnámi er aðeins lítið brot af sögu Kötlu. Og þar sem eldfjöll eru óútreiknanleg segja síðustu þúsund ár okkur ekkert um framhaldið. Þú tekur ekki meðaltal veðurs tveggja daga og reiknar út árið.

"Gosið að jafnaði á 40 til 80 ára fresti. Stysta goshlé er 13 ár. Núna eru liðin 93 ár frá síðasta gosi"  er bara merkingarlaus leikur að tölum sem hefur ekkert gildi annað en skemmtana. Lengsta goshlé eftir landnám var 200 ár(http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=55802). Hvað var lengsta goshlé fyrir landnám, 300 ár, 600 ár, 3.000 ár?

Það er ekkert gefið eða öruggt þegar eldgos eru annars vegar.

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 13:59

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nilli, rétt er það að ekkert er öruggt þegar eldgos eru annarsvegar.

Ég er hinsvegar ósammála þér og tel að síðustu þúsund ár segi okkur heilan helling því þau leggja á borðið þúsund ára hegðunarsögu, þó það sé næsta lítið þegar á heildina er litið.

Það er endalaust hægt að leika sér með þetta en við verðum að gera ráð fyrir að hegðun fjallsins verði með svipuðum hætti og síðustu tíu aldirnar, þó útaf geti brugðið. Annað væri óábyrgt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 14:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Meint 200 ára goshlé Kötlu, sem þú vísar til Nilli í þessari grein um Eyjafjallajökulsgosið, var að mestum hluta fyrir landnám og því engar  heimildir um að það hafi í raun verið svo langt. En það breytir ekki þekktri sögu fjallsins frá landnámi.

Saga Kötlugosa

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 14:33

11 identicon

"Meint 200 ára goshlé Kötlu, sem þú vísar til Nilli í þessari grein um Eyjafjallajökulsgosið, var að mestum hluta fyrir landnám ..."----" Kötlugos hafa orðið á 13 til 95 ára fresti síðustu átta aldirnar en lengsta goshléið var eftir Eldgjárgosið 934, ein 200 ár."- og ég sem hélt að landnám væri talið frá 874.

Þúsund ára hegðunarsaga segir okkur bara hvernig hegðunin var síðustu þúsund ár, ekkert annað. Hvað var liðin löng hvíld í Vestmanaeyjum þegar þar gaus? Á Reykjanesi gaus nokkrum sinnum á fyrstu öldum eftir landnám (874), og sennilegast einhverjar aldir fyrir einnig. Þar gæti eins gosið í næstu viku eins og eftir þúsund ár.

Það koma mis lög tímabil virkni og óvirkni sem getur varað frá vikum til árþúsunda. Það er engin regla, tölfræði eða saga sem getur tímasett næsta gos eða áætlað stærð þess. 

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 15:43

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nilli, taktu þér tak.

Dragðu 874 frá 934.

Þegar gaus á Heimaey 1973 hafði ekki gosið þar í 5000 ár, ef ég man rétt, og því eru eðlilega engar heimildir til um gos þar eftir landnám. Hvað kemur það Kötlu við.

Það hefur enga þýðingu að benda á aðrar eldstöðvar og hegðunarmunstur þeirra þar sem hver eldstöð hefur lifir sínu eigin lífi ef þannig má að orði komast. 

Hvað kemur þú með næst? Að ekki hafi orðið gos á Grænlandi á sögutíma?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 15:57

13 identicon

"Dragðu 874 frá 934"  semsagt 60 árum eftir landám, ekki fyrir landnám eins og þú heldur fram, og síðan 200 ára hlé. Eldgosið og hléið á eftir urðu bæði eftir landnám. 200 ára hlé er því hluti af "hegðunarmynstri" Kötlu eftir landnám.

Gosið á Heimaey og "hegðunarmynstur" annarra gosstöðva er einfaldlega sett fram til að sýna að það er ekkert alvöru hegðunarmynstur í virkni eldfjalla. Þau geta gosið nokkrum sinnum á öld í aldir og síðan stoppað í þúsundir ára. Það er ekki hægt að merkja næsta Kötlu gos á dagatal, hvorki mánuðinn, árið eða öldina.

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nilli, skilur þú sjálfan þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 17:42

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég geri það ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 17:42

16 identicon

Það kemur mér ekki á óvart, miðað við fyrri fullyrðingar og reiknisnilld.

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 17:50

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

_

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 17:53

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það var enginn að tala um að merkja það inná dagatal, Nilli. En það er visst hegðunarmynstur á Kötlu sem og öðrum eldfjöllum, og er það alveg viðurkennt allsstaðar annarsstaðar en hjá þér greinilega.

Það getur verið talið hegðunarmynstur þótt það taki sér pásu í nokkur hundruð ár, og haldið áfram þar sem frá var horfið.

Eldstöðvar geta lokast og opnast á nýjum stöðum, og tekið sér pásu í óákveðinn tíma. Það er frekar eðlilegur þáttur í þróun og breytingu jarðarinnar. En það er ekki samasem merki á það að engin regla sé á hlutunum. Heldur þvert á móti.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2011 kl. 18:45

19 identicon

Ingibjörg, ef þú veist ekki hvenær eitthvað gerist byggt á því sem á undan er komið þá er ekki neitt sem kallast getur hegðunarmynstur eða regla. Teldu 1,2,3,4 og við vitum að næst kemur 5.  2,4,6 og 8 er næst. 13 ár, 92 ár, 25 ár, 163 ár, 838 ár, 41 ár og hvað kemur næst? Hver er reglan?

Þú getur reynt að búa til mynstur úr síðustu 5 lottó dráttum en það segir þér ekkert um hvaða tala kemur upp næst. Þú getur reynt að búa til mynstur úr síðustu 20 gos hléum en það segir þér ekkert um hvað þetta hlé verður langt.

Eldstöðvar lokast og opnast, og taka sér pásu í óákveðinn tíma án nokkurs mynsturs eða reglu. Væri regla á þessu þá væri fyrir löngu búið að dagsetja næsta eldgos. En eins og er vitum við ekki hvort Katla eigi eftir að gjósa á þessari öld.

Nilli (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 20:34

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og sjá ég færi yður mikinn fögnuð, yður er í dag Nilli fæddur.  Hann mun vera með yður allt til endimarka Jarðar og greina hismið frá kjarnanum. Sælir verða þeir sem heyra hans orð og varðveita það í hjarta sínu. Sælir eru þeir sem ekki hafa hann séð en trúa þó.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 20:53

21 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú virðist vera eitthvað tregur að skilja að hegðunarmynstur getur verið vítt hugtak.
Hegðunarmynstur getur þýtt að meðaltalið getur verið 1-100 ára fresti, eða 200-400 ára fresti. Svo að allt þar inn á milli fellur inn í hegðunarmynstrið.

Það er ekki átt við að úr því að eldfjallið gaus á þriðjudegi, að þá verði það þannig næst.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2011 kl. 22:00

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá hvað þetta er leiðinlegur maður hann Nilli. Vildi bara gera honum það ljóst. Þetta er alveg fenómenalt.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2011 kl. 03:12

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í alvöru...stjarnfræðilegt.  Ef þetta er ekki tröll, þá vildi ég allavega ekki lokast í lyftu með fyrirbrigðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2011 kl. 03:16

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir inlitið Jón Steinar og innleggið.

Ég sem hélt að öll nátttröll hefðu dagað uppi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 12:19

25 identicon

Var að detta á þessa færslu af því að þú varst að vísa á hana. Það var aðeins fjallað um Kötlu annarsstaðar á blogginu:

http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1036190/#comments

Hann veit eitthvað smá um eldfjöll þessi.

ls (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:25

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Is, það er ekki kpmið að tómum kofanum hjá Haraldi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband