Vegvísir til friðar og framtíðar

Viðbrögð Normanna við fjöldamorðunum í Utøya og hvernig þeir hafa unnið úr þeim hörmungum hafa vakið heimsathygli. Norsk stjórnvöld og þá sérstaklega Jens Stoltenberg forsætisráðherra hafa þótt sýna skynsemi, ábyrgð og  festu með mannúð og manngildi að leiðarljósi. vegvísirMargir vildu þá Lilju kveðið hafa.

Nokkuð hefur borið á bloggfærslum á mogga- blogginu þar sem nokkrir fúlir bloggarar hafa lagst í þá lágkúru að saka Stoltenberg, vegna aukinna vinsælda hans, um að nýta sér atburðina í Utøya sér og sínum flokki til framdráttar. Aumara verður það varla. En sumum er bara ekki viðbjargandi.

Mér kæmi ekki á óvart þó þessi vegvísir á myndinni yrði í framtíðinni vegvísir og tákn þess að mannúð og manngildi sé metið ofar trúar- og kynþáttaríg og sérhagsmunum einstakra hópa og þjóða.

   


mbl.is Boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlegt að hægt sé að saka Stoltenberg um slíkt, maðurinn er bara virkilega að standa sig í starfi sínu.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stoltenberg stendur bara sína pligt og stöðu sinnar vegna getur hann ekki leyft sér annað.

Það er ekki honum að kenna þó það auki vinsældir hans. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að fylgi verkmannaflokksin hafi aukist í kjölfarið er ekkert Stoltenberg að kenna. Það er Anders Breivik að kenna. En staðreynd engu að síður.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef einhver ber söká auknu fylgi verkamannaflokksins Guðmundur, þá ber Breivik hana, ekki spurning um það. Sennilega ekki það sem hann hafði í huga þegar hann lagði í þessa helför sína.

En þeir hérlendir sem óttast aukið fylgi norska verkamannaflokksins geta huggað sig við að samúðarfylgisaukning varir sjaldan lengi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband