Fellur ríkisstjórnin?

Óeirðirnar í Bretlandi eru komnar á það stig að lítið þarf útaf að bregða til að samsteypustjórn Camerons hreinlega falli.  


mbl.is Cameron boðar hertar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já hún fellur með sama áframhaldi því að það verður að tala beint við fókið en ekki svona! Hertar aðgerðir lögreglu og stjórnvalda bjóða uppá hertar aðgerðir almúgans.

Sigurður Haraldsson, 10.8.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: corvus corax

Sorglegt að íslenska þjóðin skuli vera svo huglaus og duglaus að hún gæti aldrei sameinast um að berjast fyrir tilveru sinni og réttlæti gegn vita vonlausum stjórnvöldum eins og t.d. norrænu HELferðarstjórninni sem nú iðkar sín níðingsverk á almenningi en verndar stórþjófahyskið sem kom öllu til helvítis.

corvus corax, 10.8.2011 kl. 12:45

3 identicon

Þetta fólk er ekki að mótmæla nokkrum hluti, þetta eru innflytjendur upp til hópa sem gengur um götunar, skemmir eignir, brennir eignir, stelur hlutum og drepur búðareigendur sem reyna að verja búðinar sínar

Guðjón (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 12:54

4 identicon

Ég sé nú litla ástæðu til að blanda pólitík inn í þetta þegar þessi skríll virðist bara vera að skemmta sér í að eyðileggja. Allavega efast ég mikið um að litlu búðirnar sem skríllinn er búinn að vera að leika sér að brenna hafi verið partur af pólitískum arm Englands.

Það er bara sorglegt hve langan tíma er búið að taka að stoppa þetta.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 12:56

5 identicon

Heill og sæll; Axel Jóhann - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Sigurður vinur minn Haraldsson; Þingeyingur, og corvus corax !

Það er einmitt; hið aðdáunarverða, við flestar erlendra þjóða - sem fólks af gjörólíkum uppruna, sem þar, suður á Bretlandseyjum, að hafa þann meginkost umfram þorra Íslendinga; að ÞORA að rísa upp, gagnvart stjórn völdum ýmsum, á sínum forsendum - hver; og einn.

Hér; heima á Íslandi, eru það stöku þvergirðingar - sem réttlætis sinnar, eins og við; ég og þú, Sigurður Þingeyingur, og corvusinn, sem værum til í, að leggja allt í sölurnar, til þess að losna við VIÐBJÓÐ Jóhönnu og Steingríms - Davíðs og Halldórs, auk annarrs skemmdarverka fólks, af áþekkum toga.

En; fólk verður að átta sig á, að slíkt gerum við ekki, einir og sér - held ur; með samtakamætti fjöldans, því illráða og eiginhagsmuna hyskið, hefir Vaktara skrattana (lögreglu) sér til halds og trausts, því miður - eins og sýndi sig við Rauðavatn, gagnvart Sturlu og hans félögum - svo og, við Alþingi og Stjórnarráð, síðar.

Því; gerir heiptin ekkert annað, en að stigmagnast í hugum okkar, gagn vart Helvítis hvítflibba- og blúndukerlinga óþverranum, piltar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson; telst til svikaranna, þar sem hann hunzaði margföld skilaboð, af minni hálfu, um samstarf, um mögulega byltingu, Andskotans rafturinn, sá.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fæ ekki séð að einhver sérstakur hópur manna standi að þessu umfram annan. Þetta virðist vera allra stétta skríll án pólitísks markmiðs, með eyðilegginguna eina að markmiði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 14:52

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér sýnist á fréttum að almenningur sé að þjappa sér saman til þess að styðja yfirvöld. Ef nokkuð er þá ættu þau því frekar að styrkjast en falla.

En kannski var orðið tímabært að taka aðeins til í UK?

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 16:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er kannski þörf á hreingerningu í UK, en þetta er ekki leiðin til þess. Hvorki þar eða annarstaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 18:13

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, kannski er þetta eina leiðin?

Þegar loksins út úr safnþrónni flæðir ef enginn hefur haft áhuga á því að tæma hana reglulega. Hvað þá mæla óþverrann sem mallar þar undir niðri.

Hvers eiga saklausir innfæddir, indverjar, asískir, arabar, austur-evrópskir og afrískir að gjalda? Þetta er fólkið sem núna leggur sig í lífshættu til þess að verja sitt og sína!

Vonandi dugir þetta ófremdarástand til þess að kippa óþjóðaliðinu úr umferð - verst að nú eiga breskir engar óbyggðar nýlendur...

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 18:41

10 identicon

Þessu sömu saklausu menn hættu að vera saklausir um leið og þeir tóku sér tól í hönd og fóru að koma sínu á framfæri á kostnað annara og urðu glæpamenn.

Þetta er langt í frá að vera besta og eina leiðin til þess að verja sinn rétt.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 18:51

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hallgrímur, hver er besta leiðin til þess að verja sinn rétt?

Eitthvað sem maður gerir fyrirfram eða eftirá?

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 19:12

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta lið er ekki að verja hvorki eitt og annað. Þetta eru beinar árásir og spellvirki á annað fólk og eigur þess.

Hvernig gæti ég varið félagslega stöðu eða stöðuleysi mitt með því að fara í næsta hverfi og kveikja í eigum annarra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 19:23

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, nú gefst ég upp! Ef enginn nennir að lesa innlegg mitt #9 en leggur samt út af innleggi mínu #?, þá það...

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 19:41

14 identicon

Ég skil að staðan geti verið sú að fólk sé búið að fá nóg og það sé farið að sjóða uppúr.

Hver besta leiðin til þess er fyrir hvern og einn að dæma hverju sinni, sennilega væri hægt að skrifa alfræði rit um það hver besta leiðin sé því það fer algerlega eftir aðstæðum.

En, ég er nokkuð viss um að sú leið sem þeir eru að fara núna er ekki sú heppilegasta og kemur sennilega frekar til með að vinna gegn þeim til lengri tíma, það er ef þeir eru að reyna að verja sín réttindi.

Mig grunar nú að sú sé nú ekki raunin heldur að þetta sé einungis gert til skemmtunar og tilgangurinn sé í raun sá að skemma sem mest, en það eru bara mínar getgátur.

Hallgrímur Þór Axelsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 20:25

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hallgrímur, ég held að við séum að skiptast á skoðunum í kross. Allavega ef þú ert sonur Axels Jóhanns, sem ég er oftast sammála - nema þegar pólitíkin er annars vegar. :)

Ég var að tala um allt saklausa fólkið sem tekur höndum saman um að verja eigur sínar og heimili gegn skrílnum.

Þrír múslimar voru drepnir í gær þegar þeir reyndu að verja sitt. Í dag vörðu tyrkneskir sitt hverfi. Þetta ástand hefur ekkert að gera með "rasisma" heldur glæpamenn gegn heiðarlegu fólki af öllu tagi.

Kolbrún Hilmars, 10.8.2011 kl. 20:57

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er sorglegt, eðlilega reyna menn að verja eigur sínar. En ofbeldismennirnir eru ekki að verja neitt, eða koma á framfæri einhverjum skilaboðum, ofbeldið og eyðileggingarhvötin er eini tilgangurinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2011 kl. 21:23

17 identicon

Halló

Ég hef búið í nálægð Manchester, Oxford og suður Englandi Crawley... Þessi læti koma mér ekki á óvart! Mig grunar að þessir hryðjuverkamenn sem ganga um borgir Englands séu Englendingar sem hafa verið án atvinnu í fleiri en eina kynslóð, fólk sem setur sig mikið upp á móti útlendingum í Englandi. Mín reynsla er og var sérstaklega í suður Englandi að það er og hefur verið stórhættulegt að vera útlendingur í þessu landi...Mér þykir leitt með að saklaust fólk hefur tapað lífi og eignum í þessum látum en ég held að Englendingar séu búnir að búa sér til þessi vandamál sjálfir. Ekki er til padent lausn á þessu, og mikilvægt að þeir sem sitji við stjórn leisi vandan...kannski að fyrstu ákvarðanir séu ekki þær réttustu en vonandi að þeir ráði framm úr því...

kv

Gutti

Guttormur (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 01:46

18 identicon

Sá reyndar frétt fyrir nokkrum vikum um að í einu hverfi í Englandi, man ekki hvaða borg, giltu sjaria lög!!! Hafði þá íbúi þar límt miða á ljósastaura í hverfinu og á honum stóð að í hverfinu gilda sjaria lög þar sem ekki megi ganga í háhæluðum skóm og ekki sé áfengi leyftásamt fleiri leiðbeinadi reglum...mynd fylgdi fréttini af manni með sítt hökuskegg og var hann í mussu og á kollinum hekluð húfa. Kannski að almenningur í Englandi sé orðinn þreittur á þessu ástandi...en ég held samt að það sé ekki mikil hugsun á bak við atburði síðustu daga...kemur þá á óvart hversu skipulögð þau eru...

kv

Gutti

Guttormur (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 02:07

19 identicon

logreglan drap ovopnadan mann http://blog.alexanderhiggins.com/2011/08/09/london-riot-investigation-police-planted-bullet-lied-murdered-man-open-fire-52881/

 og svo tegar motmaelundur sofnudust saman til ad motmaela firir framan lodroglu stod bardi logreglan 16 ara stulku med kilfum ut af tvi ad hun var eitkvad ad rivast vid ta

http://www.youtube.com/watch?v=GyxRnD-DnNw&feature=player_embedded

og svo tetta

http://www.youtube.com/watch?v=neN5FiTOIJY&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.