Árni Johnsen mætir í brúarsmíðina og málið dautt

arni_johnsenÞað var í hádegisfréttum útvarps viðtal við Árna Johnsen, hinn endurreista þingmann sunn- lendinga, sem hafði sínar hugmyndir um brúargerðina.

Ekki ætla ég að dæma um ágæti hugmyndar Árna. Hún er örugglega skoðunarverð, sem aðrar hugmyndir.

En Vegagerðin ætti hins vegar, ekki seinna en strax, að taka Árna í sína þjónustu, því fáir hafa meiri og víðtækari reynslu en Eyjajarlinn að viða að sér byggingarefni allskonar.


mbl.is Þess beðið að sjatni í ánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel...þú ættir að skoða hlaðið hjá honum heima,þar er komið neðanjarðarbyrgi úr gámi og tveir aðrir gámar ofanjarðar  sem Skotbyrgi...

Vilhjálmur Stefánsson, 11.7.2011 kl. 15:39

2 identicon

Það er viss hætta á að brúarefnið myndi enda í bakgarðinum hjá honum..

doctore (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:52

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

....og allt skuldlaus, hrein eign, Vilhjálmur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 15:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú segir nokkuð, DoctorE, en var ekki búið að venja þann ávana úr honum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:01

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég frussaði næstum ræs kríspísinu yfir skjáinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.7.2011 kl. 16:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefði verið skaði Ingibjörg, og vart er á bætandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:23

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel,, þetta er hinn mesti refur,þegar eithvað er um að vera hvetur hann menn til Bæna.Árni blessaður fékk eithverstaðar Syndaraflausnarbréf og notar þau óspart,hann á þó nokkur eftir.Fortöðumaðurinn á Kvíabryggju stal þeim handa honum hérna í den.Árni kendi honum hvernig eigi að fá auka bónus frá Ríkinu...

Vilhjálmur Stefánsson, 11.7.2011 kl. 16:30

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Með einhverjum hætti skal þessari náttúruvá komið á sakaskrá ríkisstjórnar Jóhönnu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.7.2011 kl. 16:33

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Hjálmtýr, ekkert hefur skort á það. Hitt er undrunarefni að ekki hefur enn verið reynt að tengja hvarf brúarinnar við ESB.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:39

10 identicon

Mér skilst að Árni sé heiðursfélagi í Félagi skipaverkfræðinga einkum vegna skrifa um viðgerðir á Herjólfi. Nú bætir hann nýrri rós í hnappagatið þegar Félag byggingarverkfræðinga kemur með sína tilkynningu. Kosturinn við að láta Árna sjá um brúarsmíðina er að hann á nóg efni sjálfur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:40

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni er sannur brúarsmiður í víðtækustu merkingu þess orðs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:46

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Og sólin sýndi sig ekki í dag...Helvítis stjórnin..

hilmar jónsson, 11.7.2011 kl. 16:47

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er sól hér, Hilmar.  Ertu nokkuð orðinn Sjálfstæðismaður? Þeir hafa ekki séð til sólar frá því Geir sagði af sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:52

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, þetta var illa sagt, fyrirgefðu Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 16:54

15 identicon

Komið þið sæl; sem jafnan !

Axel Jóhann; og raunar, þið öll !

Er ekki rétt; að lyfta umræðunni upp á ögn hærri skör - með því að láta stjórnmála afurðir; hinna gjörónýtu, ALLRA flokka, menga þennan vett vang ?

''Afreka'' skrá þeirra, er nú ekki beysnari, en svo - sem kunnugt er. 

Við hljótum; að geta rætt málin, án þess að flokks lita umræðuna, öllu frekar - eða; hvað sýnist ykkur, þar um ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 17:02

16 identicon

ekki menga; vildi ég sagt hafa. Afsakið; fljótfærnina.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 17:08

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, þessi umræða er um Árna Johnsen, ekki treysti ég mér til þess að lyfta þeirri umæðu, eðli máls samkvæmt, svo neinu nemi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 17:08

18 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er erfitt að tengja ESB inn í þessa umræðu, nema kanski má benda á að meintur seinagangur ríkisstjórnarinnar í viðbrögðum við náttúruhamförunum skýrist kanski með því hversu upptekin hún er í ESB flaninu. Gæti gengið upp ef Ögmundur væri ekki sá ráðherra sem á þennan vettvang. Kanski má benda á að svo miklu fé sé varið í ESB-umsóknina að lítið sé eftir til að smíða bráðabirgðabrú og því séu hendur Ömma bundnar. Ég finn ekki flötinn, en Heimssýnarmenn munu bjarga því von bráðar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.7.2011 kl. 17:34

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir búa flötinn til, finni þeir hann ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 17:39

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni Johnsen var svo óskýr á árum áður, að hann hélt að hann væri nógu spilltur til að leika eftir glæpi þeirra hættulegustu og vernduðu, innan heimskerfis-svikanna. En hann klikkaði á einu, og það var að hann seldi ekki sálu sína til áhrifamikilla embættismanna heimsmafíunnar. Heldur sat hann í fangelsi fyrir smábrotin, og á rétt á að hafa skoðanir eftir að hafa tekið út sína refsingu.

Betur að fleiri ráðherrar og þingmenn hefðu einnig tekið út refsingu fyrir brot sín, sem eru miklu stærri en nánast ósýnileg smábrot Árna.

Við munum aldrei fá fullkomið fólk í stjórnmál á Íslandi. Fullkomnir englar eru ekki til í þessari vídd. Hinsvegar á ekki að samþykkja fólk á alþingi, eða í ráðherrastóla, sem ekki eru með hreint sakavottorð, og hafnir yfir grun um spillingu.

En hugmynd Árna er góð, og um það ætti umræðan að snúast á erfiðum tímum, en ekki um mannlega breyskleika og gömul smábrot þeirra sem koma með hugmyndirnar.

Eða er það ekki?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 18:25

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki til fullkomið fólk Anna, ég held nú betur!

Spurðu þá, sem ausa yfir ríkisstjórnina öllu því neikvæðasta sem þeir megna að draga upp úr sínum sorasekkjum og eru jafnframt heittrúaðir andstæðingar ESB, án þess að vita af hverju, hvort þeir standi ekki á þröskuldi fullkomleikans.

Eins og ég segi í færslunni Anna, þá treysti ég mér ekki til að meta hugmynd Árna, það verða þeir að gera, sem hafa til þess þekkingu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2011 kl. 18:49

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha þessi var góður hjá þér Axel að hann gæti gert ýmislegt með litlum tilkostnaði, en það á sennilega bara við um hann sjálfan. Og svona til að svara því sem áður er komið þá eru GÖNG aðalmál Árna. Eins og sagan segir, Árni  átti inni ósk hjá guði, og þegar hann hafði hugsað sig um, bað hann  himnaföðurinn um að gefa sér  göng til Eyja, nei sagði guð það er bara ekki hægt Því miður, þú þarft að biðja um eitthvað annað, þá vil ég endilega biðja þig guð um að gefa mér góða rödd svo ég geti sungið vel svaraði Árni. Þá hugsaði guð sig um og sagði svo heyrðu hvað varstu annars að tala um göng?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband