Forarvilpa í nýju fötum keisarans

Það hefur lengi verið mér ráðgáta hvað fær fólk til að borga háar upphæðir fyrir að baða sig í drullupolli.

enjoying-the-mud-bathBláa lónið er ekkert annað en drullupollur, dýr drullupollur. Vatnið er mettað af allskonar söltum, jarðefnum og öðru sem vatnið safnar í sig í iðrum jarðar, liturinn einn sannar að vatnið er langt frá því að vera hreint. Það mætti allt eins leggjast í næsta drullupoll á rigningardegi, væri hann heitur, þar má finna svipaða jarðefnasúpu.

Íslendingar borga hæsta verðið í pyttinn og gengistryggt. Verðið er ekki í íslenskum krónum heldur evrum og er 30 evrur, óbreytt frá því fyrir hrun. Þá kostaði 3600 íslenskar krónur ofan í sullinn, en núna er verðið 4800 krónur, en óbreytt verð fyrir útlendinga.

Blái pytturinn lætur Íslendinga niðurgreiða verðið fyrir erlenda ferðamenn. Þarna eru Íslendingar rændir um hábjartan daginn fyrir opnum tjöldum, og láta sér vel líka.

Það kostar 450kr  að fara í sundlaug, með hreinu vatni í Reykjavík og 400 kr í Grindavík, aðeins 2km frá vilpunni.


mbl.is „Sambærileg verðskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það eru útlendingar sem borga hæsta verðið.  Þeir borga meira en helmingi meira en íslendingar.  Það er staðreynd málsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2011 kl. 16:37

2 identicon

Samt sem áður alveg rétt hjá Magneu, sundlaugar eru reknar með okkar peningum svo þú veist í raun ekki alveg hvað þú ert að borga fyrir að fara í sund Axel.

 T.a.m. er rekstrarkostnaður nýju Ásvalla Sundlaugarinnar í Hafnarfirði áætlaður um 600.000 á dag.  Það kostar fyrir fullorðinn 340 kr.- og fyrir barn 5-17 ára 110 kr.-  

Til að reka þessa sundlaug á núlli þarf því daglega að koma ca 360 fullorðnir í laugina með 2 börn með sér m.v. að það sé opið alla daga á árinu.  Það gerir um 390þús gesti í laugina á ári sem jafnar þá gestafjöldann næstum því í Bláa Lónið!  Þetta er eingöngu ef allir kaupa stakt gjald en ekki 10 miða, 30miða kort eða hálfsárskort.

Gjald fyrir fullorðinn einstakling í sundlaug þyrfti að vera örugglega nærri 6-800 kr.- skiptið og treyst á að mæting yrði sambærileg og á núverandi verði til að reka sundlaugar.

Ég tel ekki óeðlilegt að vinsælasta einkarekna SPA fyrirtækið á Íslandi sé með það verð 6falt.  Auðvitað rukkar fyrirtækið verð sem fólk er tilbúið að borga......eru ekki íslendingar hangandi á börum landsins í dag og tilbúið að borga fyrir bjórinn 4falt verð m.a. þrátt fyrir kreppuna??

Varð að henda þessum vangaveltum á þig - ósammála því aðþetta sé dýrara en annað sem við "skynsömu" Íslendingar erum tilbúnir að kaupa endalaust þrátt fyrir kreppu.

Gunnar Már (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 16:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verðskráin segir 4800 kr. Ásthildur. Reyndar hægt að ganga í einhvern vinaklúbb og fá góðan afslátt. Það var í fréttum um daginn að það væri ekki eins einfalt og hnökralaust og látið er líta út fyrir, ég man bara ekki hvernig það var vaxið. En utan klúbbsins er verðið 4800 klippt og skorið.

Mér er slétt sama Gunnar hvað kostar í þennan drullupoll það mætti vera 20.000 mín vegna. Ég færi ekki ofan í hann þó mér væri borgað fyrir það. Þetta minnir á sögur frá því í gamla daga þegar öll fjölskyldan, þá sjaldan var farið í bað, notaði sama baðvatnið, hvert á eftir öðru.

Þó bæjarfélög niðurgreiði sundlaugar að einhverju leyti þá skírir það ekki 12 faldan mun og þess heldur væri enn ríkari ástæða til að fara frekar í hreint sundlaugarvatnið.

Mér finnst fyrir það fyrsta að verð á vöru og þjónustu á Íslandi eigi að vera í Íslenskum krónum og út frá því reiknað yfir í gjaldeyri, en ekki öfugt.

Ætli Bláa lónið greiði laun í evrum? Nei pottþétt ekki, því þá hentar það betur að vera með krónur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2011 kl. 18:02

4 identicon

Ég get tekið undir það með þér að bláa lónið er ekki annað en drullupollur og það er verið að rukka alltof mikið fyrir aðgang þarna inn, en það er þó búið að laga og bæta aðstöðuna í kringum þennan drullupoll frekar mikið frá því ég fór í hann fyrst og þeir fá alveg plús fyrir það.

Ég get þó ekki verið sammála um að það sé hreint vatn í almennings sundlaugum hér sem annastaðar. Eftir að 100-200 manns eru búin að baða sig í þeim þá eru þær lítið annað en svínasúpa, eini munurinn á þeim og bláa lóninu eru jarðefnin sem þú færð sem bónus þegar þú ferð í bláa lónið.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 00:39

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vatnið í sundlaugum er klórblandað til sótthreinsunar en ekki í Bláa lóninu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 05:30

6 identicon

Rétt er það, klórið drepur kannski eitthvað af örverum og bakteríum en er engu að síður eiturefni. Hvernig sem á það er horft þá getur vatnið á báðum þessum stöðum seint talist hreint.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 09:19

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við böðum okkur upp úr þessu sama vatni heima. Ef heita kranavatnið hefði lit Bláa lónsins þegar það kæmi úr krananum, myndi einhver nota það til baða?

Á köldum svæðum, eins og við þekkjum báðir, t.d. Skagaströnd var kaldavatnið, drykkjarvatnið, hitað með rafmagni og notað til baða. Það er a.m.k. hreint vatn. 

Sama er t.d. hér í Grindavík, kalt neysluvatn er hitað upp með jarðhitanum og notað í hitaveituna. Heita jarðvatnið er það mengað að lagnirnar þola það ekki til lengdar. En það vatn þykir fínt í Bláa lóninu, og sagt heilsusamlegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 09:58

8 identicon

Ég man hvernig þetta var fyrir norðan og sakna þess eiginlega svolítið, fyrst þegar ég fór í sturtu hér á höfuðborgarsvæðinu skildi ég ekkert í anskotans fúleggs lyktinni sem kom frá sturtunni og hárið á mér varð undarlega stíft en í dag tekur maður ekki eftir þessu þar sem það er orðið eðlilegt. Ég held að ég myndi sennilega hugsa mig tvisvar um ef vatnið væri einnig drullu brúnt.

Þetta er sama vatnið en ég vill trúa því að vatnið sem ég baða mig í hér heima sé ekki búið að renna um aðra manneskju, safna í sig svita, húðflögum, hárum og öðru sem mig langar helst ekki til að hugsa um, áður en það rennur út úr sturtuhausnum.

Samkvæmt því sem ég hef heyrt og lesið getur kísill haft góð/styrkjandi áhrif á húðina, ef ég man rétt þá var fólki sem átti við húðvandamál að stíða bent á að fara í bláa lónið hér áður fyrr, kannski ekki sem lækningu en það átti að hjálpa og ég gæti skilið að fólk myndi sækja í þetta af þeim ástæðum og þykir það skrítið að það teljist fínt að fara í þennan poll.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 10:35

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef vatnið lagar húðvandamál og exem, hvaða áhrif hefur vatnið á heilbrigða húð?

Lyf eru gefin við sjúkdómum, en engum heilvita manni dytti í hug að gefa heilbrigðu fólki lyf, hversu góð áhrif sem þau hefðu á sjúka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 10:40

10 identicon

Held að það sé nú kannski svolítið langt gengið að horfa á þetta sem lyf, réttara væri að horfa á þetta sem vítamín að mínu mati.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 10:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, ég er ekki að segja að þetta sé lyf. En harður áróður er rekin fyrir því að í vatninu felist lækning á húðsjúkdómum. Ég get ekkert um það dæmt, en ef svo er, af hverju dengir heilbrigt fólk sér þá í þessa "lyfjasúpu"?

Myndi einhver heilbrigður taka inn hjartalyf, bara af því  þau gagnist hjartveikum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 11:13

12 identicon

Sennilega myndi heilbrigður maður ekki taka inn hjartalyf ef hann vissi hvað hann væri með í höndunum.

En þrátt fyrir að því sé haldið fram að í þessu felist lækning/meðferð fyrir húðsjúkdóma þíðir það ekki að það sé skaðlegt fyrir fólk sem ekki er með húðsjúkdóma og mjög ólíklegt að þeir muni hafa neikvæð áhrif á pollinn hvað húðsjúkdóma varðar.

Kannski er það bara í eðli fólks að fara og velta sér upp úr drullunni líkt og svín vilja oft gera.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband