Demantur eða kolamoli

Mér fannst þessi frétt um demanta stjörnuna fjarlægu skemmtileg, þann auð og þá möguleika sem hún í hendi fyrir mannkynið, þó ferðalag þangað verði aldrei annað en draumsýn.

En sá draumur virðist samt mun nær raunveruleikanum en hugsýn þingflokks Vinstri Grænna að atvinnustefna þeirra komi þessu landi einhvern tíma að gagni.

  


mbl.is Demantastjarna í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er maður feginn að mannkynið skuli aldrei getað nálgast þessa demantsplánetu.......!!!!!!

....ja dúdde mía......

Einar Örn (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 00:02

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála ykkur báðum Axel og Einar Örn.

Það yrði skelfilegt sem dyndi yfir heiminn, ef hægt yrði að fanga demantana. Allir yrðu brjálæðislega nýríkir, þangað til auðvitað að einhverjum dytti í hug að það væri allt of mikið af demöntum, en þá yrðu þeir álíka verðlausir og atvinnustefna Vinstri Grænna er í dag.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.8.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki verðmeiri en rykið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2011 kl. 00:34

4 identicon

....ekki hafa þessar rosalegu áhyggjur...elsku Bergljót!

.....nema kannski Steindór eða Strætó bjóði uppá ferðir þangað ;-)

Einar Örn (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 01:17

5 identicon

Hún myndi ekki vera verðmikil sem glys og glingur, en mjög verðmæt sem efni í skurðtól.

Ég myndi nu ekki slá það út af borðinu að vit gætum aldrei ferðast svona langt... maður veit aldrei hvað við finnum upp á, ef mannkynið nær að tóra nægilega lengi

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 09:01

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einar Örn, bara til þess að þú vitir það, þá hef ég ekki minnstu áhyggjur. Þetta átti að vera svona létt spjall hjá mér, en einhverveginn tókst mér að koma því inn hjá þér sem þunglyndisrausi. Allir með Strætó, allir með Stræto,enginn með Steindóri, því hann er soddan svindlari.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.8.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.