10 þúsund manna söfnuður barnanauðgara

Engin takmörk virðast fyrir því bulli, rugli og jafnvel hreinu ógeði,  sem fólk er tilbúið að undirgangast og framkvæma, sé því „smekklega“ hrært saman við Biblíuna.

Engu virðist breyta hversu mikið rugl og fjarri allri skynsemi slíkur „trúarboðskapur“  er, það virðist hægt að skapa trúarsöfnuði utan um nánast hvað sem er og laða fólk til fylgis við hverskonar óeðli.

Núna hefur leiðtogi þessa barnanauðgunar og fjölkvænis safnaðar í Texas verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, en söfnuðurinn heldur  örugglega áfram sínu „góða og uppbyggilega“ starfi og bíður þess að spámaðurinn snúi aftur í faðm safnaðarins.

Er það ekki venjan?

Athugið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


mbl.is Fjölkvænismaður í lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Söfnuðurinn er í fullu fjöri, Warren Jeff stjórnar honum úr fangelsinu; Hann er sá fangi í USA sem notar símann mest, með símareikninga upp á tugiþúsunda dollara, sauðirnir færa honum peninga.
Fólkið horfir á hann sem guð/Jesú endurfæddann; Draumur barnungra stúlkna þarna er að fá að vera með guðsmanninum góða.
Og svo það "besta" biblían styður allt það sem þessi maður/söfnuður gerir algerlega 100%; Warren Jeffs erfði þennan söfnuð frá pabba sínum.

Við sjáum alltaf svona hegðunarmynstur í trúarsöfnuðum, enginn vill trúa neinu illu upp á guðsmanninn; Við höfum séð þetta maargsinnis hérna heima, við höfum séð fórnarlömbin koma AFTUR inn í söfnuðinn sem hataði þau. Þetta er heilkenni.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 07:58

2 Smámynd: Mofi

Warren Jeffs tilheyrir sérstökum söfnuði Votta Jehóva en þeir fara eftir Mormónsbók en ekki Biblíunni.

Mofi, 10.8.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ó, jesús minn, Mofi, boðar bókin sú trú á stokka og steina eða er hún ekki bara afleggjari af Biblíunni, svona svipaður og þú þínir trúbræður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Mofi

Axel, Mormónsbók boðar allt annað. Ég samt kannast ekki við að hún gefi leyfi fyrir barnanauðgun.

Mofi, 10.8.2011 kl. 15:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki eru það mín orð Mofi að hún boði það.

Það virðist hinsvegar eðli sértrúarsöfnuða að lesa út úr Biblíunni, og öðrum helgiritum, það sem öðrum er gersamlega hulið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 15:55

6 Smámynd: Mofi

Axel, veistu til þess að Warren Jeff er að réttlæta sig með Biblíunni eða Mormónsbók?

Mofi, 10.8.2011 kl. 15:58

7 identicon

Biblían mælir með því að nauðga barnungum hreynum meyjum óvinarins, að gera við þær eins og menn vilja... eftir að menn eru búinir að myrða alla aðra; Varstu svo blindaður af extra lífinu í lúxus Mofi, að þú tókst ekki eftir þessu..

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 15:59

8 Smámynd: Mofi

Biblían talar um að eftir hernað þá geti hermenn tekið sér eiginkonur en ekki fyrr en þær fá eðlilegan sorgartíma.  Tel engann veginn að gera einhvern að meðlimi fjölskyldu sinnu og gefa þeim sama rétt þess sem er innfæddur er hið sama og nauðgun.  Erfitt að setja sig í spor fólks í allt öðru samfélagi og í stríðsástandi en það er alveg á hreinu að það er ekki verið að gefa leyfi til að fara með fólk eins og þér lystir og leyfa nauðganir.

Mofi, 10.8.2011 kl. 16:13

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mofi, hann er mormóni og fyrir þeim er það eitt og hið sama. Mormónabókin er aðeins túlkun eins sértrúarguttans á biblíunni og viðbót við hana.

En auðvitað er það þín skoðun að þeirra sértúlkun á Biblíunni sé röng en þín að sama skapi hárrétt, ekki satt?

Mín skoðun er að þetta sull ykkar sé allt rangt, en það er önnur saga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 16:18

10 Smámynd: Mofi

Axel, það er það sem þeir halda fram en slíkt stendst enga skoðun. Til dæmis kennir Mormónabók að það eru til margir guðir og við getum líka orðið guðir ef við förum eftir því sem Mormónsbók kennir. Þetta fer þvert á það sem gyðingar hafa kennt í meira en þrjúþúsund ár og kristnir hátt í tvö þúsund ár.

Axel
Mín skoðun er að þetta sull ykkar sé allt rangt, en það er önnur saga

Þýðir bara að þú ert afskaplega svipaður okkur. Þú telur að þín skoðun sé rétt og okkar röng og við teljum að þín skoðun er röng en okkar rétt. Eina leiðin til að finna út hvað sé rétt og hvað sé rangt er auðvitað alvöru rannsókn á málinu.

Mofi, 10.8.2011 kl. 16:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig getur þú talað um alvöru rannsókn Mofi, þegar þú hafnar samstundis öllum vísindaniðurstöðum og staðreyndum, séu þær í mótsögn við þína trúarlegu sýn á veruleikanum?

Ég tel alla trú og helgibókaritun, hvaða nafni sem þau nefnast, mannana sköpunarverk. Með öðrum orðum mennirnir sköpuðu guðina og segja þá hafa skapað sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 17:18

12 identicon

Þið getið þó allavega verið sammála um að vera ósammála.

Mér þætti gaman að vita hvar foreldrar þessara barna voru og hvort þau leyfðu þetta með trúarneistann í augunum. Ef svo er væri gaman að vita hvort þeim verður ekki refsað með honum fyrir að láta þetta viðgangast.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 18:20

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Níðingurinn hafði ofurvald á safnaðarmeðlimum, sundraði fjölskyldum, rak feður og eiginmenn úr söfnuðinum og gifti konur þeirra öðrum mönnum. Samfarir við börnin var "vilji" Guðs, svona fólk gerir ekki ágreining við hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 18:28

14 Smámynd: Mofi

Axel
Hvernig getur þú talað um alvöru rannsókn Mofi, þegar þú hafnar samstundis öllum vísindaniðurstöðum og staðreyndum, séu þær í mótsögn við þína trúarlegu sýn á veruleikanum?

Ég hafna ekki vísindalegum rannsóknum, er einmitt alltaf að benda á rannsóknir sem ég tel styðja mína heimsmynd.

Axel
Ég tel alla trú og helgibókaritun, hvaða nafni sem þau nefnast, mannana sköpunarverk. Með öðrum orðum mennirnir sköpuðu guðina og segja þá hafa skapað sig.

Ertu með einhverja heimsmynd sem menn sköpuðu ekki?

Mofi, 11.8.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband