Föðurlandsvinurinn Árni Finnsson

Árni Finnsson náttúru-„ragú“ nr.1 bar sig illa í hádegisfréttum útvarps, hvar hann kvartaði sárann yfir breytingum á nefndaskipan Alþingis.

Árni hefur verulegar áhyggjur af því að með sameiningu og fækkun nefnda þingsins og breiðari verksviði þeirra muni talsmenn verklegra framkvæmda á Alþingi og landsbyggðarþingmenn ná að þrengja sér í þá nefnd þingsins sem fer með umhverfismál. Þangað eiga auðvitað ekkert erindi önnur sjónarmið en - umhverfisöfgar 101.  

Þessar breytingar vega að rómaðri réttlætiskennd Árna Finnssonar, manninum sem taldi ekki eftir sér að labba sér inn í Bandaríska sendiráðið og krefjast þess að Bandaríkin beittu  Ísland viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða.

Árni Finnsson – hann er þjóðhollustan og réttsýnin uppmáluð!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gallinn við "broskarla" Ásdís, er að ekki er merking þeirra alltaf á hreinu.

Ég velti því t.d. fyrir mér hvort ég á að taka karlinn til mín fyrir skrifin eða hvort hann er skoðun á Árna Finnssyni og Bjarmalandsför hans í Bandaríska sendiráðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2011 kl. 14:23

3 Smámynd: Snorri Hansson

Mjög þörf ábending. Öfgamenn hvort sem er á trúar eða umkverfis sviðinu eru þjóðarmein.

Snorri Hansson, 6.10.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Snorri og þitt innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband