Skip á beit í höfninni?

Þau eru mögnuð blaðabörnin á Mogganum. Þau segja að flutningaskipið Axel „hafi tekið niður“ á sandrifi í Sandgerðishöfn. Allir vita hinsvegar(nema blaðam á Mogga) að skip taka niðri, þegar þau rétt snerta botn, steyta á botni. Ef skip festast hinsvegar alveg þá stranda þau.

Orðatiltækið „að taka niður“ er hinsvegar notað um skepnur sem, rétt kroppa í grasið og samkvæmt því sagði Mogginn skipið vera á beit í Sandgerðishöfn.

Önnur frétt var fyrir skömmu á Mbl.is um eril í höfninni í Neskaupstað og sagði blaðið skip þar, liggja við höfn. En eins og allir vita koma skip til hafnar og leggjast við bryggju, sem er staðsett innan hennar.

E.S.  Nú hafa þeir leiðrétt fyrirsögnina, svo þeim er ekki alls varnað!  

Skip tók niður á sandrifi

  554306

06:36 Flutningaskip tók niður á sandrifi þegar það var á leið frá Sandgerðishöfn í nótt. Bátur frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og

 

 

 


mbl.is Skip tók niðri á sandrifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu á staðnum??????????????  Nei ég held ekki. Það var ég.
Varstu að vinna við Björgunn á að koma honum að stað. Nei!!! Það gerði ég.
Flunga skipið Axel tók niður í útsiglinguni í sandgerði og áti erft að athafna sig vegna stærðar og þraungra innsiglingar.
Með fyrirfram þökk Jóhann K Berthelsen Bátsmaður á Björgunarskipinu Hannes Þ. Hafsteinns

Jóhann Berthelsen (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:02

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann takk fyrir þitt innlegg.  Nei ég var ekki á staðnum og þurfti þess ekki því færslan snýst bara ekkert um strandið sjálft, losun skipsins eða er lýsing á því.

Færslan er um slæma íslensku kunnáttu blaðamanna á Mogganum, ekkert annað. Engin tilraun var gerð til að fara inn á ykkar verksvið þarna í Sandgerðishöfn, eða vegið að ykkur á nokkurn hátt.

Það er hinsvegar slæmt, þó broslegt sé stundum, þegar fréttamiðlar geta ekki sagt frá svona atburðum á íslensku, þannig að vel skiljist.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband