Hvaða tímamót á konukjáninn við?

Hvað á Ólöf Nordal við þegar  hún segir að kjör hennar og Bjarna til forystu í Sjálfstæðisflokknum marki tímamót í baráttunni við vinstri öflin og ríkisstjórnina?

Voru þau ekki í nákvæmlega þeirri sömu forystu fyrir landsfundinn án þess að það teldist eitthvað tímamarkandi eða eftirtektarvert?

Var það kannski ákveðið í hliðarherbergjum á landsfundinum að til leiks myndu mæta alveg nýr Bjarni, öflugur og ákveðin og glæný Ólöf magnþrungin og mergjuð í stað liðleskjanna og sleikipinnana sem þau áður voru?

Þarf ekki meira til að skapa trausta forystu en hó, hó og hallelúja í hliðarherbergjum landsfundar?


mbl.is Ólöf kjörin varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil þetta ekki alveg heldur

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2011 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi er þetta ekki svona hjá þeim öllum..VG, S, D og B. Varð ekki vör við annað en hallelúja líka hjá minni fyrrverandi Samfylkingu..Þoli ekki orðið þessa sjálfsdýrkingun í hverju horni stjórnmálanna. Ég er "best-ur"..Og hvar sést árangur hinna bestu? :((((

En eins og vinur okkar fyrir austan segir..

Með beztu kveðjum úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.11.2011 kl. 19:44

3 identicon

Það urðu óneitanlega straumhvörf þegar Björn og Friðrik mættu ferskir á fundinn með málamiðlunartillögu.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/20/bjorn_og_fridrik_hjuggu_a_hnutinn/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 19:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólöf Noðdal er óttalegur kjáni í Pólitík..

Vilhjálmur Stefánsson, 20.11.2011 kl. 20:43

5 identicon

Mér finnst það óttarlega sorglegt að setja einhverja baráttu gegn vinstri flokkum og ríkisstjórn fremst á spjótið.  Þó svo að núverandi valdhafar séu að senda mig og aðra sem tilheira millistétt landsins til helvítis þá er þetta ekki rétta leiðin til að vinda ofan af því sem ríkisstjórnin hefur gert okkur og ekki gert fyrir okkur.

Ég held svei mér þá að það sé komin tími á klofning úr Sjálfstæðisflokknum sem snýr aftur til róta gamla flokksins og setji frelsi einstaklingins til að gera framtíð sína þolanlega á eigin spýtur að möguleika aftur.

Ég nenni að vinna 12-14 tíma vinnudaga til að koma undir mig fótunum og tryggja framtíð mína, en mér dettur ekki til hugar að standa í því núna þegar skatturinn er kominn upp að olnbogum í veskinu hjá mér.

Stebbi (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 23:02

6 identicon

@Stebbi:

Ég held að nú sért alveg að negla þetta. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður ekki ólíkur Sf, hér vantar frjálshyggjuflokk sem segir það óhikað að ríkið eigi ekki að vera með puttana í öllu, segja þarf upp þúsundum opinberra starfsmanna og lækka skatta verulega. Hið opinbera hér er alltof stórt eins og raunar á Vesturlöndum almennt, ríkið er með nefið ofan í öllu og passar okkur eins og börn. Birgir Ármannsson sá t.d. ekkert athugavert við að styðja forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Hann ætti að kynna sér málið aðeins betur ekki ekki látast stjórnast af hræsluáróðri.

Vandinn er bara að núverandi forysta Sjallanna skilur ekkert í þeim málum sem eru mikilvæg, Bjarni á að heita lögfræðingur en afstaða hans í Icesave sýndi að hann skyldi ekki það mál. Hann var að daðra við evru fyrir fáum árum síðan og sýndi þá líka að hann skyldi ekki þá galla sem þessu evru samstarfi fylgja en margir sáu núverandi vandræði þar fyrir.

Helgi (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 23:23

7 identicon

Kannski Hanna Birna geti nú vakið upp siðferði og samvisku í höfði sér.. og sagt sig úr spillingar og vanhæfisflokknum.

Ef sjálfstæðisflokkur væri fótboltalið þá væri það lið ömurlegasta lið sem sést hefur á klakanum... við erum að tala um tap leiki upp á 100000 gegn núll.

Er það ekki merkilegt að við leggjum meira upp úr því að hafa gott fótboltalið en stjórnmálamenn... er það ekki geggjað

DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.