Ríkiđ lokađ nćstu daga - Mulningur #69

Áfengi skammtađ

brennivínÁfengisútsölu ríkisins var lokađ í gćr og verđur hún lokuđ nokkra daga. Ástćđan er sú, ađ ríkisstjórnin hefur ákveđiđ ađ taka upp skömmtun áfengis. Áfengisskömmtuninni verđur hagađ ţannig , ađ allir, karlar sem konur, er náđ hafa 21 árs aldri, geta fengiđ skömmtunarbók hjá lögreglustjóra, hver í sínu hérađi.

Áfengisskammtur karlmanna á mánuđi hverjum verđur tvćr flöskur af sterkum drykkjum eđa fjórar flöskur léttra vína. Skammtur kvenna er helmingi minni.

Skömmtun ţessi átti ađ hefjast í dag en prentun skömmtunarbókanna („áfengisbókanna“) er ekki lokiđ. Áfengisútsalan verđur ţví lokuđ ţar til bćkur ţessar koma á „markađinn“.

                                                                                       Frétt 1.10.1940. Heimild; Öldin okkar.

 

Athygli vekur ađ ţáverandi ríkisstjórnin (Ţjóđstjórnin A+B+D) telur ástćđu til, af gefnu tilefni vćntanlega, ađ draga meira úr áfengisneyslu kvenna en karla. Ekki fylgir sögunni hvort ţetta ráđslag skilađi ţeim árangri sem til var ćtlast og dregiđ úr eftirspurn áfengis. Eđa hvort ţeir sem hafi ađ stađaldri notađ áfengi í hófi eđa alls ekki, hafi séđ sér leik á borđi og nýtt sér ţorsta annarra og keypt sinn „skammt“ og selt á svörtu. Svo ekki sé talađ um ţá vítamínsprautu sem ţetta hefur veriđ fyrir blessađ smygliđ.   

Skömmtunar- og haftastefnur hverskonar hafa aldrei áorkađ öđru en efla brask og svartamarkađsviđskipti og fćra viđskiptin úr skattskyldu umhverfi niđur í undirgöng skattsvika. Ţrátt fyrir áratuga afleita reynslu af ţannig efnahagsráđstöfunum eru sumir stjórnmálamenn enn ţann dag í dag fastir í gömlum hjólförum hafta og úrrćđaleysis.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ásdís Sigurđardóttir, 23.9.2011 kl. 12:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband