Það þyrfti að kíkja undir „húddið“ á allmörgum íslenskum bloggurum

Norski fjöldamorðinginn og þjóðníðingurinn kallaði Gro Harlem Brundtland „landsmorðingja“ á netinu, en aðeins er vitað um eitt slíkt tilvik, samt er Norðmönnum verulega brugðið.

Hér á landi viðhefur hópur Íslenskra bloggara samskonar orðbragð um íslenska ráðamenn ekki einu sinni, heldur oft, jafnvel oft á dag í færslu eftir færslu! Þar sem ráðherrar eru kallaðir öllum illum nöfnum og jafnvel landráðamenn, auglýst eftir eitri að gefa  þeim, eða senda þeim kúlu í hausinn og þá er fátt eitt talið.

Er ekki full þörf í ljósi atburðanna í Noregi að kíkja aðeins undir „húddið“ á þessu fólki? 5_1245773683_under-the-hood

Og þá væri ekki úr vegi að líta undir „húddið“ á stjórnendum bloggsvæðanna þar sem slíkur málflutningur hefur ekki aðeins verið liðinn, heldur beinlínis settur í forgang.

Eins og tildæmis hér á moggablogginu þar sem þessir menn hafa undantekningarlítið verið drifnir á forsíðuna, þar sem skrif þeirra hafa, fyrir vikið, fengið mun meiri athygli en annars! 


mbl.is Kallaði Gro Harlem „landsmorðingja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég tek undir þessi orð þín Axel. Umræðan og orðanotkun er virkilega ógnvekjandi.

Kveðja að norðna.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2011 kl. 18:51

2 identicon

Sammála.

Hægrisinnaðir, harðkristnir þjóðernissinnar er einmitt lýsing á mörgum þeim sem hér á mbl.is blogga og ber að fylgjast betur með.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 20:45

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hjatanlega sammála Axel! Þetta á ekki að líðast og menn sem eru með svona yfirlýsingar, þarf helst að kæra.

Þessi talsmáti sæmir ekki siðaðri þjóð.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.7.2011 kl. 21:36

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Axel, ég  tek undir þetta með þér, hef orðið fyrir svona orðbragði, en ég er ekki með á nótunum varðandi fullyrðingu þína um að þessir "bloggarar" séu "settir á forsíðuna?" hvað meinar þú með því?

Guðmundur Júlíusson, 24.7.2011 kl. 01:17

5 identicon

Heyr, heyr!

Var eitt sinn sjálfur á Moggablogginu. (Veit vel að þér líkar ekki nafnlausar athugasemdir, Axel, en sjáðu nú aumur á gamalli önd...)

Yfirgaf sjálfur Moggabloggið einmitt vegna þess ofstækis hér sem tók að gæta við ritstjóraskipti pappírsútgáfunnar á sínum tíma.

Dáist þó samt að þeim sem enn eru á Moggablogginu og þora að segja sína skoðun. Enda les ég þá ennþá.

Hlýtur að vera einhvers konar Suðurnesjaþrjóska... :-)

Fyrrum Trítilóða öndin (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin elskurnar.

Guðmundur, þegar ýtt er á BLOG.IS á skrumlínunni þá opnast forsíðan.

http://blog.is/forsida/

Þar birtast efst 16 vinsælustu bloggararnir og þar fyrir neðan nýjustu bloggin í réttri tímaröð.

Mbl.is sagði að á forsíðuna veldist eftir lestri og vinsældum bloggara. Það er löngu ljóst að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.

Ég tek það skýrt fram, til að forða misskilningi, að flestir forsíðubloggarirnir eru vandað og vammlaust fólk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2011 kl. 10:32

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trítilóða öndin, ég amast yfirleitt ekki við nafnlausum innleggjum, meðan þau eru málefnaleg.

En ég á það til að pirrast þegar slík innlegg innihalda ekkert nema skítkast. Ég minni menn á, en ég eyði aldrei innleggjum.

Ég yrði ekki jafn pirraður væri skítkastið skrifað undir nafni.

Það er svolítið skrítið að á Moggablogginu megi nota öll þau skammar- og fúkyrði sem í íslensku finnast um ríkisstjórn Íslands og ráðherra en það má ekki orðinu halla um starfshætti ákveðinnar ríkisstjórnar fyrir botni Miðjarðarhafsins án þess að einn forsíðubloggarinn, sem sjálfur vandar mönnum ekki kveðjurnar, kvarti og viðvörunum um lokun rignir í kjölfarið inn frá stjórn bloggsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2011 kl. 10:44

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég hef alltaf verið á móti skítkasti..En grín og ákveðnar skoðanir..Hef nú bara gaman að því. En mér finnst athugsemdin þín síðasta einskonar ratfærsla..Hver er þessi umræddi bloggari?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.7.2011 kl. 11:12

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það vantaði í innlegg nr. 6 að þessir 16 forsíðubloggarar birtast að því er virðist handahófskennt og sé ýtt á "reload" hnappinn þá endurnýjast forsíðan með nýjum forsíðubloggurum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2011 kl. 13:20

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, það hvarflar oft að mér að bloggið (það pólitíska) hafi komið í staðinn fyrir gömlu stjórnmálafundina um land allt þar sem pólitískir andstæðingar tókust á. Mér hefur skilist að þar hafi orðbragðið ekki alltaf verið prenthæft :)

En það er samt alltaf leiðinlegt að lesa blogg og/eða athugasemdir þar sem menn eyðileggja málstað sinn með skítkasti. Það er eins og sumir hafi ekki áttað sig á því að skrifaða orðið er mun meira stuðandi en hið talaða.

Kolbrún Hilmars, 24.7.2011 kl. 15:45

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er missir Kolbrún, af gömlu hressilegu pólitísku fundunum, sem nánast heyra sögunni til. Þar áttust menn við á jafnréttisgrundvelli og gróft orðbragð var oft hluti af sýningunni.

En á blogginu eigast menn ekki við á jafnréttisgrundvelli, flestir sorakjaftarnir eru nafnlausir og gera fátt annað en ausa aur og skít yfir allt og alla. Fáir taka mark á slíkum töppum. Meðal nafnleysingjana eru samt einn og einn sem halda sig við málefnalega umræðu.

En sorglegastir og hættulegastir eru samt slorhaugarnir sem koma fram undir nafni, en þola ekki gagnrýna umræðu og loka hægri vinstri á þá sem ekki kóa undir við þeirra málflutning.

Þeir enda fljótlega með einlita og athugasemdalausa umræðu , sem sannfærir þá enn frekar um um eigið ágæti.

Sem gæti verið vísasta uppskriftin að vandræðum eða einhverju þaðan af meira.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2011 kl. 16:13

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég er enginn sérfræðingur í því hverjir takmarka innlegg á sínar bloggsíður, en gæti skýringin falist í því að viðkomandi fái meira skítkast en eðlilegt gæti talist miðað við heilbrigð pólitísk átök?

Kolbrún Hilmars, 24.7.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.