Eðalbílar Íslands

taxi_cartoonEru íslenskir leigubílar orðnir það flottir og ökumenn þeirra svo pjattaðir og fínir með sig að farþegar megi ekki taka með sér farangur í bílana? Þarf að panta sendibíl undir farangurinn?

Ökumenn leigubíla eru, sam- kvæmt minni reynslu,  sérlund- uðustu og  þvermóðskufyllstu þjónustuaðilar landsins og gersamlega gersneyddir þeirri þjónustulund sem starfið krefst. Þegar sest er upp í leigubíl er mætti oft ætla af viðmótinu að leigubíllinn sé  ekki fyrir þig, heldur að þú sért fyrir hann.

Undantekningar frá þessu eru vissulega til en þær eru afar sjaldséðar.

  


mbl.is Fékk ekki að vera með skóflu í leigubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ert þú búinn að vera í leiguakstrinum lengi?! Furðulegt að dæma heila stétt út frá örfáum einstaklingum. Flestir hafa fengið vonda þjónustu í verslunum eða veitingahúsum, þá hljóta allir sem vinna á þessum stöðum að vera óalandi og óferjandi einstaklingar!

THOR (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú hugsaðir aðeins THOR, ættir þú að sjá að ég er að tjá mig sem notandi leigubíla. Þar sem ég er kominn yfir miðjan aldur hef ég tekið ófáa leigubílana og m.a. oft lent á sömu ökumönnunum, sem ekki hafa brugðist "væntingum".

Þjónustulundin er er yfirleitt í öfugu hlutfalli við annríkið. Þegar mikið er að gera snýst allt um að ná sem flestu startgjöldum, sem gefa hlutfallslega meira en langur akstur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2012 kl. 13:48

3 identicon

Thad er vel hugsanlegt ad margir leigubilstjorar leyfi folki ad hafa med ser hluti sem komast fyrir i bilnum en thegar manneskja er i annarlegu astandi tha er kannski bara best ad neita theirri manneskju um far.

Eg myndi halda ad their sjai auman a folki serstaklega ef snjothungt er, og thad er vel hugsanlegt ad venjuleg manneskja taki med ser skoflu til ad hjalpa kannski aettingja vid snjomokstur.

En i thessu tilfelli kemur thad fram i frettinni ad madurinn var ekki alveg eins og flestir adrir og ekki hefdi eg viljad leyfa manneskju i annarlegu astandi med [hugsanlegt] barefli inn i bilinn.

Enda syndi thad sig svo, madurinn notadi skofluna a bilinn.

Ninni (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 17:07

4 identicon

ég tek undir að nær allir leigubílsstjórar eru fantar og tala ég sem Harkari á leigubíl og þekki allflesta leigubílsstjóra sem starfa í Reykjavík og líta niður á ,,Okkur" harkarana. það þarf að taka til í þessu td. Leigubílsstjórar reykja í bílunum og hirða lítið um bílana osfv.

Örn (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 20:58

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef oft keyrt leigubíl um lengri eða skemmri tíma Axel. Veit adð það er rétt að margir sem hafa leyfi, ættu að vera heima hjá sér að nöldra.

Helftin af leifubílstjórum eru hinsvegar liprir og þjónustulundaðir, enda er það eina leiðin til að lifa af.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2012 kl. 07:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Heimir. Auðvitað man maður betur eftir verri tilfellunum en hinum.

Gallinn er sá Heimir að menn geta ekki "valið" sér bíl, þeir verða að taka þann næsta í röðinni, hvor sem að er sá fúli eða lipri. Það fyrirkomulag tryggir þeim fúlu jafn mikið að gera og hinum, svo hvatinn er ekki mikill fyrir þá fúllyndu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 09:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fékk rafpóst varðandi þessa færslu og tel efni þess eiga fullt erindi inn í þessa umræðu og því tek ég mér það bessaleyfi að birta það. Ég þakka sendandanum fyrir skrifin.

"Sæll Axel.

Árni heiti ég og starfa sem leigubílstjóri á höfuðborgarsvæðinu eða kannski réttara sagt suðvestur horninu.

Ég er búinn að starfa við leigubílaakstur meira og minna síðan 1996. Mér sárnar svolítið að þú skulir dæma 500 manna stétt og að auki nokkur hundruð

afleysingamenn út frá þessari frétt eða þinni reynslu, þó svo að þú sért kominn á miðjan aldur.

Nú vitum við ekki alla söguna á bak við þessa frétt, það má vera að maðurinn hafi verið í “annarlegu” ástandi og viljað taka með sér skólfuna inn í farþegarýmið.

Það að sjálfsögðu á ekki að leyfa, þess vegna höfum við farangursrými ekki satt? Það að leyfa ekki skólfu gefur farþeganum engan rétt á því að skemma eða valda skemmdum

á leigubílnum, það hlítur að vera til einhver annar farvegur til að leysa þann ágrenning.Ég held að flestir okkar hafi upp á að bjóða þjónustulund, en það getur komið fyrir

að farþeginn ætlist til of mikis og fari fram á eitthvað sem ekki á heima í fólksflutningabíl. En gleymum því ekki að í öllum stéttum þjóðfélagsins eru einhverjir svartir sauðir.

Akstur um helgar getur verið varasamur, farþegarnir geta verið ofurölvi, undir áhrifum fíkniefna eða annarra vímugjafa. Þessir vímugjafar fara misjafnlega í menn,

en aðrir meðhöndla vímuefni af varúð, getum við sagt. Við megum oft þola skemmdir á bílum okkar, sem aftur þýðir tekju tap fyrir okkur, við megum þola allskyns skammir, hótanir

og stundum ofbeldi að hálfu farþega.

Ég til dæmis var að vinna s.l. nótt og var mjög heppin með mína kúnna sem allir voru til fyrirmyndar. En auðvitað getur það komið fyrir að ég fái útúrdrukkna farþega, eins og gerðist

fyrir nokkru síðan. Sá maður hafði verið að skemmta sér um nóttina og fengið sér kannski einu glasi of mikið og sofnaði í bílnum í sætinu við hliðina á mér.

Ég átti að keyra honum í eitt úthverfa bæjarins. Eins og fyrr segir þá sofnaði maðurinn, og á leiðinni í hans hverfi byrjaði hann að slá til mín á meðan ég ók bílnum og Það oftar en

einu sinni. Það var bæði mjög óþægilegt og hættulegt, hann hætti ekk fyrr en ég náði að grípa í hendina á honum og haldið honum nokkuð rólegum. Þegar svo á endastöð var komið

tókst mér loks að vekja kauða, en átti hann eftir að greiða fargjaldið og bað hann mig að koma með sér inn til að fá fargjaldið greitt. Þegar hann ætlaði svo að opna dyrnar að heimili sínu

þá var hann lyklalaus og enginn svaraði dyrabjöllunni. Eftir nokkurt streð tókst mér loks að fá hann til að greiða fargjaldið, og kom þá í ljós að hann var alla tímann með greiðslukortið í veski sínu.

Ekki datt mér nokkurn tímann í hug að vera með einhver læti eða dónaskap við manninn. Ég einfaldlega bað hann að greiða fargjaldið, en í þrasið fór í það minnsta 15 mínútur fyrir utan tímann

sem það tók að aka manninum heim til sín.

Ég skal með glöðu geði bjóða þér akstur, gegn greiðslu að sjálfsögðu, hvenær sem er, hvert sem er, svo lengi sem ég er ekki þeim mun lengra en sem svarar 15 min akstri til þín, frá þeim stað

sem ég er í það skiptið.

Bestu kveðjur,

Árni Árnason

aar@isl.is

Svölutjörn 55

260 Reykjanesbær

Sími: 421 6599

GSM: 862 6599"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.