Bláa helhöndin skelfur

Ekki þarf að efast um að Steingrímur verði endurkjörin formaður VG með afgerandi kosningu.

blaa hondinEn hinsvegar eru margir sem vilja og vona að svo fari ekki, eðlilega, enda eru það allt helbláir og krónískir kjósendur íhaldsins.

Íhaldsmeindýrin hafa hátt, ekki vantar það,  spara ekki stóru orðin í garð Steingríms, sem þeim stendur stuggur af, enda er hann að öðrum ólöstuðum hvað öflugastur andstæðinga bláu helhandarinnar, nú um stundir.

  


mbl.is Tvö í framboð gegn Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:36

2 identicon

Hvernig er hægt að skelfast formann floks sem þurkast út í næstu kosningum???

casado (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 13:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi bláa hönd má alveg skjálfa fyrir mér en Steingrímur er jafn óvinsæll og Sjálfstæðismenn, svo ég held að þeir ættu að skjálfa ennþá meira ef skipt verður um formann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 13:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

casado, ertu kominn með úrsliti í næstu kosningum í hendur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 13:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur, ég held að óvinsældir Steingríms komi ekki til með að skipta máli á landsfundi VG, því andstæðingar og hatursmenn hans sitja ekki þetta þing, þeir tilheyra öðrum flokkum.

Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar þá væri auðvitað best að Bjarni fái ekki mótframboð, mér er lítill akkur í því að flokkurinn sá styrki sig, sem hann myndi óhjákvæmilega gera verði Bjarna velt úr sessi. Skiptir þá litlu hver gerði það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 13:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Steingrímur var endurkjörinn með 73% atkvæða sem verður að teljast harla gott fyrir "jafn óvinsælan" mann!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 13:21

7 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann - og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Þessi landeyða; Steingrímur J. Sigfússon, hefir svipuð áhrif, á fylgjendur sína, eins og Raspútín munkur hafði forðum, við Rússnesku Keisara hirðina.

Og; öll munum við, hvernig þar fór, svo sem.

Einhver ógeðfelldasta afurð; sem úr Þingeyjarsýslum hefir komið - og er þá mikið sagt.

Í öngvu; gætir áhrifa ''helblárrar handar''''íhalds'' þjónkunnar, í mínum ranni -  miklu fremur; óhugnaðar til þess ofurvalds, sem þessi óþverri hefir, til skemmdarverka sinna - sem arftöku, eftir sína fyrir ennara, í íslenzku valdakerfi, og er það miður, að Íslendingum hafi þokað lengra fram á við, en raun ber vitni, Axel minn.

Kátust eru jú; yfirgengileg fjármálaöflin, með þess kosningu yfirsmala síns, vitaskuld. 

Með; öngvu að síður, beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 13:43

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona, svona!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 13:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það getur vel verið að óvinsældir hans komi annarsstaðar frá.  En þær raddir hafa líka heyrst innan grasrótar VG.  Nú er bara að sjá hvað gerist, meiri líkur en minni eru á að það verði endanlegur klofningur í flokknum.  En við sjáum hvað setur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 13:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Engir formenn stjórnmálaflokka eru óumdeildir.  Sjálfstæðismönnum hefur þó tekist einna best allra flokka að leyna óánægjuröddum innan flokks með sitjandi formann, þó það eigi ekki við núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 14:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Axel, þinn formaður var kosinn rússneskri kosningu ertu að segja mér að allir séu svo ánægðir með hana  Tek samt fram að ég er alveg sammála þér með foringjahollustuna í Sjálfstæðisflokknum, en sú sama foringjahylli er nefnilega í ÖLLUM FJÓRFLOKKNUM.  Þeir hafa sankað í kring um sig hirð jámanna sem mæna upp á forystusauðinn, hafandi enga sjálfstæða skoðun á málum og gjamma svo í takt við það sem formaðurinn lætur út úr sér, og  já nótabene ímyndarhönnuðir flokkanna, þessir sem semja ræðurnar, klæða og greiða formönnum og eru með klappiskilti á lofti ef þeir opna munninn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:34

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigum við ekki að leyfa bláu krumlunum að skjálfa í friði, þær eru búnar að gera það svo lengi hvort eð er. Snúum okkur að því að koma bæði rauðu og grænu krumlunum til að skjálfa, og koma svo þeim, sem þær eiga, frá.  "Good riddance" eins og þeir segja á erlendum tungum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.10.2011 kl. 19:54

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Bergljót. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband