Eru þessar undanrennur rjómi Sjálfstæðisflokksins?

Fari Hanna Birna fram gegn Bjarna Ben verður það fráleitt keppni milli tveggja glæstustra foringja Sjálfstæðisflokksins.

Slagurinn verður keppni þeirra tveggja „leiðtoga“  Sjálfstæðisflokksins sem landað hafa flokknum verstu kosningaútkomum í sögu hans, í borginni annarvegar og landsvísu hinsvegar.

Einhvern tíma hefðu slíkir ókostagripir ekki verið á vetur settir, hvað þá að þeir yrðu látnir keppa um hvor þeirra væri flokksins mesti gæðingur.

Aumur er þá afgangurinn, verð ég að segja.


mbl.is Útilokar ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sú er ánægð með sig. Er þetta ekki bara byrjunin á því að , borgarstjórinn, seðlabankastjórinn, og forsætisráðherrann fyrrverandi og ritstjórinn núverandi, geysist fram á völlinn til að bjarga málunum. Ligga, ligga, lá, og ja, á, guð hjálpi þeim þa,á!!!!!!!!

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.9.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég yrði ekki hissa þó Hádegismóri yrði ræstur út. Það þarf örugglega ekki að hvetja hann mikið eins og egóið er á þeim bænum. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.