Er Desmond Tutu skemmdarvargur?

desmond tutuSiðblindir kjánar og ruglukollar sem stunda skemmdarverk og eignaspjöll til að vekja athygli á skoðunum sínum, kalla sjálfa sig gjarnan „aðgerðasinna“, sem er brosleg nafngift og öfugmæli.

Það er því athyglisvert að sjá Morgunblaðið kalla hinn virta og merka erkibiskup, baráttumann mannréttinda, Nóbelsverðlauna- hafann og mannvininn  Desmond Tutu, aðgerðarsinna.


mbl.is Beygi sig ekki undir vilja Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttumenn fyrir réttlæti eru kallaðir aðgerðasinnar í dag.  Var hann ekki andófsmaður í denn?

Annars hélt ég alltaf að aðgerðasinnar væru þeir sem vilja gera strax að fiski þegar hann kemur um borð í bát eða skip. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gengur ekki að nota sömu heiti um þá sem fara með friði og þá sem gera það ekki.

Eru menn ekki að leggja frjálslega út af enska orðinu activ (virkur)?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 13:26

3 identicon

Á wikipedia er talað um activist.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sá það Stefán, en er það ekki í merkingunni  framkvæmdasamur, virkur þátttakandi í t.d. pólitísku starfi?

Merking og orðsins "aðgerðarsinni" hefur með réttu eða röngu tengst skemmdarverkum hér á Íslandi, það á Mogginn að vita og því er notkun þessa orða ekki tilhlýðileg í þessu sambandi þó um "beina" þýðingu kunni að vera að ræða.

Enda er bein og orðrétt þýðing er oft ekki brúkleg þegar koma þarf hugsun og hugtökum rétt og skilmerkilega á framfæri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 13:51

5 identicon

Á að kalla hann baráttuman fyrir réttlæti?  Spurning hvað réttlæti er.  Kanski bara baráttumann.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 13:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó réttlæti sé afstætt, eins og flest, þá hika ég ekki við að setja Tutu á bekk merkustu manna síðustu aldar, við hliðina á Mandela, Gandhi, Martin Luther King, svo fáeinir séu taldir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 14:03

7 identicon

Desmond Tutu á svo sannarlega heima með þessum mönnum.  Ætli margir sem muna ekki eftir aðskilnaðarstefnunni í S-Afríku viti hver hann er?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 14:09

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er óðum að fenna yfir hrylling aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í S-Afríku, því miður. Það er öllum hollt og víti til varnaðar að vita og muna slíka atburði sögunar og halda þeim á lofti. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.