Fréttamenn í hlandspreng

Árangur Annie Mist í Crossfit er glæsilegur, sem slíkur, ekki spurning um það.  Er ekki rétt að láta árið líða áður en við veljum íþróttamann ársins?

Ég get ekki séð, eins og fyrirsögn fréttarinnar bendir til, að það sé afgerandi vilji viðmælenda, að Annie verði kjörin íþróttamaður ársins, það virðist aðallega vera hlandsprengur fréttamannsins.   

Það er ÍSÍ sem stendur að vali íþróttamanns ársins úr fólki innan sinna vébanda, enginn annar.  Eiga þeir þá ekki að stjórna því hvernig það er gert?   Það er ekki hægt að gera þá kröfu á ÍSÍ að það velji sem íþróttamenn ársins fólk utan sinna vébanda.

Ég efast um að Blaðamannafélag Íslands myndi velja einstakling utan félagsins sem blaðamann ársins þó viðkomandi hefði  komið „frétt ársins“ á framfæri. 

Ekkert óskiljanlegt við það.

   


mbl.is Vilja Annie sem íþróttamann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Góð færsla hjá þér Axel.............

Eyþór Örn Óskarsson, 5.8.2011 kl. 14:04

2 identicon

Það eru reyndar íþróttafréttamenn sem standa að vali á Íþróttamanni ársins og í reglugerð þeirra um valið segir að aðeins séu gjaldgengir íþróttamenn sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af ÍSÍ.

Guðni Þór (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 14:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt Guðni, íþróttafréttamenn velja íþróttamanninn fyrir hönd ÍSÍ. En ÍSÍ á pakkann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Skarfurinn

Tek undir með þér þetta er umræða á algjörum villigötum. Hún Gunna Dís í morgunútvarpi rásar-2 missti út úr sér í morgun að af því að Annie Mist hefði ekki typpi þá þá gæti hún ekki orðið íþróttamaður ársins hjá ÍSÍ, þvílík firra á rás allra landsmanna.

 Man þá tíð er Jón Páll, Magnús Ver og fleiri unnu stórsigra í afraunamótum þá kom samt aldrei til greina að þeir yrðu kosnir íþróttamenn ársins þar sem þeir voru ekki innan vébanda ÍSI, sama átti við um lyftingamenn í den þrátt fyrir frábæran árangur þeirra.

Skarfurinn, 5.8.2011 kl. 18:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Eyþór.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 21:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held, Skarfurinn, að sumir haldi að öll hreyfing sé íþrótt, en svo er auðvitað ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.