Aðför framsóknarkvenna að Vigdísi Hauksdóttur

Á hverju ætti Egill Helgason svo sem að biðja Vigdísi Hauksdóttur afsökunar?  Hvað er það í fari þingkonunnar sem Egill er ábyrgur fyrir, er það eitthvað eitt eða allur pakkinn; heiftin, reiðin, biturðin, ambögurnar og jafnvel  ábyrgðaleysið og ófyrirleitnin.

Annað hvort sjást framsóknarkonur ekki fyrir í viðleitni sinni að breiða yfir bresti og galla þingkonunnar  -  eða að þetta er útpæld aðför framsóknarkvenna að Vigdísi.  Því þetta tiltæki þeirra gerir fátt annað en auglýsa myndbandið og veikja stöðu þingmannsins og var vart á bætandi.

En hvort heldur er, þá kann Vigdís þeim örugglega litlar þakkir fyrir tiltækið.

Takk fyrir framsóknarkonur, þetta myndband hefði farið framhjá mér ef þið hefðuð ekki verið svo almennilegar að vekja á því athygli.

 


mbl.is Benti einungis á myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki best að láta Gillzenegger sjá um þessar svokallaðar Framsóknarkonur?.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og kenni þeim mannasiði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2011 kl. 22:14

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þvílí tæknileg mistök sem kvennahópur Framsóknar er að gera með þessari stór auglýsingu.

Heilsíðuauglýsing í blöðunum um húmorsleysi Vigdísar hefði engu þar við bætt.

hilmar jónsson, 8.10.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er engu líkara Hilmar, að þetta sé útpælt og með ráðum gert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2011 kl. 22:46

5 identicon

Leyfi mér að benda á:

http://www.youtube.com/watch?v=i428bRkF4aE&feature=player_embedded

En þetrta er samt ekki einelti. Harðneita því! Svona er þetta bara...

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 00:41

6 identicon

Afritist og límist (copy & paste) í vafra að eigin vild.

Fv. Ybbar Gogg (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 00:42

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Fv. Ybbar Gogg. Afar fróðlegt 

"Okkar stefna gengur ekki á það að fara inn okkar stefna er sú að sækja um aðild (að EBE)....." Hvað þýðir þetta, hvað er Vigdís að segja?

"alveg skýr stefna".... segir hún!

Hún vill sækja um aðild að ESB en ekki með það að markmiði að fá aðild! Þetta er ofar mínum skilningi.

Vigdís ætti að temja sér að tala ekki hraðar en heilinn ræður sæmilega við. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2011 kl. 08:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eitt er að tala óvarlega eða vitlaust.  Annað er að bloggheimur allur róðist að fólki með hæðni og illvilja.  Ég skammast mín fyrir þetta og líður rétt eins og í lúkasarmálinu.  Af hverju er fólk svona illgjarnt og hefur yndi af að ráðast allir á einn?  ÉG segi það er ljótt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 10:11

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...svona eins og og árásirnar á Jóhönnu og Steingrím?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2011 kl. 10:14

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má alveg segja það.  En er ekki málið að þau eru ráðamenn þjóðarinnar og mistök þeirra afdrifaríkari en einhverjir málfrasar frá þingmanni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 10:17

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er þetta í fínum gír, sé mið tekið af magninu. Það sem Vigdís fær yfir sig núna (tvö eða þrjú samanklippt myndbönd) og nokkur blogg er aðeins brotabrot af því sem yfir J&S hellist, hvort heldur miðað er við innihald eða magn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband