Margt smátt gerir eitt stórt

gefur kaffiÞað yljar manni um hjartaræturnar að sjá á þessari mynd björgunar- sveitar mann ganga um og gefa ökumönnum kaffi, sem bíða ferjunar yfir Múlakvísl.

Þetta framtak er ekki stórt í eðli sínu en samt risastórt framtak, sem léttir fólki lundina og biðina og lyftir sem slíkt grettistaki á svæðinu.

Það er þetta sem við viljum sjá en ekki einhverja græðgisúlfa sem vilja hagnast á neyð annarra.

Vorum við ekki búin að fá nóg af slíku?

 

 


mbl.is Umferð gengur greitt yfir Múlakvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þetta er yndislegt að sjá. Takk fyrir að vekja athygli mína á þessu, það hefði farið fram hjá mér í öllu svartnættisrausinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það, Ásthildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 16:54

3 identicon

Þetta er björgunarsveitin Axel Jóhann! Þeir okra bara þeim mun meira á flugeldunum og tertunum og bengalblysunum og rokeldspýtunum um næstu áramót.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaupi mína flugelda af björgunarsveitunum með mestu ánægju Hilmar. En sneiði að sama skapi hjá afætunum ýmiskonar, sem í vaxandi mæli reyna að höggva í þessa fjáröflunarleið björgunarsveitanna, sjálfum sér til gróða og hagnaðar.

Ég hef skömm á slíku fólki!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2011 kl. 17:00

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það fyrsta sem mér datt í hug var einmitt hvað þetta væri vinsamlegt framtak. Sem það er.

En svo mundi ég eftir því hvað kaffið getur gert manni :) Ætli það sé aðstaða þarna á fljótsbakkanum til þess að skila því af sér aftur?

Nú skilja karlarnir áreiðanlega ekkert hvað ég meina... :)

Kolbrún Hilmars, 13.7.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri verra ef þeir væru með bjór Kolbrún mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 17:33

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Meiri háttar fallegt, svona á fólk að vera.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.7.2011 kl. 20:24

8 identicon

Ef brúin verður ekki opnuð fljótlega, þá skulum við keyra þangað og opna sjoppu! Ég er með evrumerki í augunum eftir þessa mynd.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 08:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt :)

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2011 kl. 11:57

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin elskurnar, og ykkar framlag

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.