Ökusvín

210935-Tough-Hog-Riding-A-Blue-Chopper-Motorcycle-And-Speeding-Past-Poster-Art-PrintEitthundrað og fimmtíu þúsund króna sekt fyrir svona dauðans akstur er brosleg refsing, þó því til viðbótar komi 3ja mánaða svipting ökuréttinda og heilir 3 punktar í ferilskránna.

Kappinn glottir eflaust út í annað án þess að gera sér grein fyrir að lögreglan forðaði honum kannski frá því að kála sér, eða það sem verra væri, að drepa einhverja aðra. Svona dauðans hraðakstur er ekki einkamál þeirra sem hann  stunda.

Þriggja mánaða varðhald ásamt upptöku á ökutækinu væri nær lægi fyrir svona glæpsamlegan akstur, ásamt þriggja ára sviptingu ökuréttinda.

Það gæti náð glottinu af svíninu.


mbl.is Mældur á 201 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona fólk ætti að vera svipt ökuskirteini í að minnsta kosti ár, ásamt hárri sekt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það dugir ekki Ásthildur. Þeir sem aka svona sýna hverjum sem þeir mæta eða taka framúr banatilræði. Ökutækin á að gera upptæk við svona brot.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2011 kl. 23:45

3 identicon

Það sem fram kemur í þessari frétt er rangt. Mörkin sem sektarammi reglnanna nær til á 80 svæði er tvöfaldur hámarkshraði að frádregnum vikmörkum, þ.e. 160 km/klst. Í þessu tilviki verður viðkomandi aðili að öllum líkindum ákærður og fer fyrir dóm.

Ingi (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sjálfsagt mál þeta svona ökuníðingar eiga í hlut.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 08:24

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á 80 sóne í noregi á 201 kmh.. er ökuskírteinið tekið á staðnum, viðkomandi færður í járnum fyrir dómara og kemurekki út á götu aftur fyrr en eftir amk 6 mánuði auk þess mun hann missa teinið ævilangt og fá sekt sem nemur íbúðarverði..

tek dæmi.. ég ók á 71 kmh í 60 kmh sone.. ég fékk 2900 kr norskar í sekt og 2 punkta í teinið. hefði ég verið á 80 þá hefði ég misst teinið..

Óskar Þorkelsson, 1.9.2011 kl. 09:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Norskir vegir eru reyndar margfalt hættulegri en íslenskir, krókóttir og nánast einbreiðir á flestum stöðum fyrir utan öll göngin.  En þessar sektir hér eru of lágar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 10:35

7 identicon

Mynd af ökumanni  ,svifting  ökutækis, og  há sekt . Svona fólk  ber enga virðingu fyrir lífi sínu og annara. Þessi á eftir að súpa seyðið af akstri sínum þó síðar verði. Því miður dæmin sanna það.

Ásthildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:50

8 identicon

Mynd af ökumanni ? til hvers vantar þig mynd af manninum ? hahahaha !!

jon jons (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:13

9 identicon

200km hraði á mótorhjóli er allt annað en bíll á 200km hraða, vegna þess eitt stk hjól er um 200kg en eitt stk bíll um 1,2tonn.

huggþúngi mótorhjóls á 200km hraða er kannski svipaður og huggþúngi bíls á 100km hraða. 

Nilli (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 14:33

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ó, er það Nilli?

Hjúkk maður. Þetta er þá í lagi. Enginn hefur nefnilega dáið þegar bíl var keyrt á þau á 100km hraða.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.9.2011 kl. 15:39

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað heldur þú Nilli að bíll þurfi að vera á miklum hraða til að bana manni, með því að keyra á hann?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2011 kl. 16:44

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ásthildur.. þessi fullyrðing þín stenst engan veginn.

Óskar Þorkelsson, 1.9.2011 kl. 18:00

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú víst stenst hún það var bara í fyrra sem ég ók frá Tromsö til Östre, þaðan með rútu frá Östre niður til Oslóar.  Ég fór líka yfir grensan til Svíþjóðar, það var eini vegurinn sem var breiður á við íslenska þjóðveginn, Vestfirðir ekki taldir með.  Og ég veit vel hvernig norskir þjóðvegir eru út frá því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 19:33

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég bý í noregi og keyri rútu.. ég hef auðvitað ekkert vit á þessu :)

Óskar Þorkelsson, 1.9.2011 kl. 19:58

15 identicon

Ég sagði aldrei að þetta væri í lagi Ingibjörg, en alvarleiki málsins finnst mér mun minni en fólk vill meina hér að ofan.

Nilli (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:17

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Nilli, ég get ekki séð að ferðamátinn skipti máli þegar þú ferðast á houm á 200km hraða innanbæjar. Eða bara almennt á vegi þar sem margir aka.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 1.9.2011 kl. 20:25

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þér finnst sem sagt of mikið úr því gert Nilli að 200 kg hjól með 90 kg manni sé á 200 km hraða þar sem enginn á von á slíkum skeytum, af því að verra gæti það verið? Skil ég það rétt?

Ég held að ég muni það rétt að 5 kg hlutur sem er laus í bíl framkalli 6 tonna ákomu við árekstur á 90 km hraða.

Eigum við þá að hugsa það til enda Nilli, hvað 290 kg af vanvita og hjóli veldur margra tonna ákomu við árekstur á 200 km hraða? 

Af því þú varst að bera þetta saman við bíl á 100 km hraða, hvort heldur þú að hjólið eða bíllinn eigi meiri möguleika á að stöðva í tíma, þegar hætta skapast?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2011 kl. 20:35

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar auðvitað þekkir þú þetta betur en ég, en þeir vegir sem ég ók um voru svona.  Og ég get sagt þér ástæðuna.  Vegagerði í Noregi er afar erfið, það þarf að sprengja fyrir öllu vegarstæði, þar sem klappir eru rétt undir jarðvegi.  Og annað er það að þar sem svo stutt er í grjótið, þá eru akrar bóndanna verndarði, þannig að það má ekki fara gegnum ræktuð tún, því það er mikið mál að rækta upp grasbletti.  Þannig að vegirnir liggja meðfram ökrunum í hlykkjum og akreinarnar eru eins mjóar og hægt er, vegna kostnaðar við að byggja upp vegina.  Eru margar brautir í Noregi til dæmis með fjórar akreinar þ.e. tvær sitt í hvora áttina?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 21:45

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ásthildur, vegirnir í Troms eru þeir verstu í noregi.. tromw og finnmark eru vestfirðir noregs. að miða við þessa vegi og segja að vegir noregs séu verri en á íslandi er svipað og að segja að vestfirskir vegir séu íslenskur standard..

í kringum oslo eru vegirnir 2-3 akreinar í báðar áttir.. AÐALVEGIR.

hámarkshraðinn er þar 80 - 100 km eftir köflum.

Að sektir í noregi fari eftir vegastandard eins og þú ýjar að að ofan er rangt.. nojarar taka bara hart á öllum yfirsjónum.

Óskar Þorkelsson, 2.9.2011 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband