Fylgjum fordæmi þjóðverja

Þessi aðgerð þjóðverja er allrar athygli verð. Er þetta ekki eitthvað sem íslensk stjórnvöld þurfa í fullri alvöru að íhuga.

Það er þungur baggi fyrir lítið land eins og Ísland, sem sannarlega er í kröggum, að hafa hundruð eða þúsundir útlendinga á sínu framfæri. Þjónustu sem eðlilegra væri að þeir nytu „heima“ hjá sér. Ekki þýðir fyrir Íslensk stjórnvöld að vísa í mannúð, Schengen, eða EES samninginn.

Þjóðverjar, höfuð ESB, hafa riðið á vaðið. Fylgjum þeirra fordæmi.


mbl.is Fá ekki lengur grunnbætur í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á við einstaklinga sem koma til landsins og biðja um bætur frá fyrsta degi.

Ég get ekki séð á fréttinni að verið sé að tala um einstaklinga sem hafa unnið í Þýskalandi og fá bætur eftir það.

Ég held að það sé ekki hægt á Íslandi að fá bætur frá fyrsta degi, þ.e. að Breti komi til Íslands og fær þá atvinnuleysisbætur.

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 12:28

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jú, það er hægt.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.3.2012 kl. 12:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki er ólíklegt Stefán, að fréttin sé illa unnin og þýdd nema hvoru tveggja sé, eins og vill brenna við á mbl.is.

En, hvernig á að skilja... "Fólk frá þessum ríkjum sem búsett er í Þýskalandi getur eftirleiðis ekki sótt um grunnatvinnuleysisbætur sem kallast Hartz IV"?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2012 kl. 12:53

4 identicon

Þú ert að blogga og vitnar í mbl.is sem vitnar í thelocal.de sem vitnar í grein í Frankfurter Rundschau sem ég get ekki fundið.

Þegar vitnað er í vitni sem hefur eftir öðrum:)

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 14:17

5 identicon

Íslenskir fjölmiðlar eru byrjaðir að stunda þetta frekar reglulega.

Þetta er mjög léleg fréttamenska.  Sérstaklega þegar vitnað er í ensk dagblöð sem vitna í þýsk.  Skilaboðin geta aðeins misskilist eins og þú getur oft lesið á evrópuvaktinni.  Þar eru öll nöfn skrifuð upp á enska vísu og þá veistu hvaðan heimildirnar eru og það geta engan vegin verið upprunalegar heimildir.

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 14:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Stefán.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2012 kl. 14:38

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Langar að benda á frétt það sem tekin er fyrir athugasemd ESA um að Íslendingum sé bannað að setja takmarkanir á atvinnuleysingja frá Evrópu til að þeir geti fara beint á atvinnuleysisbætur án þess að vinna handtak á Íslandi. Nú hyggjast Þjóverjar gera það sem ESA bannar Íslendingum og Norðmönnum.

Það kemur æ betur í ljós að EES samningurinn er bein ógn við velferðarkerfið á Íslandi.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/30/undrast_afstodu_esa/

Eggert Sigurbergsson, 9.3.2012 kl. 15:18

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri óábyrgt í þessu máli, að fara ekki að dæmi forusturíkis ESB.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.3.2012 kl. 15:49

9 identicon

Til þess að öðlast rétt til atvinnuleysisbóta í Svíþjóð þarf fólk að hafa greitt í svokallaðan Alfa kassa/ A-kassa í eitt ár eða lengur. Eftir 1/2 ár hefur fólk rétt á hálfum bótum.

Gunnar Björn (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 17:10

10 identicon

Þetta er illa þídd og illa unnin frétt! Ég bjó lengi í þýskalandi og uppkomin börn mín búa þar enn. HarzIV (eða Harz fjórir) eru míní-störf sem atvinnulausu fólki var komið í til að létta undir með atvinnubótakassanum.

Þessi störf eru kölluð 400.- Evru störf því að einstaklingurinn má vinna níu og hálfann tíma á viku og fær 400.- skattfrjálsar Evrur  í laun á mánuði. Síðan borgar ríkið smá húsaleigubætur fyrir viðkomandi og sjúkrasamlag o.s.frv og smá viðbót úr atvinnuleysiskassanum. Svona var HarzIV hugsað í upphafi....

Þetta var að sjálfsögðu gripið í loftköstum hjá atvinnurekendum því svona fólk var ódýrt vinnuafl og vinnuveitandi þarf ekkert að borga með starfsmanninum, hvorki skatta né lífeyri!!

Allt í einu voru námsmenn og heimavinnandi húsmæður og ýmsir sem höfðu enga menntun farnir að finna í 400.-E störfum út um allt. Fyrirtæki gátu sagt upp dýrum starfskrafti og fengið nokkra HartzIV starfskrafta í staðinn sem kom þegar upp var staðið betur út fyrir alla....nema ríkiskassann og dýru starfskraftana. Margir sem voru á ágætis launum var sagt upp störfum vegna hagræðingar hjá fyrirtækjum og enduðu síðan sjálfir á 400.-E starfi!

Þróunin varð sú að í dag er þetta Harz4 orðið baggi á þjóðinni og misnotað í botn, því mannskepnan finnur jú alltaf leiðir til að svindla á kerfum.

Semsagt, þeir eru að reyna að stemma stigu við þessu en vita held ég ekki alveg hvernig. Hvort þetta er löglegt gagnvart EES samningum er svo annað mál. Pólitískir flóttamenn sem koma til þýskalands fara strax á grunnbætur, og margir þjóðverjar halda því framm að betur sé hugsað um pólitíska flóttamenn þar, en um atvinnulausan þjóðverja.Það er mikið búið að rífast um Harz4 á þýska þynginu undanfarin ár. Þessu sístemi var komið á þegar atvinnuleysi í þýskalandi var að ná 12.000.000fyrir ca.20 árum. Þar með fækkaði atvinnulausum til muna á pappírunum en hver er sáttur við 400.-E á mánuði??? Enginn!!!

anna (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 13:01

11 identicon

Þjóðverjar störtuðu tveimur heimstyrjöldum og leiddu með því meiri bölvun yfir mannkynið en nokkur önnur þjóð, nokkurn tíman. Þeir sem treysta þeim í blindni og ofmeta þá eru yfirleitt laumunazistar, ellegar vangefnir. Amma og afi flestra á þýska þinginu voru heilaþvegnir einlægir áhangendur Hitlers æskunnar, og páfinn sjálfur var í henni. Þetta er illur rasískur heimur. Treystum ekki þeim sem gleyma mannkyninu fyrir eiginhagsmuni, sem eru bara skammtímahagsmunir, og koma þeim í koll síðar, og það allverulega.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband