Ég er þakklátur og klökkur

Bjarni Ben er, rétt eins og ég, þakklátur og klökkur að loknu formannskjörinu.

Það er full ástæða til að þakka landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir formannskjörið. Landsfundurinn hafnaði möguleikanum sem hann hafði til að opna gluggann og hleypa ferskleikanum inn. Fundurinn valdi þess í stað að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram slappur og skuggalegur flokkur.

Þetta var því gagnlegur landsfundur eftir allt saman. Fátt gefur betri nætursvefn en slappur og atkvæðalítill Sjálfstæðisflokkur.

Ég viðraði þá skoðun mína fyrir formannskjörið að flokkurinn ætti langt í land að geta stigið það spor að velja sér konu sem formann, 30 ár sagði ég á einu blogginu, gott ef það gengur ekki eftir. Líklegt má telja að fyrsta konan sem verður formaður Sjálfstæðisflokksins fermist í vor.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Fermist í vor ? Þú ert bjartsýnn..

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður og ég er samála þér.

Sigurður Haraldsson, 20.11.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjartsýni hefur alltaf verið talið mitt helsta böl, Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 15:44

4 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 15:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Sigurður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 15:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og þitt innlegg Sigurður Kristján.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 15:51

7 identicon

Sæll.

Þín kátína er mín sorg, ég ól þá von brjósti að hér yrði hægt að kjósa einhvern flokk næst en nú það víst borin von. Þetta formannskjör verður flokknum og þjóðinni dýrt. Flokkurinn verður þá væntanlega áfram á miðjunni en hér vantar ekki miðjuflokk heldur hægriflokk sem vill minnka verulega ríkið og skattheimtu. Slíkt myndi skapa mörg störf á skömmum tíma. Það fattar Bjarni þó ekki.

Endurkjör Bjarna tryggir það að flokkurinn getur ekki gagnrýnt stjórnina fyrir Icesave né heldur þessa vitleysis ESB umsókn. Hann var að daðra við evruna fyrir ekki svo löngu síðan og sýndi þar berlega að hann veit ekkert um efnahagsmál. Margir spáðu fyrir um þessi vandræði evrusvæðisins. Afstaða hans í Icesave sýndi líka berlega að hann skyldi hvorki haus né sporð á því máli þó hann eigi að heita lögfræðingur.

Bjarni grobbaði sig m.a. af því að vera búinn að ná flokknum upp í það fylgi sem hann hafði fyrir hrun en það er ekkert afrek þegar haft er í huga að hér stjórna vonlausir sósíalistar og hér er verulegur fólksflótti vegna óstjórnar og ráðaleysis. Sumir fá skuldir felldar niður en ekki allir. Er það norræn velferð?

HB er ekkert mikið betri en Bjarni en það var flokknum bráðnauðsynlegt að skipta um skipstjóra vegna vingulsháttar núverandi formanns, flokkurinn nær því ekki upp í 40%+ í næstu kosningum eins og hann gæti hæglega ef skipt væri út. Það verður því veruleg bið á að ástandið í efnahagsmálum lagist og að atvinnulausum fækki :-( Þetta var þó vafningslaus niðurstaða :-)

Helgi (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband