Skálmöld er gengin í garð

ameríski draumurinnÍ bandarískum glæpa-  bíómyndum kemur iðulega fram hræðsla manna um líf sitt, beri þeir vitni gegn glæpamönnum og samtökum þeirra.  Þetta lýsir eflaust Bandarískum veruleika á raunsannan hátt.

Þessi ómenning er greinilega líka orðinn íslenskur veruleiki, ef marka má réttarhöldin í þessu skotárásarmáli, nema hvað hér á landi er ekki enn farið að drepa vitnin. Það er eflaust stutt í það.

Skálmöld er gengin í garð á Íslandi, byssur og önnur vopn hafa verið tekin til daglegs brúks í undirheimum Íslands.

Það þarf aðgerðir gegn þessum glæpagengjum strax. Aðgerðir en ekki orðagjálfur og innistæðulausar yfirlýsingar innanríkisráðherra, sem sjálfur trúir ekki orði af því sem hann segir.


mbl.is Aðalvitni ber við minnisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi bleyða var nógu feginn að flýja í fang lögreglunnar með byssuna í rassgatinu. Svo reynir hann að koma i veg fyrir að hinir verði teknir úr umferð. Á ekki að kæra hann fyrir dópsölu og  fjárkúgun?

Skattborgari (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það á skilyrðislaust að fylgja þessu máli eftir út í alla anga þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 10:48

3 identicon

Númer eitt, dómar eru of vægir; Hér á landi geta menn limlest fólk, skilið þáð eftir heiladautt í götunni.. og fengið dóm sem skilar glæpamanninum á götuna.. kannski eftir eitt ár eða svo; Og hann fær medalíu frá glæpasamtökunum.. .Meira að segja morð, morðingjar koma á götuna eftir nokkur ár; Barnaníðingar.. svotil  sloppnir.

Þetta er mannréttindabrot gegn þjóðinni og einnig gegn þessum glæpamönnum.. en enginn vilji er til að taka á þessum málum.. núll
Vegna þess að íslendingar eru fífl.. really

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þér DoctorE að dómar séu yfirleitt of vægir í vel flestum málum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 10:56

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef ég skil hlutina rétt, má nota orð þín gegn þér í USA, en ekki þögnina. Það er því best að halda kjafti. Í Bretlandi má nota það gegn þér ef þú vilt ekki segja frá, eins og í þessu tilfelli. Ég vona að á Íslandi sé breska leiðin farin. Beri hann við minnisleysi þegar það er auðsjáanlega lygi, á hann að fá hæsta mögulega dóm fyrir glæpinn.

Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 11:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu Villi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 11:53

7 identicon

Taka ekki Íslendingar allt upp eftir Svíum. Ætli það verði ekki farin sænska leiðin - smá dialog og boðið svo upp á eina með öllu -.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:56

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sænskt, hefur vissulega átt nokkrum vinsældum að fagna hér á landi. Margt gott kemur þaðan, en þeir eru vissulega mistækir eins og aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 12:00

9 identicon

Bann á vímuefnum býr til atvinnu fyrir svona gúbba... Ef þessir gúbbar hefðu ekki markaðinn fyrir fíkniefni, þá hefður þeir ósköp lítið til að gera, þyrftu líkast til að fá sér ærlega vinnu...
En á meðan ríkið ber hausnum við stein.. telur að bann gerir eitthvað annað en að búa til öflugar glæpaklíkur.. þá munu þessar klíkur stækka og eflast, og enn meira ofbeldi fylgja í kjölfarið.

Mark my words...

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 12:56

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú telur sem sagt DoctorE,  að með lögleiðingu eiturlyfja muni götu-gangsterar landsins  sjá sæng sína upp reidda og fá sér ærlega vinnu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 13:12

11 identicon

Hef grun um að lögleg eiturlyfjasala myndi frekar stækka markhópinn. Neðanjarðarstarfssemi mun halda áfram að blómstra, bönn eða ekki.

Jón Flón (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 14:00

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg sammála þér Jón Flón.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 14:05

13 identicon

Þessi þróun er fullkomlega eðlileg þó hún sé afar slæm,

það eru gott og heiðarlegt fólk sem eru að þróast í að verða svokallaðir gerendur í heimi glæpa.

þegar fjölskyldur sjá enga framtíð vegna skulda sem þau ná ekki að standa í greiðslum þá er neyðinn og sjálfsbjargarhvötin það eina sem getur fætt og klætt börnin þeirra og svo það gífurlega fjármagn sem það loks uppsker úr fíkniefna sölu,það sér von fyrir sína og óttin hverfur og jafnvel fangelsisdómur er vel ásættanlegur því núna veistu að sala á ólöglegum fíkniefnum er alltaf örugg,og það versta er að þarna erum við að tala um fólk sem aldrey meðhöndlaði svona né nokkurn tímann datt í hug að leiðast út á þessa braut og þetta eru öguðustu duglegustu sölumenn dauðans og nota ekki efnin.

þetta gott fólk er ég vitni að í okkar samfélagi sem því miður er að eiðileggja grunnskilyrði til lífs þjóðfélagi sem knýr okkur á sorglegu braut neyðarinnar.ég vona að ráðamenn þjóðarinnar sjá þetta og hafa hjartað til að snúa vonleyinu við því ef öryggi fólks er ógnað mikið lengur þá verður þessi veruleiki kominn til að vera. þetta er grafalvarlegt mál og langar okkur til þess að ala börn okkar í skít!?

svavar (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:26

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er í fjárhags vanda eins og aðrir atvinnuleysingjar svavar, en að það geri mig sjálfkrfa að sölumanni dauðans er því til að svara:  stingdu slíkum kenningum upp í görnina á þér, þar sem þær eiga heima innan um skildan graut.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 15:39

15 identicon

það er samt það að fólk er mismótækilegt þegar að fjáhagsvanda kemur,ég er ekki sölumaður dauðans eða glæpamaður bara svo það sé á hreinu.

þetta er ekki kenning þetta er staðreynd og er veruleiki hvort sem mér eða þér líkar það eða ekki,en ég er ekki að segja að þú og allir sem eru í vanda leiðist bara á þessa braut vegna sjálkrafa stírikerfi sem fer í gang í geðheilsu okkar,þetta er bara þroski hvers og eins mans.

en ég meinti alls ekkert illt með þessu Axel og biðst velvirðingar ef ég hef móðgað þig á einhvern hátt.

Svavar (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:53

16 identicon

Mér finnst það alveg kostulegt hversu augljóst það er í þessu máli að þessu vitni hefur verið ógnað. Og sjá svo þessa glæpamenn sitja letilega í dómssal eins og mafíósar með rándýr sólgleraugu glottandi út að eyrum. Skammarlegt.

Hvað fíkniefnabann varðar þá ertu svo sannarlega á miklum villigötum Axel varðandi það og mátt ekki láta, réttmætt og verðskuldað, hatur þitt á sjálfstæðispésum blinda þig. Er ég nú oftast sammála þér um flest það sem þú tjáir þig um.

Hvers vegna er ekki stór undirheimamarkaður fyrir áfengi hér á landi? Af því að það er löglegt. Einstaka bjórsalar og landabruggarar sem gera engum neitt illt, nema náttúrulega þeim krökkum sem þeir selja sína vöru.

Eðli málsins samkvæmt er miklu stærri svartur markaður fyrir ólögleg vímuefni þar sem þú ert ekki einungis að selja krökkum undir lögaldri líkt og með bjórsalana heldur einnig öllum þeim fullorðnu sem fara bara í vínbúðina fyrir áfengið sitt en geta það ekki með önnur vímuefni.

Þannig að þú sérð að það er deginum ljósara að ef að ríkið sér um öll vímuefni líkt og það gerir við áfengi þá ertu að taka bolmagn auðæfa frá glæpasamtökum. Auðvitað verða alltaf örfáar hræður sem myndu selja vímuefni börnum líkt og bjórsalar og landabruggarar en þeir myndu hvort eð er kaupa þau í búðum líkt og átvr og slík sala er svo sannarlega ekki neinn grundvöllur fyrir skipulagða glæpastarfsemi.

Sem tvítugur piltur, þá get ég vitnað um það að fyrir tvítugt var mjög auðvelt að redda sér hvaða vímuefni sem er, hvenær sem er, á meðan að það var fjandanum erfiðara að útvega sér áfengi. (sbr. mjög fáir bjórsalar og þá alltaf með volgan bjór eða rándýrt sterkt áfengi)

Þá vil að auki bæta því við að ég nota engin ólögleg vímuefni sjálfur, fyrir utan einstaka jónu í góðra félaga hópi. Um önnur vímuefni get ég vitnað um að ef maður reynir að kaupa sér smá gras, eru sölumenn ''dauðans'' iðulega með önnur efni svo sem spítt, e-töflur, sýru, kókaín og jafnvel heróín og ekki er það jákvætt fyrir veiklyndara fólk en sjálfan mig að komast svo auðveldlega í tæri við slík efni á unga aldri, oftar en ekki fyllt dómgreindarleysi og áhrifagirni.

Ps: Varðandi punkt docterE um atvinnu glæpamanna, þá liggur það í augum uppi að ef þessi gríðarlega stóri markaður fyrir ólögleg vímuefni, sem hann er í dag, er ekki til staðar þá er ekki mikið fyrir fyrrum dópsala að gera. Sérstaklega þegar flestir í þessum geira undirheimana gerast dópsalar af því að það er mjög auðvelt, gróðavænt og áhættulítið, á meðan að glæpir líkt og innbrot, handrukkanir og rán eru töluvert áhættumeiri, erfiðari og hlutfall gróða á móti refsingu er mun óhagstæðari.

Kærar kveðjur

Jón F. (þú afsakar langlokuna vonandi)

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:33

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Verð á raunverulega verðlausum eiturlyfjum er bundin því að það sé bannað og þess harðari lög um þetta. því meiri gróði fyrir fíkniefnasala. Ofbeldi verður að sjálfsögðum hlut.

Fíkniefnalögreglumenn í USA svara þessari spurningu best af öllum www.leap.cc

Það á að hætta þessu banni tafarlaust og byrja að vinna með þetta fólk af einhverju viti. Axel og fylgjendur hans í þessum málum eru einmitt talsmenn fyrir hugsun sem er ástæðan fyrir því að þessi þróun hefur fengið að vera í friði og verður verri með hverju árinu.

Axel hefur samt rétt fyrir sér í einu atriðinu. Og það er að stutt er í að vitni verða drepin og þeir karakterar sem gera svoleiðis eiga það oft sameiginlegt að vera ræktaðir og aldir upp í fangelsum landsins. Hæðni og illgirni mætir þeim síðan af nógu stórum hópi "heilbrigra og góðra manna" í þjóðfélaginu til þess að þeir ákveði að gerast útlagar í samfélaginu.

Ég spurði einu sinni fanga sem var búin að eyða æfinni í 22 ár á bakvið múranna hvort honum langaði ekki neitt öðruvísi líf? Nei, í glæpalífinnu er ég alla vega frjáls manneskja og það ætla ég að halda áfram að vera ...

Minnisleysistaktíkin er eldgömul lumma og það tekur engin mark á svona í neinu réttarhaldi, nema þá kanski á Íslandi...enn það mætti samt leysa þetta mál öðruvísi til að hindra framtíða ofbeldi...ef menn vilja það í alvöru.

Óskar Arnórsson, 7.3.2012 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.