Vá fyrir dyrum

Femínistafélagið þarf að bregðast hart við og setja upp vegatálma og slá femínistaskjaldborg sinni um Biskupstungurnar til að verja þær fyrir ágangi saurkarla, sem víst er að hópast muni með lafandi tungur í Tungurnar í þeirri von að þessum föngulegu konum bregði fyrir á dagatalsklæðunum einum.

Klárlega er Kvenfélagið í Biskupstungum að gera kvenlíkamann að söluvöru, því þarf femínistarétthugsunin að láta gera dagatalið upptækt og á eld kasta.

Til að tryggja femíníska rétthugsun þarf að setja upp hugsanatálma til að hindra að óeðlisórar hverskonar spretti í framhaldinu fram og grasseri um borg og bý og nái að skjóta rótum í viðkvæmum kollum.

Flott framtak hjá konunum! – Úps, núna fékk ég prik ef ekki tvö í syndakladdann minn.

  


mbl.is Koma naktar fram á dagatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Já, ekki má svo gleyma að það hljóta að vera einhverjir sóðakarlar á bak við þetta uppátæki, því svona hugmyndir gætu aldrei komið frá kvenmannshuga. Það er greinilegt að þessar vesalings konur eru kúgaðar til að berhátta sig til að græða peninga sem eflaust munu renna óskiptir í einhverjar karllægar athafnir.

Nei svona án gríns, þá er þetta bara flott framtak hjá þeim :)

Muddur, 2.8.2011 kl. 12:33

2 identicon

Þetta er ekkert verkefni femínsta sérstaklega að gagnrýna svonalagað, heldur okkar allra. Gagnrýnin snýst aukinheldur ekki beinlínis að athafnasemi þessara tilteknu kvenna, heldur miklu frekar því að samfélag, sem horfir tómlátum augum á það þegar konur grípa til þess örþrifaráðs að sitja naktar fyrir, er hreinlega ístöðulítið gagnvart hlutgervingu kvenna. Við nennum ekki eða þorum ekki að segja beint út að þetta sé slæmt uppátæki. Við teljum okkur trú um að það sé umburðarlyndi, sem er rangnefni.

Þarna er verið að gera einkasvæði líkama kvenna að söluvöru. Við reynum í sífellu að temja dætrum okkar (og sonum líka) að það beri að vernda einkasvæði sín, en síðan koma margvísleg skilaboð gagnrýnislaust um að einkasvæðin megi sýna hverjum sem borgar. Og saurkarlar eins og þú samþykkja það. þú þykist vra umburðarlyndur en ert í raun hræddur við álit annarra sem telja þig forpokaðan og gamaldags.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég heimta jafnrétti. Ég vil fá jafn mikið borgað fyrir að sýna á mér axlir, lendar, maga og önnur "einkasvæði líkamans" sem sjást á myndinni með fréttinni.

Femínasismi bitchez! 

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2011 kl. 12:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kærar þakkir Stebbi að benda mér á saurugan hugsunarháttinn hjá mér, þetta hafði mig grunað um hríð. Gott að fá það skjalfest. Takk.

Þau eru, hlutlaust skoðað ansi ögrandi og djörf "einkasvæðin" sem konurnar flassa framan í grunlaust og saklaust fólk. Játa það, með roða í kinnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2011 kl. 13:04

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

mér persónulega finnast þetta hallærisleg dagatöl, hvort heldur sem er um konur eða karlmenn að ræða, hefur bara aldrei höfðað til mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2011 kl. 15:41

6 Smámynd: Óli minn

Forpokaður, hræddur, gamaldags saurkarl? Í hvers konar félagsskap er maður eiginlega lentur hérna á moggablogginu?

Óli minn, 2.8.2011 kl. 15:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að viðurkenna Ásdís að ég hef ekki borið mig eftir svona dagatölum, en uppátakið finnst mér skemmtilegt. Sennilega er þetta mest gert fyrir auglýsingagildið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2011 kl. 16:09

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Óli minn, svona er þetta, eins og ég sagði Stebba, þá hef ég um tíma haft um þetta óstaðfestan grun. En við smáfuglarnir verðum bara að kyngja því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.8.2011 kl. 16:15

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er eitt sem ég hef alltaf átt erfitt með að skilja.
Og það er afhverju nakinn líkami sé eitthvað sem við eigum að skammast okkur fyrir.

Við fæddumst nakin í þennan heim, og því ætti ekkert að vera eðlilegra en nakinn líkami.
Svo talar einhver hér að ofan um að fólk geri sér upp umburðarlyndi á þeim forsendum að þeir séu óforskammaðir klámhundar og pervertar. Er ekki í lagi? Ferð þú, Stebbi, í sturtu á nærfötunum? Háttar þú þig á kvöldin með slökkt ljósin?

Sumum (Stebba) líður greinilega bara svona illa í eigin skinni, að þeir vilja fela sig, og vilja helst að allir aðrir þurfa að gera það líka. 

Nekt þarf ekki að vera kynferðisleg eða dónaleg, og mér þykir það segja þeim mun meira um hugsunarhátt þeirra sem vilja fela hana en þeirra sem blöskrar ekki svona svakalega við henni.

Hvað þetta framtak varðar, þá líst mér hvorki vel né illa á það. Enda kemur mér þetta ekki við. En ég vona samt sem áður að þær eigi erindi sem erfiði.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.8.2011 kl. 21:25

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg frábær hugmynd hjá konunum í kvennfélaginu. Nekt á ekki endilega að vekja upp spurnigu um móral, heldur staðfesting á fólki með frjálsan hugsunarhátt. Og þessar konur hafa greinilega verið frjálsari í hugsun enn margur nútímamaðurinn.

Fólk sem vill vera frjálst í hugsun hefur alltaf farið í taugarnar á fólki með slæma tegund af minnimáttarkennd (kallaður mórall) og drottnunargjörnu.

Ef það yrði sett í lög að eingöngu fólk á evuklæðum fengi að vinna sem ráðherrar, alþingismenn og embættismenn á Íslandi, fengi landið allt öðru vísi stjórn og miklu betra og heiðarlegra, tel ég.

Frjáls hugsun er heiðarleg hugsun og ófrjáls er alltaf óheiðarlegt.

Það er nefnilega vitað fyrir löngu að femínismi er bara ein gerð af krónískum óheiðarleika, valdagræðgi og truflun.

Femínistahugsun sem búið er að réttlæta með barnalegri keppní í móral þar sem leikreglurnar eru kóperaðar beint frá kirkjum miðaldanna.

Vill t.d. einhver fá fleiri svona fárveikar manneskjur á þing eins og þennan Stebba hérna ofar á síðunni?

Allsberir þingmenn á Alþingi myndi fúslega veita miklu fjármunum í að rétta fólki hjálparhönd og greiða fyrir aðstoð til fólks sem felur sig enn í myrkum skógum miðaldahugsunarhátt.

Óskar Arnórsson, 2.8.2011 kl. 22:31

11 Smámynd: Vendetta

Ég er alveg sammála Axelmu. Nekt er eðlileg. Nekt á almannafæri ætti að vera eðlilegur hlutur. Persónulega finnst mér þessi forsíðumynd dagatalsins afskaplega tepruleg, hvergi sést í geirvörtu né rass. Það að þær halda höndunum fyrir eða beygja sig niður eða fela sig á bak við eitthvað er það sem er hallærislegt. Sama með dagatalið með "nöktu" sauðfjárbændunum.

Ef það á að gera almennilegt dagatal, þar sem nektin er í fyrirrúmi, þá á fólk að vera nakið saman af báðum kynjum og vera afslappað án þess að vera að fela neitt (sbr. myndir Spencer Tunicks). Þannig dagatal myndi ég kaupa. En ekki dagatal með flissandi teprum eins og þessum kvenfélagskonum.

En svona er íslenzka þjóðfélagið, teprulegasta á Vesturlöndum. Hér á landi er það álitið vera örlög verri en dauðinn að sjást nakinn og allir þannig tilburðir miskunnarlaust barðir niður. Og heimskir femínistar, sem aldrei geta séð neitt fallegt við kvenlíkamann og eru sífellt að rugla saman annars vegar nekt og klámi og hins vegar að kalla allt sem þeim líkar ekki, klámvæðingu/misnotkun/mansal/mæðrafyrirlitningu og ég veit ekki hvað.

Þannig er það ekki í öðrum löndum. Afleiðingarnar af íslenzka tepruskapnum er taugaveiklað fólk sem gengur um í spennitreyjum og prentun teprulegs dagatals úr Bjarnabúð.

Vendetta, 3.8.2011 kl. 02:54

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Minnir mig á mál fyrir nokkrum árum, þegar fermingarblað Smáralindar kom út. Þar var stúlka á fermingaraldri sem sat fyrir á ýmsum myndum, og ekkert út á það að setja.
Fyrir utan að einhver kerling úr vesturbænum missir vatn og fer hamförum á bloggsíðu sinni um að þessi 14 ára stúlka sé "sett í þekktar klámmyndastellingar", og hafði allt út á þessar myndir að setja. Og allt í þessum dúr.

En auðvitað sáu fæstir eitthvað kynferðislegt út úr þessu. Enda sýndi það frekar hvernig hún hugsaði frekar en allir aðrir.

En ég held að það sé einmitt svoleiðis hugsunarháttur ráðandi, hvað nekt varðar. Nekt er dónaleg. Nekt er klám. Fólkið sem finnst eitthvað dónalegt og kynferðislegt við alla nekt, er einmitt fólkið sem vill banna það. Samt erum það við, sem ekkert sjáum að nektinni, sem eru pervertarnir.... 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.8.2011 kl. 10:22

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nekt er auðvitað hvorki dónaleg né klám í sjálfu sér, en fólki líður misvel nöktu, ég mundi t.d. aldrei vera nakin fyrir framan fullt af fólki, fíla það bara ekki en dæmist samt hvorki tepra né neitt annað, bara minn fílingur. FInnst að fólk geti haft skoðanir á dagatalinu burtséð frá nektinni alveg eins og mér finnst dagatal með t.d. köngulóm ekki heillandi. Konurnar í tungunum eru örugglega gæðakonur, en dagatalið heillar mig ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2011 kl. 10:31

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hugmyndin af þessu er fengin úr enskri bíómynd, sem ég man ekki legur hvað heitir, en er byggð á sögu kvenna sem gáfu út svona almanak til að styrkja konu nokkra sem hafði fengið krabbamein, ef ég man rétt, eða hvort það var fyrir tkkjakaupum f. krabbameinslækningar.

Mér finnst það alveg hvers og eins að láta mynda sig, og þurfa ekkert að hugsa vil ég, vil ég ekki. Sumir fá aldrei annað tækifæri til að komast á prent og langar kannski til þess alla ævi. Mér finnst þá sjálfsagt að gefa út dagatal, eina konu á dag í 365 daga. Ja, há, og jafnvel á hverju ári..

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.8.2011 kl. 22:15

15 Smámynd: Óli minn

Myndin hét og heitir enn Calender Girls ... http://www.imdb.com/title/tt0337909/ ... og þær voru upphaflega að safna fyrir sófa til að gefa sjúkrahúsinu til minningar um eiginmann einnar þeirra. Hugmyndin skilaði hins vegar mun meiri tekjum en þær gat grunað.

Síðan hefur hugmyndin verið notuð margsinnis um allan heim.

Óli minn, 3.8.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.