Táradalurinn mikli

Samtök atvinnulífsins tala aldrei um annað en erfiða tíma, hjá þeim eru aldrei góðæri, engu auðveldara er fyrir launþega eitthvað til þeirra að sækja þegar best lætur en verst.

Það er grátið út í eitt hjá SA, sama hvernig ástandið er. Þeir mega eiga það, að í grátinum standa þeir sig vel hjá SA, Grátmundur  formaður og Tárahjálmur framkvæmdastjóri. Tárahjálmur hefur sennilega landsins stærstu tárakyrtla síðan Kristján Ragnarsson var og hét hjá LÍÚ. Sá gat nú grátið, og grætt alla í kringum sig, gott ef hann var ekki ábyrgur fyrir syndaflóðinu forðum.

Hvergi er slegið af taumlausri græðgi og tilætlunarsemi þeirra ríku og kröfum þeirra á ríkið um ívilnanir og skattalækkanir hverskonar.

Til eru þeir stóreignamenn og atvinnujöfrar sem sjá ljósið, en andskoti eru þeir orðnir fáir. Warren Buffett hvatti nýverið til skattahækkana á sér og öðrum hátekju- og stóreignamönnum  í Bandaríkjunum.

Hann sagði þá ofurríku endalaust gera ósanngjarnar kröfur um skattalækkanir og ívilnanir hverskonar án þess að leggja nokkuð sem neinu næmi til samfélagsins og til varnar landinu meðan millistéttin og látekjufólk bæri byrðarnar og mannaði herinn, honum og öðrum efnamönnum til varnar.

Svona maður var Þorvaldur heitinn í Síld og Fisk, hann borgaði sína skatta og skyldur með bros á vör og glöðu geði og bað jafnvel um meira.

En síðan Þorvaldur hvarf yfir móðuna miklu hafa Íslendingar engan auðmann átt sem ekki telur verulega að sér vegið með sköttum og gjöldum hverskonar. Einu gildir hversu hratt, kröftuglega og vel auðmenn okkar hafa efnast. Hver króna sem samfélagið krefst af þeim er rán í þeirra augum, jafnvel þó þeim hafi áskotnast meira fé en þeim endist ævin til að eyða, þó þeir gerðu ekki annað.

Svo gráta þeir og gráta, búmennirnir í AS, sem sögðu vaxtalækkun í kjölfar hrunsins forsendu fyrir þeirra upprisu, vextirnir lækkuðu, en þeir liggja enn vælandi með nefið í sverðinum og krefjast þess að þeim verði snýtt, þegar þeim hentar.

  


mbl.is Mótmæla skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband