Ómarktæk og klúðursleg könnun

Hafin er á netinu undirskriftarsöfnun undir merkjum skynsemi.is með eftirfarandi texta: 

 „Við skorum á Alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“

Ekki langur texti en óskiljanlegur með öllu! Hvað er átt við að leggja aðildarumsóknina til hliðar? Á ekki að hætta við heldur geyma umsóknina um tíma en taka hana svo upp aftur? Hvað þarf umsóknin að liggja lengi til hliðar svo fullnægjandi sé?  Viku, mánuð, ár?

Er hægt að leggja umsóknina til hliðar, eru ekki bara tveir kostir í stöðunni, halda áfram eða hætta við?

Þessi könnun er í senn viðvaningslega og illa gerð og gersamlega ómarktæk. Hún er eins og hönnuð fyrir þá sem vilja hafa rangt við.  Undirskrifendum er boðið upp á að skrifa undir þessa áskorun undir nafnleynd!  

Það verður alveg nýtt í undirskriftasöfnunum að safna svo og svo miklum fjölda af ósýnilegum undirskriftum.

Þessi nafnleynd er ávísun á svindl. Hver sem er getur falsað hvaða nafn sem er, sé það gert  undir nafnleynd.  Nafnleyndin tryggir að menn geta ekki kannað hvort undirskrift þeirra hafi verið fölsuð.

Þegar listinn er skoðaður er ljóst að hann skrifast í tímaröð og þegar saman liggja 5 til 6 nafnlausar undirskriftir, getur maður ekki varist þeirri hugsun að einn og sami aðilinn hafi á einu bretti innritað alla fjölskylduna.

Þessi könnun sýnir og sannar að brýnt er að lög verði sett og það rammað inn hvernig framkvæma beri svona netkannanir.

  


mbl.is Hátt í 2.000 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er sambærilegt við það sem ég gerði síðast og það var ekkert hægt að finna að því annað en það sem fólk vildi væla yfir án þess að skilja hvernig svona kerfi virka, og svo ýmsir sem reyndu sitt besta til að hafa áhrif á undirskriftasöfnunina með því að fótósjoppa skjáskot og reyna að villa á sér heimildir. Þú ert núna að endurtaka sömu rulluna og margir gerðu síðast en Persónuvernd fann ekkert að.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.9.2011 kl. 20:35

2 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Ef menn skrifa á pappír, er það þá birt opinberlega jafn óðum, nei nafnleynd, er eðlilegur hlutur.

Það er ekkert óeðlilegt við orðalagið, að leggja til hliðar er mjög auðskiljanlegt, það er annað en samningsmarkmið Íslands eða það sem Samfó taldi VG trú um þegar þeir samþyktu könnunar viðræður, sem endaði sem allsherjar aðlögun.

Hjalti Sigurðarson, 7.9.2011 kl. 20:48

3 identicon

Hespa þessu af og leyfa okkur að kjósa um málið; Annað er della.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 21:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar ég kannaði nafni, hvort mitt nafn væri á listanum þá fékk ég upp eftirfarandi leitarniðurstöðu:

Athugið að niðurstöður sýna ekki nöfn þeirra sem hafa óskað nafnleyndar

Ég veit því ekki nema mitt nafn sé þegar komið á listann. Það er mér og flestum öðrum næg ástæða til að telja þessa könnun í besta falli marklysu og þarf ekki einhvern kerfisskilning til þess. Ég hef ekki séð þetta form áður í svipuðum könnunum. Hefur Persónuvernd úrskurðað um einmitt þetta atriði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hljóta allir að sjá muninn á því Hjalti, að handskrifa á undirskriftalista í viðurvist söfnunaraðila eða sitja einir við tölvuna heima eða í vinnunni og kvitta undir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 21:13

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Allar þær rafrænu undirskriftasafnanir sem hafa verið gerðar á þessu ári byggja á þeirri aðferðarfræði sem við notuðum hjá kjósum.is.  Þar voru engar undirskriftir sýndar einmitt vegna persónuverndarsjónarmiða og Persónuvernd var hrifin af því.  Ferlið varðandi uppflettingar (sem þú getur nýtt þér ef þú ert smeykur um að fólk hafi skráð þig að þér óforspurðum) fékk ég hugmyndina að á fundi hjá Persónuvernd og voru þau hrifin af því ferli.

Lagalega er enginn munur á því hvort undirskriftasöfnun er rafræn eða á pappír.  Sá sem skrifar undir ber ábyrgð á því að nota einungis sín persónueinkenni (nafn og kennitölu) þótt honum sé heimilt að skrá aðra með þeirra samþykki.  Tæknilega er heldur enginn munur að skrifa undir undirskriftasöfnun á vefsíðueða á pappír sem liggur á næstu bensínstöð.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.9.2011 kl. 21:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað á DoctorE, að klára viðræðurnar.

Ég er þess fullviss, að útkoman  úr samningum verði þannig að ekki þurfi að efast um hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara, með það afgerandi hætti að ESB aðild verði ekki nefnd næstu 20 - 25 árin.

Að hætta við umsóknina núna, leggja hana til hliðar, eða hvað menn vilja kalla það, mun ekki skapa annað en áframhaldandi deilur um þetta fjandans mál sem verður þá áfram óútkljáð.

Ef þessar deilur um ESB taka að mati andstæðinga aðildar of mikinn tíma frá öðrum málum, þá eru hæg heima tökin fyrir þá að taka málið af dagskrá þar til samningum lýkur. Það eru engir aðrir sem halda þessum deilum um keisarans skegg gangandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 21:35

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta rugl nafni, að engin munur sé á rafrænni undirskrift og á pappír er auðvitað háð því að undirskriftin sé þess sem hún er sögð vera.

Ég get ekki gengið úr skugga um að ég sé ekki á listanum. Ég prufaði það og fékk upp eins og ég sagði áður þennan texta:

Athugið að niðurstöður sýna ekki nöfn þeirra sem hafa óskað nafnleyndar

Þetta segir mér beinlínis að mitt nafn sé á listanum undir nafnleynd frekar en það að það sé þar ekki.

Þú snýrð þig ekki út úr því, frekar en 5 til 6 manna nafnlausum samstæðum á listanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 21:45

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hérna nafni:  http://skynsemi.is/blog/?page_id=21

Þegar ég sá um kjósum.is tók kerfið við yfir 42.000 skráningum.  Af þeim var ein sem eigandi nafns og kennitölu óskaði eftir að væri flett upp sínu nafni og kennitölu (af hundruðum beiðna, flestar þeirra fullar af hatri og fyrirlitningum ásamt hótunum um lögsóknir fyrir eitthvað ótilgreint, bara vegna þess að þeim líkaði ekki við söfnunina) sem átti ekki heima þar að sögn eiganda.  Ég benti honum á að kæra það til lögreglu þar sem við gætum gefið lögreglu upp ip-tölu svo hægt væri að rekja ætlað brot.  Ég hef enn ekki heyrt í lögreglunni.

Ég er ekki að snúa mig út úr neinu, en ég hef lesið persónuverndarlögin, staðið að undirskriftasöfnun á netinu áður og verið í samskipum við Persónuvernd og á sínum tíma við ráðgjafa um upplýsingaöryggi.  Hversu mikið af þessu hefur þú gert nýlega?

Axel Þór Kolbeinsson, 7.9.2011 kl. 22:09

10 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Skagstrendingur !

Svo vel; þekki ég til Axels Þórs, nafna þíns - að ég tel hann, meðal þeirra mestu drengskaparmanna, sem  ég hefi kynnst.

Einarðlegur; heiðarlegur og hógvær, stundum full hógvær, fyrir minn smekk reyndar, en þér er alveg óhætt, að taka mark, á hans fram setningu, allri.

Klúður söfnunarinnar; hinsvegar, felst í því, að leyfa einhverjum rolum að skrá sig á listann, án þess að koma fram, á Riddaralegan máta, undir fullu nafni - eins; og ég kom inn á, á minni síðu, fyrir stundu.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan. úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 22:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef enga ástæðu til að ætla að þessi könnun sé ekki sett fram í góðri trú Óskar og menn vilji vel. En eins og þú bendir líka á er á könnuninni verulegur meinbugur, sem ómerkir könnunina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 22:51

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég er andvígur aðild Íslands að ESB.  En það er hið besta mál að fá niðurstöðu í hvað er í boði.  Það er endalaust búið að rífast um að staða Íslands í ESB verði þetta eða hitt.  Þar á meðal tilvísanir í ESB sé svona eða hinsegin.  Samningsviðræður hljóta að þýða að um eitthvað sé að semja.  Fáum niðurstöðu í hvað sé í boði og hvað sé ekki í boði.  Þá er hægt að taka afstöðu til dæmisins.  Hvað er svona varasamt við að þjóðin fái að vita um hvað dæmið snýst og taka afstöðu til þess? 

Jens Guð, 9.9.2011 kl. 00:32

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jens.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband