Ákalli forsetans svarað

Þá hefur Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fengið það fram sem hann kallaði eftir í nýársársávarpi sínu.

 „Skorið á mig og ég fer hvergi“.

Ólafur verður í kjöri í sumar, ætlaði sér sennilega aldrei annað. En ásskorunina vildi hann fá, svona til að styrkja egóið útá við og þá ekki síst fyrir erlenda fjölmiðla, sem eru honum ær og kýr.

En hvað um það þá er ég fullkomlega sáttur við að hann verð áfram.

Svo þarf auðvitað að spara, það er nóg að hafa tvo forseta á fullum launum, þó sá þriðji bætist ekki við. 


mbl.is Tæp 3000 hafa skorað á forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætla að skora á hann að halda áfram, er reyndar búin að því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: hilmar  jónsson

JÓlafur verður afskaplega glaður með að kveðja undir tregasöng ykkar.

Nákvæmlega það sem leikarinn setur traust sitt á.

Að kveðja undir mildum hjáróma tregakór, sniff sniff...Passar alveg inn í leikmyndina..

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 21:12

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil ekki þessi sinnaskipti af og á með forsetann. Frá mínum bæjardyrum séð hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur alveg frá því hann synjaði lögum Davíðs og til þessa dags.

Ég hef aldrei metið forsetaembætið eftir pólitík. Ef ég hefði gert það hefði ég aldrei kosið Ólaf í upphafi, sem ég gerði. Burt með þá pólitík sem sumir vilja draga inn í embætti forsetans, sama hvoru megin það kemur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2012 kl. 22:57

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Og er hann ekki pólitískur í dag að þínu mati Axel..Egópólitískur ?

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 23:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var hann þá ekki pólitískur Hilmar, þegar hann synjaði lögum Davíðs og við vinstrimenn glöddumst-----og sumir hverjir úr hófi fram?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2012 kl. 23:24

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, hann hefur alltaf verið pólitískur, en fyrst og fremmst hugað að því sem rassi hans hefur best hentað hverju sinni..

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 23:38

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...sem núna ná ekki upp í hvoruga nösina á sér?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2012 kl. 23:46

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

nr 7 var viðbót við nr 5

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2012 kl. 23:47

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og á okkur að líka og mislíka á víxl ákvarðanir hans eftir því sem þær falla að okkar pólatískageðslagi í það og það skiptið?

Ég er aðeins að reyna Hilmar, að vera sjálfum mér samkvæmur í afstöðu minni til forsetans og málefna. Ég get ómögulega hrósað honum og lastað í senn fyrir sama hlutinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.1.2012 kl. 23:53

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Skil hvað þú ert að fara Axel og ég virði skoðun þína.

En alveg burtséð frá pólitík finnst mér maðurinn ekki alveg að vera uppfylla starfslýsinguna:

Sameiningartákn þjóðarinnar. Hann er of umdeildur í dag.

það er að mínu mati alveg nóg að allt logi á alþingi þó að Bessastaðir bætist ekki á bálið.

hilmar jónsson, 20.1.2012 kl. 23:57

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get alveg tekið undir það með þér Hilmar að óeirðirnar í þingmeirihlutanum eru í sjálfu sér nóg útaf fyrir sig, og raunar utan míns skilnings.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2012 kl. 00:08

12 identicon

Eru menn ekki bara að reyna sitt besta svo óli verði heftur og hamlaður á forsetastól.. ha, forðasst að skattman komi aftur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband