Ímyndarsmíð

j0118639Mogginn reynir hvað hann getur að fegra ímynd Bjarna Ben fyrir komandi formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum. Mogginn greinir m.a. frá því að Bjarni hafi tekið upp á þeirri nýbreytni, fyrstur formanna flokksins, að baða sig reglulega, í þeim tilgangi að líta vel út.

Svo er auðvitað nauðsynlegt í svona ímyndarsmíð að koma því að Bjarni hafi marga fjöruna sopið í líkamsrækt og hafi víðtæka þekkingu á því sviði. Þetta er eins og stöðluð ljósku tilsvör í fegurðarkeppnum, þegar þær misskilja sjálfa sig.

En sennilega þarf sterkari efni en vatn og sápu, haldi Bjarni og Mogginn að hann geti þvegið af sér nálykt flokksins.


mbl.is Þekkir engan sem lítur ekki í spegil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he he...góður Axel.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 07:50

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En Hanna Birna? Er hún ennþá óböðuð, úr því ekkert minnst á hana?

Er ekki eitthvað erlent modelfyrirtæki til í að ráða þennan nýbaðaða í vinnu, einhvernveginn held ég hann myndi sóma sér vel í auglýsingabransanum, en alveg endilega erlendis.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 08:32

3 identicon

MBL að reyna að planta inn fölskum minningum um Bjarna.

MBL telur nefnilega að falskar minningar virki, þeir tóku td þann pól í hæðina að Guðrún Ebba væri með slíkar minningar.

Svona er nú krossD

DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 10:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En mikið er gott að hann Bjarni fer reglulega í bað.   Spurningin er bara hversu reglulega, einu sinni á dag, einu sinni í viku, einu sinni í mánuði, einu sinni  ári..........

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 10:59

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er hreint alveg dásamlegt, Bjarni Ben hinn hreini.

Bjarni sig baðar oft, oft á dag,

blessaður drengurinn.

Brosandi blíður og flokknum í hag,

brothættur fengurinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 13:08

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Smá  "nasty" leirbull.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 13:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 13:38

8 Smámynd: Jens Guð

Allt fram streymir endalaust;
ekki benda á mig.
Bjarni hreini baðar sig
bæði um vor og haust

Jens Guð, 10.11.2011 kl. 15:08

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir yndisleg innlegg kæru vinir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.11.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.